Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Side 6
Upplý singamál
Cott bókasafn - metnaðarmál
allra sveitarfélaga
Marta Hildur Richter, ritari samtaka forstööumanna almenningsbókasafna, skrifar.
Ikreppunni blómstra almenningsbókasöfnin sem aldrei fyrr. Það hef-
ur verið mikið að gera og tölfræðin mælir 20% aukningu í aðsókn
á mörgum safnanna og 10-15% aukning varð í útlánum milli áranna
2008 og 2009.
( nýlegri könnun menntamálaráðuneytisins á menningarneyslu
íslendinga kemur fram að 82% svarenda hafa lesið bók sér til ánægju
á síðustu 12 mánuðum og 64,8% hafa heimsótt bókasafn á sama
tíma.
Sveitarfélögum ber að standa að þjónustu
almenningsbókasafna
Það er greinilegt að löggjafinn telur afar mikilvægt að tryggja lands-
mönnum jafnt aðgengi að almenningsbókasöfnum landsins með lög-
um um almenningsbókasöfn.
[ 1. grein laganna nr. 36/1997. segir m.a.:
Fimm ára börn hlýða á jólaleikrit i bókasafninu sinu.
„Allir landsmenn skulu eiga kost á
að njóta þjónustu almenningsbóka-
safna. Er öllum sveitarfélögum skylt
að standa að slikri þjónustu í sam-
ræmi við þessi lög."
Treysti sveitarfélög sér ekki til að
standa ein að rekstri almennings-
bókasafns er þeim heimilt samkvæmt
3. grein laganna:
„að sameinast um rekstur".
Sveitarfélögum er einnig heimilt
með ákveðnum skilyrðum samkvæmt
4. grein laganna:
„að sameina almenningsbókasafn
og bókasafn grunnskóla".
Slíkt er þó almennt ekki talið æskilegt nema í fámennari sveitar-
félögum.
Menningarmiðstöðvar og samkomustaður
íbúanna
Lestrarfélögin gömlu, sem flest almenningsbókasöfn í dag byggja á,
voru stofnuð af alþýðu fólks sem þyrsti í fróðleik og andlega skemmt-
an. Flest voru stofnuð kringum aldamótin 1900 og safnað var fé til að
fjármagna bókakaupin.
Almenningsbókasöfn nútímans eru rekin af sveitarfélögum og víða
eru þau einu menningarstofnanir þeirra. Þau eru að sjálfsögðu mis
öflug og markast það oft af stærð sveitarfélaga, en ekki alltaf þó.
Bókasöfnin miðla menningu og bjóða að sjálfsögðu upp á fjölbreyttan
safnkost og aðgengi að alþjóðlegu efni á netinu.
Auk bókmenntatengdra menningarviðburða bjóða almennings-
bókasöfn gjarnan upp á myndlistarsýningar og tónlistarflutning.
Marta Hildur Richter.
GrantThomton
6