Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Page 7

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Page 7
Bókmenntakvöld og tónlistarviðburðir eiga mjög vel heima á bókasafninu eins og þessi mynd sýnir. Mikilvæg lýðræðinu Almenningsbókasöfn jafna aðgengi fóiks að menningu, upplýsingum og þekkingu og fara ekki í manngreiningarálit við miðlun þeirra. Þau eru griðastaður fólks óháð stétt og stöðu þess í þjóðfélaginu. „Þriðji staðurinn" Því meiri sem alþjóðavæðingin verður - þeim mun rótlausari finnst manninum hann vera. í menningunni finnum við rætur okkar, sögu og sjálfsmynd. Sagt er, að við höfum öll þörf fyrir „þriðja staðinn", þ.e. stað sem ekki er heimili eða vinna/skóli og við þurfum ekki að vera í hlutverki gestgjafa eða gests. Almenningsbókasöfn eru tilvalin í þetta hlutverk, og má segja að bókasöfn séu eini gjaldfríi staðurinn sem almenningur getur sótt í dag þar sem hver og einn kemur á eigin forsendum og að eigin frumkvæði. Söfnin eru í meira mæli en áður orðin samkomu- staður borgaranna. Þeir koma ekki eingöngu til að fá lánað safnefni og njóta menningarviðburða, heldur einnig í leit að samskiptum. Margir koma daglega og kíkja í blað eða bók yfir kaffibolla og spjalla. Opna börnum og fullorðnum heim ævintýra og upplýsinga Mikilvægt er að kynna börnum og unglingum þá þjónustu sem þau eiga aðgang að í bókasöfnum landsins. Kennsla í heimildaleit og upplýsingalæsi, hvort heldur er á bók, blaði eða í gagnagrunni á net- inu, svo og úrvinnsla heimilda, er undirstaða frekara náms. • Ekki er síður mikilvægt að opna börnum ævintýraheim bókanna og yndislestur. Allir aldurshópar eru velkomnir á bókasafnið. • Að ná góðum tökum á lestri stuðlar að betri námsárangri og al- mennri vellíðan. • Lestur er lífsstíll! Börn samtímans eru framtíðarnotendur bóka- safna. Afstaða sveitarstjórnarmanna mikilvæg Skilningur stjórnenda sveitarfélaga á mikilvægi almenningsbókasafna og stuðningur við starfsemi þeirra er grundvallaratriði. Sá skilningur hefur orðið til þess að fjölmörg almenningsbókasöfn landsins hafa þróast í nútíma menningarmiðstöðvar með fjölbreytta starfsemi og þjónustu. Og íbúarnir kunna vel að meta það, eins og aðsóknar- og útlánatölur sýna. Almenningsbókasöfn reynast góður kostur. SFA - Samstarfsvettvangur forstöðumanna almenningsbókasafna Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna voru formlega stofnuð 1999, en samstarf og reglulegir fundir forstöðumanna hafa átt sér stað allt frá 1984. Á vor og haustfundum hittast forstöðumenn smárra sem stórra almenningsbókasafna alls staðar að af landinu. Þessir fundír eru haldn- ir hér og þar um landið til skiptis. Þar bera forstöðumenn saman bækur sínar og ræða sameiginleg praktísk og fagleg mál. Samtökin eru mikilvægur vettvangur sam- skipta og faglegrar umræðu og sameiginlegur málsvari safnanna út á við. Forstöðumenn allra almenningsbókasafna eru velkomnir í sam- tökin. Fyrirtækjaþjónusta Hertz býður sveitarfélög og ríkisfyrirtæki velkomin. • Þéttriðið þjónustunet um land allt og mikil þjónustulund • Einföld bókunarvél fyrir fyrirtæki á www.hertz.is • Fyrirtækjaþjónustusími 522 44 22 opinn frá 06:00 - 01:30 • Umhverfisvænt fyrirtæki samkvæmt ISO 14001 ÓV/55Ó 5vtz. icjcu^/e. ijc i 05 -fyvStc\ -f/okks Þj6uustc\ ! £ Vildarklúbbur <umenn - Muniö 500 punktar meö hverri leigu! 7

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.