Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Side 17

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Side 17
„Matartíminn á að vera notalegur tími þar sem öllum líður vel. Matartímar og borðhald hafa mikið uppeldislegt gildi og þar gefast tækifæri til skemmtilegra og fræðandi umræðna.“ Útivist er eitt af markmiðum heilsuskálans. Hér eru Urðarhólsbörn i skógarferð. mmm^^mmammmmmmmmmmmammmmumm Hreyfiþroskinn kemur ofan frá í Heilsustefnunni er fylgst vel með hvernig teikning barnsins þróast. Teikningar endur- spegla alhliða þroska og hvernig barnið skynjar umheiminn. Sigrún Hulda segir að hafa beri hugfast við verkefni sem krefjast fínhreyfifærni, að öll hreyfing þroskist ofan frá og niður eftir líkamanum og líka innan frá og út eftir líkamanum. „Þetta þýðir að fín- hreyfifærnin byrjar í axlarlið, fer niður eftir handlegg í olnbogann, svo niður í úlnliðinn og að lokum í fingur. Skilvirk aðferð er að leyfa barninu að standa við málningarvinnu, t.d. við trönur eða töflu, og gefa því nægi- legt svigrúm til þess að ná góðri hringlaga hreyfingu í öxl. Röðun og flokkun af ýmsu tagi er árangursrík leið til þess að efla oln- bogahreyfingu, ásamt öðrum verkefnum sem fela í sér að færa hluti frá einum stað til annars. Allar ofangreindar æfingar hafa áhrif á þroska niður í úlnlið og fingur. Hér er um ákveðið þróunarferli að ræða og ekki hægt að „hoppa" yfir eða flýta þeirri þróun öðru- vísi en með æfingunni." Að rannsaka umheiminn „í listsköpuninni hefur barnið vettvang til að tjá tilfinningar sína og upplTfun á umheim- inum. Frjáls og óheft tjáning eykur líkurnar á að einstaklingi líði vel ekkert síður en í úti- veru og leikjum," segir Sigrún Hulda. Hún segir að í listsköpun geti listamaðurinn, í þessu tilviki barnið, nýtt sér ótal mismunandi miðla eina og sér eða jafnvel blandað þeim saman. Hann noti hugvitið til þess að skapa eitthvað sem veldur hughrifum hjá öðrum. „Á þessum vettvangi er meira frelsi til sköpunar, listamaðurinn getur notað kubba, leir, tré, tau, fatnað og umbúðir eða eitthvað annað efnislegt en hann getur líka notað Leirað á Urðarhóli. Einbeitingin leynir sér ekki. óáþreifanlega þætti eins og tungumálið, sönginn, tónlist eða leikræna tjáningu þar sem fleiri skynfæri en sjónin eru notuð til að upplifa listina. Víðfeðmi listsköpunar gefur barninu færi á að efla alla þroskaþætti, þar á meðal fínhreyfifærni, fagurþroska og sköp- unarhæfni." Hún segir að skapandi vinna barnsins veiti því vettvang til að öðlast reynslu við að rann- saka umheiminn og með þeim hætti auka skynjun og næmni fyrir umhverfinu. „Grund- vallarregla er að líta á alla hugsun sem skapandi og mikils virði þrátt fyrir að ekkert áþreifanlegt sitji eftir nema vellíðan yfir vel unnu verki, eins og til dæmis eftir leiksýn- ingu, þá ber að skoða skapandi starf sem tæki eða þroskaleið en ekki markmið í sjálfu sér." Útinám og bókmenntir á Urðarhóli Útinám er hluti skólastarfsins á Urðarhóli. Sigrún Hulda segir að síðastliðin þrjú ár hafi verið unnið að mótun útináms með börn- unum og hafi það verið góð viðbót við hreyfistarfið og í kjölfarið hafi félagsþroski barnanna eflst. „Við sjáum það greinilega. Það verður mun minna um árekstra og ágreining á milli barnanna úti og eins þegar inn er komið aftur eru þau sæl og glöð í leik sínum. Við teljum að með útináminu bjóðum við börn- unum upp á fjölbreyttara starf, komum til móts við þarfir þeirra og veitum þeim útrás fyrir hreyfiþörf sína." Hún segir að enn sé verið að þróa þetta starf og fyrirhugað sé að verkefnastjórarnir, þau Ingibjörg Thomsen, Sverrir Dalsgord og Gerður Magnúsdóttir, opni netsíðu þar sem hægt verður að nálgast hugmyndir að úti- náminu. „Einnig erum við svo heppin að hafa hjá okkur bókmenntafræðing, hana Ingi- björgu Ásdísi Sveinsdóttur, en hún og Birte Harksen hafa verið að glæða bækur lífi með því að flétta þær inn í tónlist, leiklist, myndlist og leikinn. Þær hafa tvisvar sinnum fengið styrk frá leikskólanefnd Kópavogsbæjar og opnuðu á dögunum vefsíðu til að gera hug- 17

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.