Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Síða 24

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Síða 24
Grímsnes- og Grcafningshreppur Nátturfegurð er viða mikil í Grímsnes- og Grafningshreppi. Mikil orlofshúsabyggð er i sveitarfélaginu og fer hún nú vaxandi á ný, þótt bakslag hafi komið i vöxtinn i kreppunni. Mynd. Magnús Hlynur Linda og Ragna eru staðgenglar skólastjóra í hvorri deild fyrir sig. ( dag eru 38 börn í grunnskólanum og 18 í leikskóla." Reynslan lofar góðu Að sögn Gunnars hentar þetta skipulag þeim vel þótt hann hafi heyrt efasemdir um að hægt sé að nota það í fjölmennum byggðum á höfuðborgarsvæðinu. „Við gerðum þessa breytingu um síðustu áramót og sú reynsla sem fengin er lofar mjög góðu. Þetta hefur gefist vel. Eldri börnin í skólanum hugsa vel um leikskólakrakkana og ég held það geti verið mjög þroskandi fyrir bæði yngri og eldri börnin að starfa svona saman." Hann segir að einnig hafi verið tekin upp sú nýbreytni að bjóða eldri borgurum að borða með krökkunum og starfsfólki sveitar- félagsins I mötuneytinu og það hafi mælst vel fyrir. „Ég held það sé alveg nauðsynlegt að tengja kynslóðirnar meira saman. Ýmsar þjóðfélagsbreytingar hafa gert það að verk- um að kynslóðabilið hefur breikkað og sam- félagið þarf að opna leiðir til að tengja þetta saman á ný. Þetta er tiltölulega auðvelt í dreifbýlinu. Hér eru þó ekki íbúðir fyrir eldri borgara. Þeir búa á bæjunum í sveitinni en finnst tilbreyting í því að koma, hittast og borða með krökkunum í hádeginu." Umsóknir um frístundahúsa- lóðir teknar að berast Gunnar kom inn á atvinnumálin í upphafi spjallsins og sagði frá verktaka sem biði eftir þíðri jörð. Hann segir að atvinnumálin fyrir utan hefðbundinn landbúnað og þjónustu- störf hafa gengið nokkuð í bylgjum. „Hér var mjög mikil um að vera um tíma á meðan frí- stundabyggðabyltingin reið yfir. Menn fjár- festu í vélum og tækjum til jarðvegs- og byggingastarfsemi. Svo kom hrunið og þessi starfsemi dróst mjög fljótt saman. Hún nánast hætti en flestir þraukuðu þrátt fyrir það. Þeir gátu lifað í einhvern tima á eigin fé enda ekki auðvelt að losa sig við vélar og tæki á sam- dráttartimum. En það verður ekki endalaust og þegar ég var að fara yfir fundagerðir bygginganefndar um daginn sá ég að um- sóknir voru farna að berast um sumar- og frístundahúsalóðir." Gunnar segir þessar umsóknir þó með öðrum hætti en var fyrir hrunið. „Fyrir hrun festu verktakar kaup á lóðum til þess að byggja sumarhús og selja síðan á frjálsum markaði. Nú sjást slíkar umsóknir ekki, heldur eru þetta einstaklingar og fjölskyldur sem eru að leita að lóðum undir eitt hús. Dæmi eru um frá árunum 2004 og 2005 að bygg- ingaaðilar hafi fest kaup á allt að 20 lóðum, byggt á þeim og selt síðan fullfrágengin hús með lóðum og öðru líku eins og þegar um íbúðabyggingar í þéttbýli er að ræða. Kaup- endur gátu bara keypt og skrúfað svo frá vatninu inn á heita pottinn. Allt var tilbúið, jafnvel búið að planta trjám í garðinn. Hvort þessi tími kemur aftur er ekki gott að segja til um en ég held að þetta verði með rólegra móti og meira um að hver byggi fyrir sig. En við horfum bara með bjartsýni fram á við. Við komumst í gegnum þetta og trúum að at- vinnulífinu vaxi fiskur um hrygg é ný." Um 10% íbúanna teljast fatlaðir Málefni fatlaðra eru komin til sveitarfélag- anna og gert ráð fyrir að öldrunarmálin færist þangað á næsta ári. Þjónustusvæði fatlaðra á Suðurlandi stendur saman af öllum sveitar- félögum í landshlutanum nema sveitarfélag- inu Hornafirði og Vestmanneyjabæ. Sá grunnur sem lögum samkvæmt er byggt á er að lámarksíbúafjöldi innan hvers þjónustu- svæðis séu átta þúsund íbúar. „Á þeim grundvelli virkjuðum við ákveðið samstarf innan SASS sem við byggjum á í dag. Ákveðið framkvæmdaráð fer síðan með málaflokkinn i umboði sveitarfélaganna." Gunnar segir að Grímsnes- og Grafnings- hreppur búi við eina sérstöðu að þessu leyti og þar á hann við Sólheima. Hann segir að fram til ársins 1996 hafi íbúar Sólheima átt lögheimili á sínum fyrri heimilum en þá hafi lögheimilum vistfólks verið breytt og flutt að Sólheimum. „Þetta þýðir að um 10% (búa sveitarfélagsins teljast til þess þjóðfélagshóps sem er skilgreindur sem fatlaðir einstaklingar en meðaltalið yfir landið er að um 1 % íbúa 24

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.