Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Page 26
Skólamál
Nærsamfélagið í skólastarfi
„Tækifæri nærsamfélagsins komu mjög tii
umræðu á skólaþinginu," segir Baldur Páls-
son, fræðslufulltrúi á Seltjarnarnesi, í samtali
við Sveitarstjórnarmál en á skólaþingi sem
haldið var þar á liðnum vetri komu fram
hugleiðingar og hugmyndir um hvernig nýta
megi nærsamfélagið á Nesinu betur við nám
og einnig í daglegu l(fi fólks.
„Við erum með mjög auðuga náttúru sem
á að nýtast vel til kennslu í náttúrufræðum
og ég get séð fyrir mér viðburði á borð við að
fara með krakkana í heimsókn til Hitaveit-
unnar og sýna þeim á vettvangi hvernig hún
vinnur í stað þess að þau lesi nokkrar blaðsíð-
ur í bók um efnið og annað mætti telja. Þetta
byggist á að læra í nærumhverfinu og færa
svo þekkinguna yfir í annað eða stærra sam-
hengi."
Baldur segir fjölmörg skemmtileg við-
fangsefni framundan og þessa dagana sé
unnið að því að endurmóta skólastefnu
bæjarfélagsins. „Þetta verkefni okkar er af-
rakstur skólaþingsins sem haldið var f mars
og er ætlunin að senda þeim sem tóku þátt í
því drög að endurmótaðri skólastefnu innan
tíðar. Þátttakan var góð og fólkið sem mætti
var mjög virkt í umræðum, sem sýnir vel
áhuga bæjarbúa á skólamálunum."
Baldur segir íbúana vel meðvitaða um að
vera Seltirningar og ríkt sé í bæjarhefðinni að
vinna saman. „Þetta á vel við um uppeldis-
og skólamálin þar sem öflugt samstarf er á
milli þeirra aðila sem koma að því. Skólarnir,
(þróttafélagið Grótta og félagsmiðstöðin Sel-
ið eiga í nánu samstarfi um uppeldismálin og
þetta samstarf hefur vakið athygli langt út
fyrir bæjarmörkin. Ég met það af þeim fyrir-
spurnum sem við hjá Seltjarnarnesbæ höfum
fengið um þessi mál."
Samfella í starfsdegi
Eitt af því sem áhersla hefur verið lögð á er
að ná samfellu í starfsdegi nemenda. Baldur
segir að liður í því sé að nemendur geti farið
úr einstökum kennslustundum í grunnskól-
anum til þess að sækja kennslu í tónlistar-
skólanum, þannig að tónlistarnámið komi
ekki allt aftan við grunnskólastarfið á daginn.
Einnig sé mikið lagt upp úr nánu samstarfi
þeirra sem koma að skóladegi barna og ung-
menna, íþróttaiðkun og tómstundaiðju. „Ég
held að þetta þétti fjölskyldurnar og það
sparar líka mikinn tíma í ferðir og skutl sem
margir þekkja úr daglegu lífi."
Að vinna heima í héraði
Baldur stundaði kennaranám í Noregi og
starfaði þar við kennslu um tíma að námi
loknu. Hann segir margt líkt með skólamálum
Norðmanna og íslendinga enda hafi þeir
síðarnefndu sótt ýmislegt i þeim efnum til
frænda sinna á hinum Norðurlöndunum.
„Þegar ég var þar við nám og störf voru
Norðmenn mjög uppteknir af þeirri kennslu-
fræði sem nú er verið að innleiða á Sel-
tjarnarnesi. Þá voru þeir að hrinda þeim hug-
myndum í framkvæmd sem nú eru að rata
inn í skólastefnuna hér hjá okkur og víðar hér
á landi."
Að sögn Baldurs leggja Norðmenn líka
mikið upp úr því að vinna hlutina „heima í
héraði" eins og þeir kalla það í stað þess að
sækja allt til Óslóar eða stóru bæjanna
á Vesturströndinni. „Vissulega njóta minni
byggðarlög jafnan nálægðar við þau stærri
og ég væri ósanngjarn ef ég héldi öðru fram
en að við á Seltjarnarnesi nytum nábýlis-
ins við Reykjavík. En við höfum líka margt í
göngufæri hér innanbæjar."
Áhugi og metnaður
Baldur var ekki ókunnugur Seltjarnarnesi
þegar hann kom þangað til starfa sem
fræðslustjóri á liðnu ári. Hann tók við
skólastjórn í Valhúsaskóla árið 2007. „Fljót-
lega eftir að ég kom þangað fann ég hversu
mikill áhugi er fyrir starfi skólanna og metn-
aður gagnvart því. Einnig hefur verið hugsað
mjög vel um faglega þáttinn og í starfi mínu
í dag nýt ég góðs af því að hafa unnið hér
áður. Ég þekki starfsfólkið og einnig þarfir
skólanna mun betur en annars væri."
Baldur segir að skólastarf í landinu gangi f
gegnum erfiða tíma en þrátt fyrir það sé ekki
slegið af metnaði í skólastarfi á Seltjarnar-
nesi.
Hann segir vel hafa tekist til um marga
hluti og nefnir sem dæmi sameiningu leik-
skólanna á Seltjarnarnesi á síðasta ári og seg-
ir þá reynslu sem fengin er af sameiningunni
Baldur Pálsson á skrifstofu sinni hjá
Seltjarnarneskaupstað. Mynd: Nesfréttir.
mjög góða. „Það er og verður alltaf erfið-
leikum háð að sameina skóla. Fólk veit hvað
það hefur, en gerir sér ekki eins vel grein fyrir
því hvað það fær. Þess vegna er mikils um
vert að vanda vel til undirbúnings og allra
verka. Sameiningar eru eitt af því sem verður
að kynna vel fyrir foreldrum og þeim sem
njóta skólaþjónustunnar og skýra út að
hverju verið sé að vinna."
Erfitt að lesa í íbúaþróunina
Baldur segir engar fleiri breytingar á skóla-
kerfinu á Seltjarnarnesi í farvatninu, en erfitt
sé þó að lesa í íbúaþróunina fram í tímann.
„Það er ekki auðvelt að sjá fyrir hver hún
verður og því þarf að meta stöðuna eftir því
hver hún er hverju sinni."
Hann starfaði í Kópavogi um 11 ára skeið
og fylgdist með þróuninni þar. „Ég sá þann
kúf sem myndaðist í nýju skólunum þar sem
hverfin voru að rísa og barnafólk flutti inn.
Svo hjaðnaði þessu kúfur jafnan þegar börnin
eltust og fóru yfir á framhaldsskólastigið. Sel-
tjarnarnes er nánast fullbyggt og ef þessi
þróun í aldurssamsetningu íbúa heldur áfram
til lengri tíma, má gera ráð fyrir því að önnur
af tveimur starfsstöðvum skólans rúmi alla
nemendur. Ég held hins vegar að þessi þróun
snúist við áður en að því kemur og að börn-
um fjölgi hér þegar fer að glaðna til í efna-
hagslífinu og fólk að skipta um húsnæði á
nýjan leik."
26