Sveitarstjórnarmál - 01.11.2013, Page 8
Ferðaþjónusta
Hvernig fjármögnum við upp-
byggingu ferðamannastaða?
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri skrifar.
Umræður um fjármögnun á uppbyggingu
og viðhaldi ferðamannastaða eru ekki
nýjar af nálinni og hafa raunar staðið yfir
áratugum saman. Ýmislegt hefur áunnist
í uppbyggingu eins og framkvæmdir víða
um land bera vott um. Lengstum hefur
þó það orð legið á að þörfin fyrir fram-
kvæmdir væri mun meiri en það fjár-
magn sem verið hefur til skiptanna og
umræðan líklega aldrei verið jafn þung
og í ár, samfara mikilli fjölgun erlendra
ferðamanna.
Ýmsir aðilar hafa í gegnum árin komið að
uppbyggingu og viðhaldi ferðamannastaða.
Á vettvangi ríkisins má nefna Umhverfis-
stofnun, með framkvæmdir ( þjóðgörðum og
á friðlýstum svæðum, Vegagerðina með án-
ingastaði víða um land, Landgræðsiuna,
Skógrækt ríkisins auk fleiri aðila. Ferðamála-
stofa hefur úthlutað styrkjum vegna úrbóta á
ferðamannastöðum árlega frá árinu 1995. Á
þessum tíma hefur Ferðamálastofa varið yfir
1 milljarði króna að núvirði til fjölbreyttra
framkvæmda á um 300 stöðum á landinu,
hin síðari ár eingöngu í formi styrkja en áður
kom stofnunin sjálf að sumum stærri fram-
kvæmdum. Aukin áhersla hefur á síðustu
árum verið lögð á skipulag og hönnun ferða-
mannastaða, öryggismál og aðgengi fyrir alla.
Síðast en ekki síst hafa sveitarfélög víða
komið myndarlega að málum, bæði ein sér
og í samstarfi við ríkisvaldið og einkaaðila.
Gistináttaskattur
Árið 2009 skipaði fjármálaráðherra nefnd um
umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu. Gjöldin
Náttúra Islands er ægifagur, um það þarf ekki að deila. Þessi mynd er tekin við Geysi i Haukadal.
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson/Ferðamálastofa.
Ólöf Ýrr Atladóttir.
skyldu renna til „uppþyggingar þjóðgarða og
annarra fjölsóttra og friðlýstra áfangastaða
ferðamanna og til eflingar ferðaþjónustu".
Nefndin fjallaði um fjórar gjaldtökuleiðir:
• Gistináttagjald.
• Farþegagjald (brottfarar- eða komugjald).
• Aðgangsgjald að völdum stöðum og
aðgangspassa.
• Umhverfisgjald sem hluta af tryggingar-
gjaldi.
[ áliti sínu mælti nefndin með gistinátta-
gjaldi eða blandaðri leið gistináttagjalds og
farþegagjalds.
Á árinu 2011 voru sett lög um gistinátta-
skatt. Markmið þeirra var að afla tekna til að
8