Sveitarstjórnarmál - 01.11.2013, Blaðsíða 12
Ferðaþjónusta
Á Drangsnesi við utanverðan Steingrímsfjörð hefur
byggst upp öflug ferðaþjónusta þótt staðurinn verði
seint talinn i alfaraleið.
Mynd Halldór Arinbjarnarson.
undir kostnaði sem af því hlýst, t.d. vegna
nauðsynlegrar uppbyggingar og viðhalds á
ferðamannastöðum. Fyrirkomulagið dregur
dám af kerfum þar sem mikill fjöldi fólks þarf
að nota almannaþjónustu á sem einfaldast-
an og skilvirkastan máta, t.d. í almennings-
samgöngum eða þar sem borgir bjóða að-
gang að mörgum söfnum út á einn passa.
Með því að beita þessari aðferð hér mætti
komast framhjá margvlslegum kostnaði sem
myndi fylgja beinni innheimtu I gjaldhliði á
ferðamannastöðum hér.
Þessi meginhugmynd hefur ýmsa kosti,
sem raktir eru í skýrslu Alta:
• Gjaldtakan hefur ekki bein áhrif á
verðlagningu ferðaþjónustuaðila sem
algengt er að bundin sé í samningum
og verðskrám 1-2 ár fram I tímann.
• Auðvelt er að haga verðlagningu í sam-
ræmi við fjárþörf.
• Gjaldtakan beinist að þeim sem nýta
fjölsótta ferðamannastaði.
Á hinn bóginn er I mörg horn að líta varð-
andi útfærsluna:
• Ferðafólk kemur til landsins með ólíkum
hætti.
• Ferðamannastaðir eru ólíkir, t.d. hvað
varðar staðhætti og eignarhald.
• Tryggja þarf að innheimta og eftirlit sé
skilvirkt.
• Heppilegt er að samræmi sé milli staða,
t.d. óháð eignarhaldi.
• Skýr skil séu milli gjalds fyrir aðgang
og gjalds sem tekið er fyrir veitta
þjónustu.
Að auki þarf að tryggja traustan laga-
grunn og skipuleggja vel framkvæmdina. Ekki
er vitað til þess að erlendis sé að finna beina
samsvörun við þetta fyrirkomulag á aðgangi
að náttúrusvæðum sem unnt er að styðjast
við, aðra en almennar. Líklega myndi það telj-
ast brot á meginreglum EES-samningsins ef
öðrum ríkisborgurum innan EES-svæðisins
væri veittur aðgangur að náttúrusvæðum á
öðrum kjörum en heimamenn fá.
Að mörgu að hyggja
Hér hafa verið nefnd nokkur þau atriði sem
horfa þarf til við útfærslu á náttúrupassanum
en ýmis fleiri atriði mætti nefna sem hafa þarf
I huga við útfærslu á þeirri leið sem verður
farin. Má þar t.d. nefna:
• Hvaða svæði munu heyra undir náttúru-
passann?
• Með hvaða hætti gagnast náttúru-
passinn þeim svæðum sem taka þátt?
• Hvernig verður hagnaði skipt á milli
staða/svæða?
• Hvernig er hægt að nýta náttúru-
passann til uppbyggingar nýrra svæða?
Ekki síst er síðan grundvallaratriði að sú
leið sem verður farin tryggi með einum eða
öðrum hætti aðkomu sveitarfélaga. Ljóst er
að þau eru lykilaðili í farsælli framkvæmd
málsins og kemur þar bæði til að þau fara
með skipulagsvaldið um allt land og standa
auk þess nærri þeim stöðum eða svæðum
sem um ræðir að ógleymdum þeim fjölmörgu
hagsmunaaðilum í héraði sem farsæl upp-
bygging ferðamannastaða snertir.
Niðurstaða í árslok
Hér hefur aðeins verið tæpt á nokkrum þeirra
atriða sem hafa þarf ( huga við útfærslu á
náttúrupassanum, eins og þau eru rakin í
skýrslu Alta fyrir Ferðamálastofu. Sem fyrr
segir er gert er ráð fyrir að vinnu við útfærslu
Ijúki (lok árs og að frumvarp verði lagt fram á
Alþingi í byrjun árs 2014. Er ekki að efa að
margir blða spenntir eftir niðurstöðunni (
þessu mikla hagsmunamáli greinarinnar og
raunar þjóðarinnar allrar.
Fríður, ró og náttúrufegurð. Myndir er tekin við Drangsnes. Mynd Halldór Arínbjarnarson.
12