Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2013, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2013, Blaðsíða 21
„ Á haustin, veturna og vorin geta veður verið válynd á heiðinni og því eru það einkabílar, rútur og flutningabílar sem eru í vandræðum. Jarðgöng myndu breyta öllu hér.“ Seyðisfjörður er vaxandi ferðamannabær. Hér slaka ferðamenn á i vorblíðu þótt enn megi sjá snjó I fjöllum. flugvöllinn á Egilsstöðum. Við sækjum einnig mikið alls konar þjónustu í Egilsstaði og jafn- vel I dagvöruverslanir." Arnbjörg nefnir ennfremur að Austfirð- ingar séu duglegir að sækja í handverksversl- anir, menningarviðburði og veitingahús á Seyðisfjörð. „Þá er ótalið að skemmtiferða- skip koma í auknum mæli til Seyðisfjarðar og farþegaferjan Norræna siglir vikulega allt árið til Færeyja og Danmerkur og tugir þúsunda farþega eiga því leið yfir Fjarðarheiði, auk þess sem fragtflutningar með skipinu eru töluverðir. Á haustin, veturna og vorin geta veður verið válynd á heiðinni og því eru það einkabílar, rútur og flutningabílar sem eru í vandræðum. Jarðgöng myndu breyta öllu hér," segir hún. Gömlu húsin verðmæt „Yfirbragð bæjarins er mjög menningartengt og framlag sveitarfélagsins til menningar- mála á hvern íbúa er með því langmesta sem þekkist. Við eigum einnig mikinn menningar- arf hér ( gömlu húsunum og víða mjög heil- legar götumyndir. Við getum sagt að Seyð- firðingar geymi þennan menningararf fyrir þjóðina, en framlög til að varðveita hann hafa hvergi verið næg miðað við menning- arverðmætin sem í honum felast." Arnbjörg segir Seyðfirðinga reyna að nýta þessi hús sem best. „Sýsluskrifstofurnar eru í Stefánsbúð sem var verslun Stefáns Th. byggt 1907. Seyðisfjarðarskóli er að hluta til rekinn í gamla skólahúsinu frá 1906 og Tónlist- arskólinn er í gömlu og fallegu húsi, Steinholti sem byggt var 1907. Skaftfell, líka frá 1907, hýsir miðstöð myndlistar á Austurlandi. Þá gaf Póst- og símamálastofnun Seyðisfjarð- arkaupstað Gömlu símstöðina, sem er eitt af Wathneshúsunum frá 1894 til safnastarfs, en þar eru bæjarskrifstofurnar einnig til húsa." Fyrsti menningarsamningurinn á Austurlandi Arnbjörg minnir á að fyrsti menningarsamn- ingurinn á milli rikis og sveitarfélaga hafi verið gerður á Austurlandi. „Hann var undir- ritaður árið 2001 og síðan hefur verið mark- viss uppbygging á sviði menningar og lista. Menningarráð Austurlands og menningar- fulltrúinn ekki síst, hafa unnið af mikilli fag- mennsku eins og nýleg úttekt Capacent sýnir." GoIf er vaxandi almenningsíþrótt hér á landi og golfvöllur er nauðsyn i hverjum ferðamannabæ. 21

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.