Hús & Búnaður - 01.08.1972, Blaðsíða 5

Hús & Búnaður - 01.08.1972, Blaðsíða 5
skrautlegt tré, ekki sízt í blómgun á vorin. Fræið er einnig mjög fallegt. — Skraut- hlyni ýmsa, sem aðallega eru runnar og mikið ræktaðir á Norðurlöndum, hef ég reynt, en þeir vilja misjafnlega gefast. Fall- egastur og harðgerastur af hlynarunnum í Garðshorni er Acer spicatum af fræi frá Kanada, og er öllum óhætt að láta hann í garð sinn. — Þá eru Acer ginnala og Acer mandsburicum mjög sæmilegir. Acer grosseri hersii er fallegur, en þarf skjól. Askur (Fraxinus) hefur gefizt mér vel, þ.e.a.s. hin venjulega tegund, er vex á Norðurlöndum, Fraxinus exelsior. ■— Frax- inus nigra af fræi frá Austur-Kanada er seinvaxin, en harðger. Gullregn vex ágætlega á Islandi, eins og kunnugt er. Þó ber að gjalda varhug við að planta ekki öðrum tegundum en venjulegu Gullregni (Laburnum alpinum), sem þrífst hér vel og blómstrar ágætlega. t Aðrar tegundir af Gullregni, sem ég hef reynt, hafa ekki viljað blómstra og kalið talsvert á vorin. 4 Skógarbeyki (Fagus sylvatica) vex hér hægt, en sæmilega. Það er svo dásamlega fagurt tré, að því ber að gefa meiri gaum en hingað til hefur verið gert. Lauf þess á vorin ber grænan lit, sem á sér engan líka og er einnig mjög fallega mótað. Skjól þarf tré þetta helzt að hafa. Hestakastaníur þrífast hér allvel, þótt ekki hafi ég fengið þær til að blómstra, enda eru trén nokkuð ung. Venjuleg Hesta- kastanía (Aesculus hippocastanum) er fljót- vaxin og talsvert harðger, en má ekki fá feitan jarðveg í uppvexti. Rauð Hestakast- anía (Aesculus carnea) er fullt eins harð- ger hér, þótt hún sé talin veikbyggð víða á Norðurlöndum, og finnst mér hún þola íslenzkt loftslag betur en hin fyrrnefnda. Eikur mun hér erfitt að rækta. Steineik (Quercus petraea) mun þrífast hér nokkurn veginn, en vaxa seint, hana hef ég ekki prófað. En Quercus palustris mun vera bezt þeirra eika, sem völ er á. Hún er mjög fögur, og laufið fær ljómandi skemmtilegan haustlit; en vissast er að láta hana í frekar magran jarðveg, að minsta kosti í uppvextinum. Quercus bicolor virðist einnig vaxa hér sæmilega. Það er forkunn- arfögur eik og líklegt að hana megi rækta í skjóli, t.d. milli húsa í Reykjavík. Aspartegundir eru margar til, og hef ég auðvitað ekki gert tilraunir með þær nærri allar. Alaskaöspin, sem skógræktin hefur til sölu, er forkunnar gott tré, eitt af þeim beztu, sem völ er á í garða okkar, því að ilmur þess á vorin og framan af sumri er blátt áfram dásamlegur. Islenzka Blæöspin getur orðið fagurt garðatré, og kostur hennar er það, hversu laufið ymur í vindi. Dönsk Blæösp (Populas tremula) þrífst hér einnig vel, en er þó naumast jafn harðger. Þá er Risaöspin — einnig frá Skógræktinni — (Populus trem- ula gigas) forkunnargott og fallegt tré, sem þrífst með afbrigðum vel í görðum hér, hefur fallegan, gráhvítan stofn og indælt vorlauf. Sá ókostur er á henni, að laufið þolir illa vind á vorin; verður þó síðar harðgerðara. Þá er Populus suaveolens, einhvers staðar austan úr heimi, líklega frá Síberíu, ágætt tré, en nokkuð seinvaxið. Stórfallegt tré er Gráöspin (Populus canescens), sem mætti reyndar kaila silfur- ösp, því að hún er miklu hvítari hér en á Norðurlöndum. Hún þrífst prýðisvel, einkum þegar hún er komin nokkuð á legg. Hún þarf góðan jarðveg, þó ekki of feitan til að byrja með. Annað stórfagurt tré er Populus candi- cans, sem nefna mætti stórblaðaösp. Hún þrífst hér vel, en þarf í æsku nokkuð magran jarðveg. Rússnesk ösp (Populus certinensis) er mjög laglegt tré með gráhvítum stofni, sæmilegt hér sunanlands, en þarf nokkra aðgæzlu. — Populus gelrica og Pobulus balsamifera eru sæmileg tré, en þurfa skjól. Stórfalleg er Platínuöspin (Populus alba pyramidalis), en því miður vandmeðfarin, þrífst þó sæmilega í skjóli. Blöðin eru úr „skíru silfri" og allt tréð gætt sérlegum þokka. Heggur (Prunus padus) er prýðisgóð planta, en þarf helzt að vaxa í skjóli og góðri jörð, gjarnan í vel ræktuðum gras- fleti, ef hún á að blómstra virkilega vel, að minnsta kosti hér sunnanlands. Þá eru það víðitrén (Salix). Það má líka kalla þau Pílviði. Fljótvaxið og fallegt tré nefnist Seljupíll (Salix caprea). Kvenplantan af þessari teg- und þrífst ágætlega á Islandi og getur orðið átta til tíu metra há með breiðvax- inni krónu og fögru laufi. Karlplantan er enn fallegri, með Ijósari stofni, en ekki eins harðger og hættir til að verða kræklótt. Gljávíðirinn er beztur af stiklingum trés- ins, sem vex í bæjarfógetagarðinum í Reykjavík (Salix pentandra). Hann hefur fallegt, dökkgrænt, skinnkennt lauf, sem engin skordýr virðast vinna á, og er laus við alla sjúkdóma. I uppvextinum hættir honum til að kala dálítið, en þó ekki til skaða, og þetta iagast, þegar tréð vex upp. Hjálpa þarf Gljávíðinum með klippingu, ef hann á að verða einstofna tré, og verður stundum að hafa við hann róttækar að- gerðir, til þess að það megi heppnast. Þá eru það víðitegundir skógræktarinnar: Salix lanceolata og Salix smitiana. Hinn síðarnefndi er blöndun af S. caprea og S. viminalis, að talið er, enda auðséð á stofni hans, að hann er af capreakyni. Það er snotur víðir síðari hluta sumars, en almennt illa vaxinn hér og kelur tals- vert. — Aftur á móti er S. lanceolata full- komlega harðger, en fær sjaldan fallegan stofn og verður því alloft mjög stór runni, ágætur í hávaxin skjólbelti. Hann kelur Iítið sem ekkert og er allsnotur. S. dasyclados er stórvaxinn og fallegur, en honum hættir til að kala. Beztur er hann í magurri jörð, og hið sama má segja um S. smithiana. Þeir verða báðir fallegastir í frjóu votlendi, þar sem gras er gisið. Salix puchra er prýðilegt tré, alloft marg- stofna, en feikna harðgert og snoturt vel. Það þrífst sæmilega í mögrum jarðvegi, en óhætt er að gefa því mat. Hafa sumir nefnt pílvið þennan Fagurvíði, en réttara myndi að hafa það nafn á Salix acutifolia sem er ennþá fallegri og beinvaxnari og getur mæta vel orðið einstofna tré. Til er í Garðshorni blöndun af S. acutifolia og S. caprea, sem er hið ágætasta tré og heppi- legt í íslenzkum gróðri. Hefur það stund- um verið nefnt S. erdingeri, en ég tel það rangnefni. Salix rostrata fékk ég frá Finnlandi, en er ekki fulviss um, að hann sé rétt nefndur. Það er prýðilegt garðatré, sem getur vel orðið einstofna, fljótvaxið og feikna harð- gert, kelur þó stundum lítið eitt á fyrstu árum sínum. PÍIviður þessi hefur stór og falleg blöð, er því ágætur til skjóls og þolir vel alls konar hnjask. Loks má nefna Salex myrsinifolia, sem áður hefur verið nefndur S. nigricans. Hon- um hættir til að verða runni, ef ekki er tekið snemma í taumana og stofninn klipptur að neðan. Reynirinn vex villtur á íslandi, þ.e.a.s. ein tegund hans, Sorbus aucuparia, fallegt tré, bæði með blómum og berjum. Ennþá fegurri er hinn grænlenzki Sorbus decora, sem réttara væri kannske að kalla afbrigði af S. americana. Eitt tré af afbrigði þessu vex í Garðshorni og hefur talsvert stærri blóm og fagurrauðari ávexti en íslenzki reynirinn. Fegursta reynitréð í Garðshorni ber Ijós- rauð blóm og er, eftir því, sem ég kemst næst, blöndun af S. chamaemespilus, og S. aria, þótt ekki þori ég að fullyrða þetta. Tré þessu bjargaði ég hálfdauðu undan beljum eins góðkunningja míns, en þær voru búnar að naga það niður í rót. Tókst mér með erfiðismunum að halda því lifandi, og nú er það vaxið úr grasi, komið á aðra mannhæð og ber mikinn fjölda dásamlegra blóma sumar hvert, en síðan gtíðarstór, blóðrauð ber á haustin. Verða nú aldar upp undan því trjáplöntur, sem vonandi eiga eftir að prýða marga íslenzka garða í framtíðinni. Annað fegursta reynitréð í Garðshorni er Platínureynir (Sorbus aria lutescens). Það hefur silfurhvít blöð, er harðgert mjög og vex hratt. Þolir það íslenzkt loftslag með ágætum, og vona ég, að það breiðist hér fljótt út í görðum, því að það er með glæsilegustu trjám. Hægt er að fá það bæði frá Vestur-Noregi og Danmörku. 5

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.