Hús & Búnaður - 01.08.1972, Blaðsíða 3

Hús & Búnaður - 01.08.1972, Blaðsíða 3
Af hverju er Kalli svona? Eftir G. W. TARGET Ef börn þín eru yfirgangssöm, hávær og þolinmæði þín á þrotum og þér finnst, að hin löngu skólafrí muni aldrei taka enda, þá skaltu lesa þessa frásögu. Að loknum lestri hennar er það von mín, að hugur þinn fyllist þakklætiskennd. Það kemur að því í lífi sérhvers manns, fyrr eða síðar, að allt virðist vera að fara úrskeiðis. Erfiðleikar og tilgangsleysi lífsins virðast vera að vaxa þér yfir höfuð. Ef þú tekur upp krukkuna með ávaxtamaukinu, missir þú hana í gólfið, sama gegnir um mjólkurhyrnuna. Rafmagnsöryggin brenna yfir, þegar sízt varir, það hellirignir hvern einasta dag og allt gengur á afturfótunum. Og það er segin saga, að þegar þannig stendur á, koma börnin heim úr heima- vistarskóalnum í fríin sín. G.rein þessi er þýdd úr ensku, en í Eng- landi gengur mikill fjöldi barna í heima- vistarskóla, og skólafríum er þar hagað á annan hátt en títt er á Islandi. Engu að síður breytir það eigi boðskap greinarinnar og því þótti ekki ástæða að færa hana yfir á íslenzka staðhætti. Alltaf koma þau á fimmtudögum, en aldrei á mánudögum, sem hentaði vissulega okkur foreldrunum miklu betur. Og þessi eilífu frí virðast sífellt vera að aukast og lengjast. Það á víst að heita svo, að vesalings kennararnir þurfi aukna hvíld og hressingu. Hvað þá um okkur foreldragreyin, sem aldrei komumst bæjarleið og fáum þar að auki ekki borgað fy.rir allt barnaamstrið?! Framh. á bls. 19 . r .jmm jjl Kpr PfJp'' m ílr k X i II %.J ‘■í S m 9 iWitAL, yWMi 3

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.