Hús & Búnaður - 01.08.1972, Blaðsíða 6
Veggklæðning
ÞVÍ EKKI AÐ LÍFGA UPP Á
VEGGINA?
Það, sem þú þekur veggina með í dag,
er ekki lengur hægt að afgreiða með orð-
inu veggfóður. Orðið veggklæðning er
miklu víðtækara og um leið nærtækara,
því það getur ekki siður átt við efni úr
taui eða plasti, eins og pappír.
2.
Framleiðslan er orðin svo fjölbreytt, að
um nær ótæmandi möguleika er að ræða.
Hægt er að velja um dumbungslegt vinyl,
skinandi plötur af ýmsum gerðum, svo
ekki sé minnst á úrvalið af flosi, ef ein-
hver dæmi eru nefnd. Þar fyrir utan eru
veggklæðningar orðnar mun ódýrari en
áður var og því er mun auðveldara fyrir
fólk að nota sér þá möguleika, sem þær
gefa.
Flestar veggklæðningar, sem framleidd-
ar eru í dag, eru gerðar úr þvottheldum
efnum, og viðhaldskostnaðurinn verður
því hverfandi, miðað við gömlu betrekkin.
Þegar amma var ung, var sífelld hræðsla
um að betrekkið yrði óhreinkað, og þá
var jú ekki hægt að þvo óhreinindin af,
og svo voru bragðdaufir litir allsráðandi.
Nú þykir sjálfsagt að nota fjörleg blóma-
mynstur, og jafnvel stærðfræðileg mynstur
vekja enga hneykslun. Sömu sögu er að
segja um hrufótta áferð. Fleira og fleira
fólk klæðir nú innveggi með ýmsum efn-
um af ýmsum gerðum og geta látið ævin-
týralöngunina ráða því, á hvað það horfir.
Það er af, sem áður var.
Vinyl er töfraorðið í heimi veggklæðn-
inga. Það getur bæði verið um að ræða
pappirsvinyl og tauvinyl, og hægt er að
þvo flestar tegundir vinyls með vatni og
sápu. Það þarf aðeins að gæta þess, hvort
tekið sé fram á klæðningunni, þegar hún
4.
6