Hús & Búnaður - 01.08.1972, Blaðsíða 9

Hús & Búnaður - 01.08.1972, Blaðsíða 9
ur, sem hafði fengið fullmikið af þessu eitri, — kornung stúlka — og ég hjúkraði henni líka. Á meðan flýttu hinir sér í burtu.“ Hann þagnaði. ,,Svo,“ sagði Poirot, „hafið þér fengið tíma til að átta yður á hvað um var að vera.“ „Rétt. Ef þetta hefði verið venju- leg drykkjuveizla þá myndi allt hafa verið á enda. En þegar um svona eiturlyf er að ræða þá er öðru máli að gegna.“ „Þér eruð alveg viss um að ekki sé um neitt að villast?“ „Já, það er enginn efi á því, að það var kókain, sem ég fann þarna í glerdós — hvítt duft sem tekið er í nefið, eins og þér vitið. Spurning- in er bara sú, hvaðan það er feng- » ið. Mig minnir, að þér hafið ein- mitt minnst á það við mig núna um daginn, að eiturlyfjanautn væri að breiðast út um þessar mundir.“ Hercule Poirot kinkaði kolli og sagði: „Svo mikið er víst, lögreglan mun fá mjög mikinn áhuga á að tala við fólkið sem hér var í kvöld.“ „Það er nú svo ...“ sagði Mic- hael Stoddart dapur í bragði. Poirot leit til hans með skyndi- lega vaxandi athygli. „Þér eruð víst ekki — yður er þó ekki einhverra hluta vegna illa við að lögreglunni sé blandað í málið?“ spurði hann. Michael Stoddart varð vand- ræðalegur. „Stundum kemur það fyrir að saklaust fólk verður bendlað við ..“ „Er það frú Patience Grace, sem þér berið fyrir brjósti?“ „Nei, það er öðru nær. Hún lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og hefur áreiðanlega unnið til þess að komast undir manna hendur.“ „Er það þá hin, sú unga?“ spurði Poirot varlega. „Hún lætur sér auðvitað ekki allt fyrir brjósti brenna heldur, að nokkru leyti, það er að segja hún heldur sjálf að svo sé. En sann- leikurinn er sá, að hún er ung og skortir lífsreynslu — dálítið villt og þar fram eftir götunum — en það er bara af því að hana langar til að kynnast lífinu og þarf að hlaupa af sér hornin. Hún lendir í svona sukki, af því að hún heldur að það sé fínt, eða tízka, eða eitthvað því um líkt.“ Poirot brosti lítið eitt. „Þér hafið hitt hana, þessa stúlku, fyrr en í kvöld?“ spurði hann hæversklega. Michael Stoddart kinkaði kolli. Hann var unglingslegur og feimn- islegur á svip. „Ég kynntist henni dálítið í Mentonshire, á veiðimannaballinu. Faðir hennar er fyrrverandi hers- NÝ STUÐLA- LAUSN SRILRUM Léttur veggur með hillum og skápum, sem geta snúið á báða vegu. Smíðaður í einingum og eftir máli, úr öllum viðartegundum. Teikning: Þorkell G. Guðmundsson húsgagnaarkitekt. SÖLUSTAÐIR: Sverrir Hallgrímsson, Smíðastofa, Trönuhrauni 5. Sími: 51745. Hús og skip. Sími: 84415. Híbýlaprýði, Hallarmúla. Simi: 38177. wm ft' ; 9

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.