Hús & Búnaður - 01.08.1972, Blaðsíða 7

Hús & Búnaður - 01.08.1972, Blaðsíða 7
5. er keypt, hvoxt hún þoli þvott. Það er jafnvel hægt að nota sterk þvottaefni á vinylklæðningu, ef þess er gætt að þvo þau vel af. En í guðs bænum farið ekki að nota stálull eða eitthvað því um líkt á veggfóðrið! Eitt af mörgu, sem gera þessar nýju veggklæðningar svo hagkvæmar, er það, hve auðvelt er að ná þeim af. Efnasam- setningin er þannig gerð, að i mörgum tilfellum er vatn ekki einu sinni nauð- synlegt. Því er ekkert auðveldara, þegar flutt er í aðra íbúð, en að taka vegg- klæðninguna með sér og hengja hana upp á nýja staðnum. Eða þá þegar breyta á gestaherberginu í barnaherbergi, þá er klæðningunni með dýramyndunum bara flett af eins og hýði af banana. Ef til vill er mesta byltingin í vegg- klæðningu síðustu ára tilkomin með notk- un málmplatna. Ekki sízt vakti þetta at- hygli, vegna þess, að það þótti vera í takt við króm- og stáltízkuna, sem öllu ræður nú til dags. Fyrst var silfurlitur allsráðandi, en síðan kom gull og eir, auk fjölda annarra tegunda, svo hægt er að velja milli margra ólíkra tegunda af þess- ari glæsilegu tegund af veggklæðningu. Þar sem hér er um að ræða þunna málmplötu, sem sett er á pappír eða tau, verður veggurinn skilyrðislaust að vera alveg sléttur, og þarf þá yfirleitt sérstakan fóðurpappír á vegginn áður en klæðn- ingin er sett á. Undir sumum kring- umstæðum er hætta á að málmklæðning missi gljáa, og því rétt að kynna sér vand- lega leiðbeiningar framleiðenda um alla meðferð, þegar slík klæðning er keypt. Nú á tímum þráum við öll að komast á gras við og við og er það sennilega ástæðan fyrir því, kvað grasklæðning er nú mjög í tízku, enda lítur hún mjög eðlilega út. Hér áður voru það einkum Japanir, sem voru einkar lagnir í fram- leiðslu á slíku og límdu þeir einfaldlega gras á vefnaðinn. Nú er þetta prentað á vinyl og þykir nærri því jafn eðlilegt. Þessi grasklæðning er fáanleg í mjög fín- legum litum og þykir sérlega heppileg á auða veggi og passar yfirleitt ágætlega, þótt allt önnur klæðning sé á öðrum veggjum herbergisins. Grasklæðning er sérstaklega heppileg sem bakgrunnur fyrir málverk og þá ekki síður fyrir kínverska postulínið, ef ein- hver er nú svo heppinn að eiga slíak dýr- gripi. Þessar klæðningar eru til í mjög fjölbreyttu litaúrvali og því er bezt að skipuleggja vel, hvaða tegundir fara saman, áður en farið er að setja á veggina. Þá er það ein tegund í viðbót, sem hefur öðlast miklar vinsældir, og það er korkur. Orþunnt lag af korki er límt á pappír, og síðan er borið þunnt lag af plasti á korkinn til að hlífa honum. Kork- klæðninguna er líka hægt að.fá með sjálf- límandi baki, en þá er ekki hægt að fletta slíkri klæðningu af, heldur verður að skrapa hana burtu, og þar með er hún ónýt. Korkinn er hægt að nota hvar sem er í húsinu, nema í eldhúsi og baðher- bergi, þar sem gufan getur eyðilagt hann. Veggmálverk er ein elzta tegund vegg- klæðningar, sem menn þekkja, og getum við rakið slíkar skreytingar allt aftur til hellisbúa. Möguleikarnir eru óendanlegir, hvort heldur er innan dyra eða utan. Ef til vill er það grafik, sem mest er í tízku núna af þessum veggmálverkum, en það er heldur ekkert á móti því að gera fallega landslagsmynd, ef fólk vill komast nær náttúrunni, ef svo mætti segja. Nú, svo er að sjálfsögðu hægur vandinn að fá sér nýja klæðningu, ef maður verður leiður á landslaginu einn góðan veðurdag. Sá siður, að klæða veggi með vefnaði, er kominn allt frá þeim tíma, þegar höfð- ingjarnir bjuggu í köstulum og þótti nóg um, hve veggirnir voru kaldir og drunga- legir. Veggklæðning úr vefnaði gefur her- berginu hlýlegt útlit, og þar fyrir utan er hún tilvalin til þess að skýla skemmd- um og ljótum veggjum. Margar tegundir eru með pappírsbaki til þess að auðveld- ara sé að koma þeim fyrir. Aðrar er hægt að festa upp á grind, og einnig er hægt að festa þær með hefdbyssu. Eins og sjá má af því, sem hér hefur verið nefnt að framan, eru það ótrúlega miklir möguleikar, sem hinar ýmsu teg- undir veggklæðninga gefa. Það er bara um að gera að nota hugmyndaflugið, þegar ákveðið er, hvaða tegnudir og liti skal nota. En eins og áður hefur verið sagt, er ekki stór skaði skeður, þótt fólk fái leið á einum lit; þá er bara að fletta klæðningunni af og fá sér nýtt. Til þess að láta lítil herbergi sýnast stærri, þá notið fremur kalda og hlutlausa liti. Ágætt er að nota sinn hvorn litinn á hvern vegg, og líka gerir það skemmti- legri svip að hafa t.d. vefnaðarklæðningu á einum og myndaklæðningu á öðrum. Stórrósótt veggklæðning gerir tómlegt herbergi mun fyllra og lætur háa veggi sýnast lægri. Ef láta á þröngt og mjótt herbergi líta út fyrir að vera breiðara, notið þá lárettar rendur fyrir enda her- bergisins, og það verður ekki hægt að komast hjá því að taka eftir því, hvað breydngin verður mikil. Ef herbergi er óreglulegt í lögun, eins og er t.d. með kvistherbergi, þá veljið klæðningu á vegg- ina í samræmi við húsgögnin og hafið klæðninguna eins á öllum veggjunum. Þar sem veggirnir eru mest áberandi í hverju herbergi, er það mjög eðlilegt, að fólk vilii hafa þá sem skemmtilegasta úr garði gerða. Og þess vegna er oft hægt að sjá það með því aðeins að horfa á veggi í húsi, sem komið er í, hvort íbú- arnir hafa einhverja hæfileika til að gera vistlegt í kringum sig eða ekki. Það er því bezt að hætta að segja: „Eg get ekki gert þetta". eða: „O, þetta herbergi, þetta herbergi!" og annað í þeim dúr. Drífið ykkur í að kynna ykkur það úrval, sem til er af veggklæðningum, og síðan af stað og lífgið upp á heimilið! Við höfum reynt að gefa ykkur nokkrar leiðbeiningar, sem vonandi koma að ein- hverjum notum. 1. „Meðal beztu vina minna eru deplar", gæti átt við hið sérkennilega mynstur á þessari veggklæðningu. 2. Blómin hafa lengi verið notuð á vegg- fóður, en hér er lífgað upp á þessa fyrir- mynd með björtum litum og skemmtilegu mynstri. 3. Hér er skemmtilegur veggur með myndum og slagorðum, og eru myndirnar í frum- litunum. Vekur athygli, ekki satt? 4. Margar tegundir af veggklæðningu er hægt að þvo með vatni og sápu án þess að valda skemmdum. 5. Svona klæðning með blómvöndunum er vinsæl í dag. 6. Vinyl-klæðning er einkar heppilegur bak- grunnur málverka og annarra mynda. 7

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.