Hús & Búnaður - 01.08.1972, Blaðsíða 22

Hús & Búnaður - 01.08.1972, Blaðsíða 22
stúlkur koma sokkalausar í kirkju, en þetta ... bíðum nú við, um hvað vorum við að tala?“ „Það er ég ekki alveg viss um.“ „Þér eruð meiri lómurinn. Þér ætlið þá ekki að segja mér eins og er, hvort frú Larkins myrti mann- inn sinn? Er Anthony Hawker kannski við málið riðinn?“ Hún horði á hann vonaraugum, en andlitsdrættir Poirots högguð- ust ekki. „Það er ef til vill út af skjala- fölsun eða einhverju slíku?“ hélt frú Cathmay áfram. „Ég sá frú Larkins í bankanum einhvern morguninn og hún var að leysa út fimmtíu punda handhafaávísun — mér datt í hug, hvað hún gæti ætlað að gera við svona mikla kontantpeninga. Æ, nei, nú er ég að vaða reyk — ef hún væri falsari ætti hún fremur að hafa verið að leggja inn, er það ekki? Poirot, ef þér ætlið að halda áfram að vera svona eins og áll hérna, þá endar það með því að ég kasta einhverju í yður.“ „Þér verðið að hafa svolitla þol- inmæði,“ sagði Poirot. Húsið, sem Grant hershöfðingi hafði tekið á leigu, var ekki mjög stórt. Það stóð í brekku, því fylgdi velbyggt og stórt hesthús og um- hverfis íbúðarhúsið var velræktað- ur og fallegur skrúðgarður. Innanstokksmunir allir voru dýr- ir og vandaðir. Buddhalíkneski og ýmsir indverskir skartmunir voru áberandi. Grant hershöfðingi sat í stórum, snjáðum og gamaldags hægindastól. Hann hvíldi annan fótinn á skammeli. „Gigt,“ sagði hann og benti á fótinn. „Hafið þér nokkurn tíma haft gigt, herra minn------nafnið var — eh — Poirot, var það ekki? Já, gigtin fer í taugarnar á manni og getur gert mann óþolandi af geðillsku. Ég hef erft hana úr föð- urættinni. Faðir minn var gigt- veikur og afi minn líka — þeir drukku portvín alla sína ævi. Ég hef verið með sama marki brennd- ur. Má bjóða yður glas? Vilduð þér vera svo góður og hringja bjöll- unni þarna fyrir mig?“ Indverskur þjónn með vefjarhött á höfði kom inn. Grant hershöfð- ingi nefndi hann Abdul og bað hann um að koma með wisky og sóda. Þegar það kom, hellti Grant svo stórum sjúss í glösin að Poirot ofbauð og hafði orð á því. „Þetta er nú ekki mikið, góði Poirot,“ sagði hershöfðinginn og horfði með hryggðarsvip á guða- veiginn. „Læknirinn minn segir að það sé eitur fyrir mig að bragða áfengi. Býst ekki við að hann hafi meira en svo vit á því. Samvizku- lausir menn, þessir læknar. Skilja ekki lífið. Hafa gaman af að banna manni að borða góðan mat eða drekka góða drykki og segja manni að borða ýmis konar óþverra eins og reyktan fisk. Reyktan fisk — úha!“ Niðurlag í næsta blaði. Shelltox FLUGIMA FÆLAIM Hafið þér ónæði af flugum? Við kunnum ráð við því Á afgreiðslustöðum okkar seljum við SHELL flugnafæluspjaldið. Spjaldið er sett upp og engar flugur í því herbergi næstu 3 mánuðina. Spjaldið er lyktarlaust, og fæst í tveim stærðum. OlíufélagiÖ Skeljungur hf Shell HÚSMUNASKÁLINN Klapparstíg 29 - Sími 10099 Stœrsta verzlun landsins með eldri gerð húsgagna og húsmuna, 22

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.