Hús & Búnaður - 01.08.1972, Blaðsíða 11

Hús & Búnaður - 01.08.1972, Blaðsíða 11
sér til hryggðar, að hin útsláttar- sama yngri kynslóð hafði ekki heyrt hans getið. En það var bersýnilegt að Sheila Grant vissi deili á honum. Hún varð orðlaus — utan við sig og starði þögul á hann von úr viti. Sagt hefur verið, hvort sem nokkur ástæða er fyrir því eða ekki, að allir eigi föður- eða móður- systir í Torqnay. Það hefur einnig verið sagt að allir eigi að minnsta kosti afa- eða ömmusystir í Mertonshire. Mer- tonshire er í mátulegri fjarlægð frá London. Þar er mikið um veiðar og hverskonar útisport, þangað liggja járnbrautarspor og bílvegir hvaðanæva frá og þar er fögur út- sýn. Þar er yfirleitt ekki hægt að dvelja sem gestur nema útsvarið sé hátt og pyngjan full. Hercule Poirot var útlendingur — Belgíumaður, eins og við vitum — og átti því enga frændur hvorki í Mertonshire né annars staðar í Englandi. En hann hafði aflað sér margra vina, og var alltaf aufúsu- gestur þeirra. Nú heiðraði hann með heimsókn sinni eina ágæta hefðarfrú, sem hafði það að sínu mesta áhugamáli að æfa tunguna með því að tala um náungann. Poirot var lítt spenntur í að vera viðstaddur þessar æfingar hennar, nema ef þær snerust um mannorð þeirra, sem hann þekkti. „Grantfólkið? Já, já, þær eru fjórar systurnar. Ég get vel skilið að aumingja Grant hershöfð- ingi ráði ekki við þær. Hvernig getur karlmaður haft stjórn á fjór- um, gjafvaxta stúlkum?“ Frúnni var mikið niðri fyrir og talaði með miklu handapati. Poirot sagði: „Já, það er víst enginn hægðar- leikur.“ Frú Cathmay hélt áfram án þess að hika: „Mér hefur verið sagt, að hann hafi verið strangur og siðvandur við undirmenn sína í hernum. En dæturnar fara alveg í kringum hann. Honum er líka farið að förl- ast. Samt held ég að þetta séu beztu stelpur — dálítið blóðheitar og hafa komist í slæman félagsskap, en eru beztu skinn. Hingað koma margir og þeir misjafnir. Það er af sem áður var. Nú eru það peningar og aftur peningar og það sem þeim fylgir.“ „Þekkið þér Antony Howker?“ spurði Poirot, og gat þó með naum- indum skotið spurningunni inn í ræðuna. „Hann, já víst þekki ég hann. Það finnst mér leiðindamaður. En hann virðist vaða í peningum. Hann kom hingað til þess að vera á veiðum og hann heldur selsköp — og þau víst ekki fín, þvert á móti, meira að segja mjög ein- kennileg hóf ef svo má segja og ef nokkuð er að marka það sem sagt er. Reyndar trúi ég ekki kjaftasög- Framh. á bls. 20 TA1I8CHER SOKKABUXVR Umboðsmenn: Höfum jafnan í fjölbreyttu litaúrvali fyrirliggjandi T auscher-sokkabuxur 20—30 den. Ágnst Armann lit. Símí 22100

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.