Morgunblaðið - 02.11.2011, Side 1

Morgunblaðið - 02.11.2011, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2. N Ó V E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  257. tölublað  99. árgangur  ELDGOS, FLUGUR, NÁTTÚRUGRIPA- SAFN OG HÁVAMÁL LEIKA OG SYNGJA LÉTTIR Í LUND GOTT AÐ HRÆÐA BÖRN Í GÓÐU HÓFI HEIMA ÞRJÁR STJÖRNUR GRM 32 ÆVINTÝRI OG DRAMATÍK 10NÝJAR BARNABÆKUR 33 Reuters Selja? Verðbréfasali í London fylgist í of- væni með þróun á mörkuðum í gær.  Mikil lækkun varð á mörkuðum í Evrópu í gær vegna ákvörðunar Georgs Papandreous, forsætisráð- herra Grikklands, um þjóðar- atkvæði vegna skilyrða evruríkj- anna fyrir efnahagsaðstoð. Verðfall varð líka talsvert í New York, Dow Jones féll um tæp 2,5% og Nasdaq tæp 2,9%. Lækkunin gekk um hríð til baka þegar fréttist að Papandreou hefði líklega ekki þingmeirihluta fyrir ákvörðuninni. Robert Peston, fréttaskýrandi BBC, sagði þjóðaratkvæðið valda ringulreið en varla færu menn að andmæla sjálfu lýðræðinu í Grikk- landi. „Hvernig í ósköpunum ætti efnahagsleg viðreisn að geta fylgt í kjölfar þessara aðhaldsaðgerða án þess að gríska þjóðin hefði sam- þykkt þær?“ spurði Peston. »16-17 Verðfall vegna fyrir- hugaðs þjóðarat- kvæðis í Grikklandi Margvíslegur vandi » Hluta þeirra barna sem fá meðferð á Stuðlum hefur verið vísað úr grunnskóla vegna neyslu. » Mörg þeirra eru með vægar þroskaraskanir og hafa ekki fengið aðstoð við hæfi í grunn- skólum. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Sólveig Ásgrímsdóttir, forstöðumað- ur Stuðla, segir að tilhneigingar til að skaða sjálfan sig gæti í æ ríkari mæli meðal þeirra unglinga sem þangað koma til meðferðar. „Sum skaða sig vísvitandi með neyslu,“ segir Sólveig og segir ástæðuna meðal annars vera vanlíðan, sem geti brotist út í skeyt- ingarleysi um eigið líf og heilsu. „Það er erfitt að vinna með fólk sem býr yfir virðingarleysi gagnvart sjálfu sér og öllu öðru,“ segir Sólveig. Hún segist hafa á tilfinningunni að þeim sem líði illa líði verr nú en áður. Þeir sem starfa að meðferðar- úrræðum fyrir börn og unglinga segja að allflestir unglingar séu vel meðvitaðir um skaðsemi fíkniefna, en kjósi engu að síður að neyta þeirra. Þetta segir Brynhildur Jens- dóttir, ráðgjafi í Foreldrahúsi, sem rekið er af samtökunum Vímulaus æska. Hún talar um „Generation ME“ eða „Ég-kynslóðina“ í þessu samhengi. Ástandið sem skapaðist á Stuðlum síðustu helgi, þegar unglingar ógn- uðu starfsmönnum og reyndu síðan að flýja, er ekkert einsdæmi að sögn starfsfólks. Slíkt gerist þó ekki oft. Þeir hafa þó fengið mjög alvarlegar hótanir, sem hafa jafnvel beinst að fjölskyldum þeirra, og segja það verra en að lenda í átökum. Sólveig segir að þegar slíkt komi upp sé mik- ilvægt að veita stuðning og fyrir- byggja að það endurtaki sig. MKrakkarnir á Stuðlum »6 Skaða sig vísvitandi  Sum af börnunum á Stuðlum hafa verið utan grunnskóla í langan tíma  Þeim fjölgar sem skaða sig sjálf  Starfsfólk Stuðla hefur fengið alvarlegar hótanir Ljósmynd/Hilmar Bragi Gistiheimili Gistihús Keflavíkur rekur stórt gistiheimili á Ásbrú. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framboð gistirýmis á Suðurnesjum hefur aukist umtalsvert og er meg- inhluti aukningarinnar í húsnæði á Ásbrú, gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Hóteleigendur í Keflavík eru ósáttir og gagnrýna opinber fyrirtæki og fyrirtæki í eigu banka fyrir að leigja húsnæði út til þessara nota gegn lágri leigu. Sam- keppnisskilyrðin séu ójöfn. „Við erum búin að leggja aleigu okkar í þetta og maðurinn minn er búinn að vinna baki brotnu við upp- bygginguna í mörg ár. Svo var allt í einu, nánast í skjóli nætur, búið að opna gistiheimili í húsnæði sem her- inn skildi eftir, í beinni samkeppni við okkur,“ segir Bryndís Þorsteins- dóttir, einn af eigendum Hótels Keil- is sem opnaði hótel í Keflavík fyrir fjórum árum. Hún vísar til gisti- heimilis sem var opnað í húsnæði Háskólavalla árið 2009. Háskólavellir eru í eigu banka, fasteignafélags og þrotabúa fjár- málafyrirtækja og hafa keypt fjölda eigna á varnarsvæðinu. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík, fagnar uppbyggingu á svæðinu en segir samkeppni þurfa að vera á réttum grundvelli. „Við þurfum að leggja í mikinn kostnað við uppbyggingu okkar aðstöðu og að viðhalda henni. Þessir aðilar þurfa ekki að leggja krónu í slíkt. Þeir eru með veltutengda leigu. Geta lokað í viku ef lítið er að gera og fengið viðbótarhúsnæði ef mikið er að gera. Það getur enginn keppt við slíkt,“ segir Steinþór. Segja samkeppnina vera ójafna  Hóteleigendur í Keflavík gagnrýna opinber fyrirtæki og fyrirtæki í eigu banka MÓsátt við samkeppni »14 Liðsmenn Garðyrkjustöðvar Sigrúnar á Flúðum, Íris Georgsdóttir, Þröstur Jónsson og Sigrún Pálsdóttir, taka upp hvítkál í gær. „Við tókum upp þrjú tonn í dag, þetta er afbrigði sem við prófuðum fyrst í fyrra, 120 daga kál,“ segir Þröstur. „Venjulegt geymslukál er 100 daga að spretta en við tökum þetta upp seinna á haustin, það vex hægar og geymist betur. Þetta tókst þokkalega í fyrra en nú erum við svolítið sein.“ Seinsprottið hvítkál tekið upp 1. nóvember Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson  Að mati Lands- samtaka lífeyr- issjóða mun 10,5% fjársýslu- skattur íþyngja sjóðunum um- talsvert og leiða til þess að lífeyr- isréttindi skerð- ast um 1% á tíu ára tímabili. Frumvarpi fjár- málaráðherra um lögleiðingu skattsins var dreift á Alþingi í gær. Hann á að leggjast á heildarlauna- greiðslur fjármálafyrirtækja, Íbúðalánasjóðs, vátrygging- arfélaga og lífeyrissjóða. »12 1% skerðing lífeyr- isréttinda á 10 árum Á opnum fundi um samkeppn- isáhrif eignarhalds banka á fyr- irtækjum í gær sagði Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, að Icelandair hefði hvorki leitað eftir til- boðum frá Múrbúðinni né Byko í tengslum við miklar breytingar á hóteli sínu á Akureyri í vor. Allt efni var keypt í Húsasmiðj- unni, sem er í eigu Framtaks- sjóðsins, en sjóðurinn á 30% hlut í Icelandair. »16 Leitaði ekki tilboða GAGNRÝNIR ICELANDAIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.