Morgunblaðið - 02.11.2011, Side 4

Morgunblaðið - 02.11.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2011 Sannkallað vetrarveður hefur verið á Ísafirði síðustu daga. Starfsmenn Ellingsen þar í bæ létu veðrið ekki á sig fá þegar þeir unnu við víra- splæsingar niðri við höfn í gær. Kalt var í veðri og vindur yfir 20 m/sek um tíma. Ekki hefur ver- ið flogið til Ísafjarðar í nokkra daga vegna veð- ursins og ekki er útlit fyrir flugveður í dag. Illfært hefur verið um suma fjallvegi á Vest- fjörðum síðustu daga. Vegurinn yfir Þröskulda er t.d. enn lokaður. Góð færð er um Djúp og fara flutningabílar um Strandir og yfir Holtavörðu- heiði. egol@mbl.is Splæsa vír í kuldanum á Ísafirði Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Flug hefur legið niðri til Ísafjarðar síðustu daga og erfið færð er yfir suma fjallvegi Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Ég lít ekki svo á að þetta hafi nein- ar stjórnkerfisbreytingar í för með sér þannig að ég sá ekki ástæðu til þess að leggjast gegn umsókn þess- ara aðila,“ segir Katrín Jakobsdótt- ir, mennta- og menningarmálaráð- herra, um fjárstyrk úr svonefndum IPA-styrktarsjóði Evrópusam- bandsins sem gert er ráð fyrir í fjár- lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fái í tengslum við umsókn Íslands um inngöngu í sambandið en starfsemi miðstöðvarinnar heyrir undir henn- ar ráðuneyti. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð ályktaði á landsfundi sínum um helgina að flokkurinn myndi „tryggja að íslenskt stjórnkerfi verði ekki aðlagað stjórnkerfi ESB á meðan á aðildarviðræðum stend- ur.“ Þegar ályktunin var borin upp á fundinum til samþykktar eða synj- unar af Stefáni Pálssyni, sem stýrði vinnu utanríkismálahóps, gat hann þess í samræmi við samkomulag í hópnum, að með orðalagi ályktunar- innar væri meðal annars átt við við- töku IPA-styrkja vegna krafna frá Evrópusambandinu um aðlögun. Þátttaka í sjóðum ESB Sótt hefur verið um IPA-styrki vegna verkefna sem heyra undir tvö ráðuneyti sem stýrt er af VG. Auk mennta- og menningarmálaráðu- neytisins er um að ræða umhverf- isráðuneytið sem Svandís Svavars- dóttir fer fyrir, en umræddir styrkir eru hugsaðir til þess að undirbúa umsóknarríki fyrir inngöngu í Evr- ópusambandið. Einnig er gert ráð fyrir IPA- styrkjum vegna verkefna á vegum iðnaðarráðuneytisins og efnahags- og viðskiptaráðuneytisins sem stýrt er af Samfylkingunni, meðal annars til þess að búa Hagstofu Íslands undir inngöngu í Evrópusambandið og búa Ísland undir þátttöku í at- vinnu- og byggðaþróunarsjóði sam- bandsins. Þá er áðurnefndu verk- efni sem heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneytið ætlað að búa Ísland undir þátttöku í félags- og vinnumarkaðssjóði Evrópusam- bandsins. Er samtals gert ráð fyrir styrkjum frá sambandinu upp á rúmlega einn milljarð króna fram til ársins 2015 sem að mestu leyti fer til verkefna á vegum ráðuneyta VG. Enn hefur ekki verið tekið við neinum IPA-styrkjum, að sögn Öss- urar Skarphéðinssonar utanríkis- ráðherra, en þingsályktunartillaga um ráðstöfun þeirra og eftirlit Evr- ópusambandsins með henni verður lögð fram á Alþingi síðar í vetur. Innganga í ESB undirbúin  IPA-styrkir til verkefna á vegum ráðuneyta hugsaðir til undirbúnings fyrir inn- göngu í Evrópusambandið  Andstaða VG við aðlögun nær til slíkra styrkveitinga Katrín Jakobsdóttir Stefán Pálsson Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ríkisendurskoðun leggur til í nýrri úttekt, sem hún gerði að beiðni kirkjuráðs í fyrra, ýmsar breytingar á skipulagi og starfsemi þjóðkirkjunnar og segir að skortur sé á heildstæðri stefnu um málefni Biskupsstofu. Skilgreina þurfi markmið og greina á milli trúarlegra málefna ann- ars vegar og rekstrar/fjármála hins vegar. Draga þurfi úr skyldum biskups til að sinna fjármálaumsýslu. Kirkjuráð fer með framkvæmdarvald í málefnum þjóð- kirkjunnar og fram kemur í yfirlýsingu þess í gær að ábendingar Ríkisendurskoðunar muni nýtast vel í stefnu- mótandi vinnu, sumar séu reyndar þegar til umræðu á vettvangi kirkjunnar. „Kirkjuþing mun taka ákvarðanir í þessum efnum, það kemur saman núna í nóvember þannig að tímasetning skýrslu Ríkisendurskoðunar er mjög góð. Menn fá næg- an tíma til að kynna sér skýrsluna fyrir þingið,“ segir Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs. „En samþykki það breytingarnar kemur einnig til kasta Alþingis að breyta lögum um þjóðkirkj- una.“ Ríkisendurskoðun vill að sóknir verði sameinaðar og þeim falin umsjá og eignarhald prestsetra, þó ekki prest- setursjarða. Kirkjuráð er ósammála enda séu bústaðirnir hluti af kjörum presta og sóknarnefndir hafi ekkert með þau að gera. Auk þess krefjist slík umsýsla sérfræði- þekkingar sem byggð hafi verið upp hjá kirkjumálasjóði. Skortir heildarstefnu um málefni Biskupsstofu Morgunblaðið/Frikki Stefnumótun Á kirkjuþingum eru teknar ákvarðanir um stefnu íslensku þjóðkirkjunnar.  Ríkisendurskoðun vill að sóknirnar annist prestsetur Það skýrist í dag hvort verkfall hljóðfæraleikara Sinfóníuhljóm- sveitarinnar hefst á morgun. Uppselt er á tón- leikana á morg- un. Samninga- fundur var hjá ríkissáttasemjara í gær, en honum lauk án niðurstöðu. Annar fundur er boðaður í dag. Á morgun og föstudag verða tvennir tónleikar. Á dagskrá eru Pláneturnar eftir Gustav Holst og píanókonsert nr. 2 eftir Rakhman- inoff. Stjórnandi er Rumon Gamba og einleikari rússneski píanistinn Denis Matsuev. Margrét Ragnarsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri, segir að uppselt sé á fyrri tónleikana. Hún segir að undirbúningi tónleikanna verði hald- ið áfram og allir voni að kjaradeilan leysist áður en verkfallið hefst. Ef komi til verkfalls verði þeim sem voru búnir að kaupa miða boðið að koma á aðra tónleika eða fá þá end- urgreidda. Samninganefnd ríkisins telur að ólöglega hafi verið staðið að verk- fallsboðun og er búist við að fé- lagsdómur úrskurði í dag um lög- mæti verkfallsins. Ef niðurstaðan er að verkfallið sé löglegt er búist við að gerð verði lokatilraun til að koma í veg fyrir verkfall. egol@mbl.is Kjaradeil- an er enn óleyst Sinfó Verða tón- leikar á morgun?  Uppselt á tónleika Sinfóníunnar Búið er að útskrifa karlmann sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi í Kópavogi í síðasta mánuði af gjör- gæsludeild Landspítalans í Foss- vogi. Að sögn læknis á Landspít- alanum var maðurinn útskrifaður þaðan í fyrradag en honum hafði verið haldið sofandi á deildinni frá því slysið varð þann 16. október. Hann var vakinn um helgina. Aðdraganda slyssins má rekja til þess að gámabifreið var beygt í veg fyrir hjólreiðamann sem lenti á bif- reiðinni og undir henni við endur- vinnslustöð Sorpu. Bæði ökumaður bifreiðar og reiðhjóls voru á leið vestur Dalveg í Kópavogi. Kominn af gjörgæslu ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 KONUKVÖLD MIÐVIKUDAGINN 2. NÓVEMBER Frá 18:30-21:00 DAGSKRÁ Lifandi tónlist Páll Óskar Frostrósir Happdrætti KYNNINGAR Karl K. Karlsson Hafliði súkkulaðimeistari Búrið ÓTRÚLEG TILBOÐ 30% af allri JÓLAVÖRU 30% af MARSEILLE sápum 30% af öllum kertum 25% af öllum púðum 30% af öllum mottum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.