Morgunblaðið - 02.11.2011, Side 12

Morgunblaðið - 02.11.2011, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2011 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sjómannasamband Íslands hefur fengið umboð frá flestum félögum sjómanna á landinu til að óska eftir viðræðum við Landssamband smá- bátaeigenda um kjarasamning fyrir sjómenn á bátum undir 15 brúttó- tonnum að stærð. Slíkur heildar- kjarasamningur var gerður í árslok 2007, en felldur bæði í félögum sjó- manna og smábátaeigenda í byrjun árs 2008. Þrætueplið á milli SSÍ og LS hefur fyrst og fremst tengst tryggingamálum og slysabótum fyrir sjómenn. Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, stéttarfélags í Þingeyj- arsýslu, leggur áherslu á að sem allra fyrst verði gengið frá samningum við smábátasjómenn, sem ekki hafa haft heildstæðan samning. Framsýn er langt komin með gerð kjarasamnings við Klett, félag smábátaeigenda á Norðausturlandi. Unnið hefur verið að þessum grunnsamningi fyrir sjó- menn á bátum undir 15 brúttótonn- um síðasta hálft ár og eru flestir þættir nýs samnings frágengnir. Tryggingafélögin svara Tryggingamálin fengu þann far- veg að Klettur óskaði eftir hugmynd- um um tryggingapakka fyrir smá- bátasjómenn frá tryggingafélögunum. Krafa Fram- sýnar í þeim samskiptum var að tryggingaverndin yrði aukin frá því sem nú er. Svör hafa nú borist frá tryggingafélögunum og í dag verður ákveðið hvort Klettur og Framsýn halda áfram viðræðum eða hvort málinu verður haldið áfram á vegum Sjómannasambands Íslands og Landssambands smábátaeigenda. „Það er hagur okkar allra að gerð- ur verði heildstæður samningur við smábátasjómenn alls staðar á land- inu og væntanlega verða okkar samningsdrög höfð til hliðsjónar,“ segir Aðalsteinn Baldursson. Ólík slysahætta Aðalsteinn segir að tryggingamál- in séu mjög mikilvæg, en hins vegar hafi hann skilning á þeim sjónarmið- um Landssambands smábátasjóm- anna að slysahætta sé gjörólík eftir því hvort um er að ræða smábát und- ir 15 tonnum eða frystitogara og uppsjávarskip. „Þessar útgerðir og sjó- mennskan er gjörólík og því ekki óeðlilegt að trygginga- gjaldið sé lægra á minni bátunum,“ segir Aðal- steinn. Samninga sem allra fyrst  Sjómannasambandið fær umboð til viðræðna við Landssamband smábátaeigenda  Hagur okkar allra að gerður verði heildstæður samningur við smábátasjómenn, segir formaður Framsýnar Morgunblaðið/Hafþór Vetur Landað úr Háey á Húsavík, en þaðan er öflug útgerð smábáta. Unnið er að gerð samninga fyrir sjómennina. Aðalsteinn Baldursson, formað- ur Framsýnar, segist hafa fengið margar kvartanir undanfarna mánuði vegna mikils álags um borð í minni bátunum víða um land. „Ég hef fengið ljót bréf víða að frá foreldrum og öðrum að- standendum sjómanna á smá- bátum út af réttindaleysi þeirra. Þessir smábátar eru margir hverjir að fiska gríðarlega með aðeins 3-4 í áhöfn og að baki því er mikil vinna. Það er margt sem bendir til að lög hafi verið brotin á þessum sjómönnum og ég bendi á að þrjú alvarleg sjóslys hafa orðið á bátum á okkar félagssvæði síð- ustu misseri. Sem betur fer hefur ekki orð- ið mannskaði í þessum slysum,“ segir Aðalsteinn. Ljót bréf aðstandenda MIKIÐ ÁLAG UM BORÐ Aðalsteinn Árni Baldursson BAKSVIÐ Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ríkið mun hefja innheimtu 10,5% fjársýsluskatts af bönkum, lífeyris- sjóðum og vátryggingafélögum frá og með næstu áramótum, verði lög- fest frumvarp sem fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi í gær um skatt- inn. Þessi nýja skattlagning hefur ver- ið mjög umdeild allt frá því hug- myndir um hana voru fyrst kynntar þegar fjármálaráðherra lagði fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Nú er búið að útfæra hvernig álagningu skattsins verður háttað. Skatttekjur ríkisins áætlaðar 4,7 til 5,1 milljarður á ári Samkvæmt frumvarpinu verður skatturinn innheimtur í staðgreiðslu um hver mánaðamót. Ef miðað er við núverandi starfs- mannafjölda og launaþróun hjá þeim aðilum sem mynda stofn til útreikn- ings fjársýsluskattsins er áætlað að heildarskattstofninn gæti verið á bilinu 45–49 milljarðar kr. að því er fram kemur í greinargerð frum- varpsins. Skatttekjur ríkisins af fjár- sýsluskattinum eru því áætlaðar um 4,7–5,1 milljarður kr. á ári miðað við 10,5% skatthlutfall. Lagður á launagreiðslur Skatturinn verður lagður á heild- arlaunagreiðslur fjármálafyrir- tækja, alla þá sem stunda vátrygg- ingastarfsemi og svo á lífeyrissjóði landsins. Þannig verður m.a. auk bankanna, verðbréfafyrirtækjum og verðbréfamiðlurum og rekstrar- félögum verðbréfasjóða gert að greiða skattinn. Þá verður Íbúðalánasjóður líka skattskyldur samkvæmt lögum en Byggðastofnun verður hins vegar undanþegin skattlagningunni. Er ástæðan sögð sú að endurskoðun stendur yfir á starfsemi lánahluta Byggðastofnunar. Skatturinn leggst á allar tegundir launa, skattskyldar launagreiðslur og þóknanir, s.s. biðlaun, nefndar- laun, stjórnarlaun, orlofsfé, ökutækj- astyrki og dagpeninga, gjafir og risnufé sem teljast kaupuppbót, eft- irgjöf lána, sem talin er koma í stað launa og á skattskyld hlunnindi s.s. fæði, fatnað o.s.frv. Einnig verður skatturinn lagður á mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóði. Ýmsar aðrar greiðslur verða hins vegar undanþegnar skattskyldu s.s. eftirlaun og lífeyrir og greiðslur til starfsmanna í fæðingarorlofi að því leyti sem þær eru ekki umfram greiðslur sem launagreiðandi fær úr Fæðingarorlofssjóði. AGS mælti með FAT-skatti Í greinargerð frumvarps fjármála- ráðherra er vitnað til umræðu um skattlagningu á fjármálafyrirtæki í Evrópu og á vettvangi OECD. Rann- sóknir sýni að fjármálafyrirtæki beri hlutfallslega minni skatta en aðrar atvinnugreinar og þetta sé í endur- skoðun eftir fjármálahrunið 2008. Fyrirmynd skattsins er sótt til Dan- merkur og var ákveðið að taka upp svonefndan FAT-skatt (e. Financial Activities Tax) sem leggst á laun og hagnað fjármálafyrirtækja með svip- uðu sniði og innheimtur hefur verið í Danmörku af fyrirtækjum sem eru undanþegin virðisaukaskatti. Þá er vísað til þess í rökstuðningi fyrir þessari skattheimtu að Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn hafi mælt með að FAT-skatturinn verði lagður á hagn- að og laun starfsmanna hér á landi. Í frumvarpinu hafi hins vegar verið ákveðið að fara þá leið til einföldunar að skattleggja einungis heildar- launagreiðslur. Fjármálaráðherra hefur haldið því fram að þessi skattur sé ígildi virð- isaukaskatts á fjármálaþjónustu. Fjármálafyrirtæki og vátrygginga- starfsemi er í dag undanþegin virð- isaukaskatti nema ef um þjónustu er að ræða, sem eingöngu er til eigin nota og er í samkeppni við aðra, sem ber að greiða virðisaukaskatt. Í frumvarpinu er lagt til að sam- hliða upptöku fjársýsluskattsins verði undanþáguákvæðin felld brott þannig að nýi skatturinn komi í reynd í staðinn fyrir virðisaukaskatt- sundanþágu þessara fyrirtækja. Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðu- neytisins segir í umsögn sinni að áætlaðar tekjur af skattinum séu þó- nokkurri óvissu háðar. Gert sé ráð fyrir að hann skili 4,5 milljörðum á næsta ári. Stofnkostnaður vegna breytinga á tölvukerfum vegna skattsins og útgjöld við kynningu og innleiðingu hans geti orðið um 15 milljónir kr. Fjársýsluskattur af 45-49 milljörðum  Frumvarp lagt fram um 10,5% staðgreiðsluskatt á launagreiðslur banka, tryggingafélaga og lífeyr- issjóða  Íbúðalánasjóði gert að greiða skattinn  Byggðastofnun verður undanþegin skattinum Morgunblaðið/Golli Skattaákvarðanir Skattlagning fjármálafyrirtækja er hluti tekjuöflunar- aðgerða sem til stendur að Alþingi afgreiði fyrir jól. Áformaður fjársýsluskattur hef- ur fallið í grýttan jarðveg þeirra sem eiga að standa undir skatt- greiðslunum. Talsmenn lífeyr- issjóða halda því fram að rökin að baki þessum skatti eigi ekki við um lífeyrissjóði, sem hafi rétt eins og aðrir fjárfestar fengið þungan skell í bankahruninu. Kostnaðarauki lífeyrissjóð- anna yrði umtalsverður og að mati Landssamtaka lífeyrissjóða má ætla að afleiðingar skatt- lagningarinnar verði 1% skerð- ing lífeyrisréttinda á tíu ára tímabili. Ljóst er að langstærsti hluti skattteknanna muni koma frá bönkum og öðrum fjármálafyr- irtækjum eða um 80% að því er talið er skv. heimildum blaðsins. Ekki er lagt mat á þetta í frum- varpinu en þar kemur fram að í fyrra störfuðu 7.900 manns í fjármálaþjónustu, hjá lífeyr- issjóðum og við vátryggingar. Voru heildarlaun þeirra að jafn- aði 530 þúsund kr. á mánuði skv. Hagstofunni. Í launakönnun Samtaka starfsmanna fjármála- fyrirtækja voru heildarlaun nokkru lægri eða um 473 þúsund krónur á mánuði. 1% skerðing á tíu árum ÁHRIFIN Á RÉTTINDASÖFN- UN LÍFEYRISSJÓÐANNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.