Morgunblaðið - 02.11.2011, Page 14

Morgunblaðið - 02.11.2011, Page 14
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikil aukning hefur orðið á framboði gistirýmis á Suðurnesjum og enn meira er framundan. Meginhluti aukningarinnar er í húsnæði á Ásbrú, gamla varnarsvæðinu á Keflavík- urflugvelli, sem komið hefur verið í not. Hóteleigendur í Keflavík gagn- rýna opinber fyrirtæki og fyrirtæki í eigu banka fyrir að leigja húsnæði út til þessara nota við lágri leigu og telja samkeppnisskilyrði ójöfn. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar tók fyrir hönd ríkisins við fasteignum á meginhluta varnarsvæðisins og hef- ur verið að selja þær eða koma í not með öðrum hætti. Liður í stefnu- mörkun félagsins er uppbygging heilsuþorps. Nýta átti tilteknar blokkir til gistingar fyrir sjúklinga einkasjúkrahúss sem fyrirhugað var að reka í gamla herspítalanum og að- standendur þeirra. Þau áform hafa raunar frestast. Þróunarfélagið leigir þó Heilsuhóteli Íslands íbúðar- húsnæði og aðstöðu til heilsu- meðferðar. Háskólavellir sem eru í eigu banka, fasteignafélags og þrotabúa fjármála- fyrirtækja keyptu fjölda eigna á varnarsvæðinu og hefur leigt náms- mönnum íbúðir. Félagið á hús gisti- heimilis varnarliðsins. Gistihús Kefla- víkur fékk það leigt og hefur rekið þar stórt gistiheimili í tvö ár. Nú hefur Isavia sem er rík- isstofnun auglýst til leigu húsnæði sem varnarliðið nýtti til hótelrekstrar en staðið hefur autt frá því varn- arliðið fór. Þar var 32 herbergja hótel en væntanlegur leigutaki þarf að leggja í verulegan kostnað við end- urbætur. Lögðu aleiguna í hótelið Þessi þróun hefur komið við hags- muni eigenda hótela í Keflavík og hafa þeir vakið athygli stjórnmála- manna og opinberra stofnana á því sem þeir telja óeðlilega samkeppni frá gamla varnarsvæðinu. „Við erum búin að leggja aleigu okkar í þetta og maðurinn minn er búinn að vinna baki brotnu við uppbygginguna í mörg ár. Svo var allt í einu, nánast í skjóli nætur, búið að opna gistiheimili í húsnæði sem herinn skildi eftir, í beinni samkeppni við okkur. Þarna gat aðili gengið inn af götunni, fengið fullt af tækjum frá hernum og opn- að,“ segir Bryndís Þorsteinsdóttir, einn af eigendum Hótel Keilis sem opnaði hótel í Keflavík fyrir fjórum árum. Hún vísar til gistiheimilis sem opnað var í húsnæði Háskólavalla 2009 og einnig til Heilsuhótels sem hún segir að hafi fengið húsnæði fyrir detox-meðferðir en teygi sig sífellt lengra til að ná til sín almennum ferðamönnum frá hótelunum á svæð- inu. Hún segist hafa heimildir fyrir því að húsin séu leigð út á lágu verði. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík, segist fagna upp- byggingu á svæðinu. Samkeppnin þurfi hins vegar að vera á réttum grundvelli. „Við þurfum að leggja í mikinn kostnað við uppbyggingu okk- ar aðstöðu og að viðhalda henni. Þess- ir aðilar þurfa ekki að leggja krónu í slíkt. Þeir eru með veltutengda leigu. Geta lokað í viku ef lítið er að gera og fengið viðbótarhúsnæði ef mikið er að gera. Það getur enginn keppt við slíkt,“ segir Steinþór. Rúmlega 200 herbergi voru á hót- elum og gistiheimilum á Suð- urnesjum, áður en gistingin á varn- arsvæðinu kom til. Þar hafa bæst við nokkuð á annað hundrað herbergi, þótt ekki séu þau öll ætluð almennum ferðamönnum, og 30 til viðbótar gætu komið ef Isavia leigir út hótelbygg- inguna. Þá er eigandi Hótel Smára í Kópavogi að byggja nýtt 60 her- bergja hótel á þjónustusvæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gangi þetta eftir mun gistirými tvöfaldast og gott betur. Enn er mikið ónotað húspláss á gamla varnarsvæðinu. Steinþór gagnrýnir þá hugsun að þarna standi mikið húspláss og betra sé að nota það svona en láta það standa autt. „Ég gæti ekkert sagt við því ef þessir opinberu aðilar seldu húsin á mark- aðsverði til áhugasamra rekstr- araðila. Þá værum við að keppa á jafnréttisgrundvelli,“ segir Steinþór. Hann bendir á nýja hótelið við flug- stöðina. Þar sé einkafyrirtæki að byggja upp. Eigendur þess standi og falli með ákvörðunum sínum. Þrátt fyrir aukið framboð hefur verið góð nýting á hótelum og gisti- heimilum Suðurnesja, að því er fram kom hjá Kristjáni Pálssyni, formanni Ferðamálasamtaka Suðurnesja, á að- alfundi samtakanna á dögunum. „Sýna tölur að nýting gistirýma hefur batnað með vaxandi fjölda rúma. Þetta bendir til þess að hér hafi vant- að gistirými og þá sérstaklega í lægri verðflokkum,“ skrifaði Kristján í grein í Víkurfréttum. Hóteleigendur á Suðurnesjum segjast hafa fundið fyrir lækkandi verði. Þeir fái ekki viðskipti í gegnum alþjóðlegar hótelbókanasíður nema lækka verðið verulega. Stóraukið framboð af gistirými hefur áhrif en aðrir kraftar eru einnig að verki því tekjur af hverjum ferðamanni sem til landsins kemur hafa almennt minnk- að. Kvartað til yfirvalda Stjórnendur hótelanna létu í upp- hafi síðasta árs vinna fyrir sig skýrslu um samkeppnina frá Keflavík- urflugvelli. Stjórnendur einstakra hótela hafa rætt málið við stjórn- málamenn og ráðherra og reynt án árangurs að ná í aðra. Bryndís segir að baráttan hafi ekki skilað miklu. Hún segist hafa farið með skýrsluna til Samkeppniseftirlitsins. Hún hafi verið beðin um að afhenda formlega kvörtun og segist gera það á næst- unni. Ósátt við samkeppni frá Vellinum  Framboð á gistirýmum tvöfaldast á Suðurnesjum  Aukningin aðallega í húsnæði á Ásbrú  Eigendur hótela í Keflavík telja rekstur á gamla varnarsvæðinu skekkja samkeppnisstöðuna Ljósmyndir/Hilmar Bragi Heilsuhótel Hótel er rekið í fyrirhuguðu heilsuþorpi á Ásbrú, upphaflega í tengslum við detox-meðferðir. Þróunarfélagið á húsnæðið. Hermannahótel Isavia hefur auglýst hótelbyggingu varnarliðsins til leigu. Húsið stendur skammt frá gömlu flugstöðinni á Vellinum. Flugvallarhótel Nýtt hótel rís á þjónustusvæði við Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Einkafyrirtæki er að byggja það hótel. Gistiheimili Gistihús Keflavíkur rekur stórt gistiheimili á Ásbrú, þar sem á árum áður gistiþjónusta varnarliðsins til var húsa. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2011 „Við teljum að þessi grein geti vaxið hér á Ásbrú, sérstaklega í tengslum við flugvöllinn og stóraukinn straum erlendra ferðamanna til landsins,“ seg- ir Kjartan Þór Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Hann seg- ir að sú aukning gistirýmis sem kom með heilsuhóteli í húsnæði Þróunarfélagsins og gistiheimili hjá Háskólavöllum geti ekki talist óhófleg. Hann segir að með þessari starfsemi sé verið að reyna að búa til nýja markaði. Nefnir hann Heilsuhótel Íslands þar sem vaxandi hluti gesta komi nú frá Færeyjum og Noregi til tveggja vikna heilsueflingar hér á landi. Kjartan neitar því alfarið að ríkið sé að niðurgreiða rekstur hótels. Leiga komi fyrir afnot húsnæðisins. Háskólavellir eru sjálfstætt félag í eigu Landsbankans, Ís- landsbanka, fasteignafélagsins Klasa ehf. og þrotabúa VBS fjárfestingafélags og Icebank. Starfsmenn Klasa annast framkvæmdastjórn þess. Styrkir alla þegar kakan stækkar Ingvi Jónasson fram- kvæmdastjóri segir af og frá að útleiga húsnæðis fyrir gistiheimili stuðli að óheil- brigðri samkeppni á Suð- urnesjum. Hann segir fyr- irkomulag á útleigu húsnæðisins og leiguverð með eðlilegum hætti. Nefnir að veltutenging leigu sé algeng- asta form í rekstri hótela í heiminum og þekkist hér á landi. Ingvi segist ekki hafa séð neitt sem bendir til þess að verð fyrir gistingu hafi lækkað. Sama sé að segja um nýtingu herbergja. „Mér finnst að menn eigi að fagna uppbyggingu á þessu sviði. Það sýnir að markaður er fyrir þessa þjónustu. Það styrkir alla þegar kakan stækkar,“ segir Ingvi. Segir uppbygginguna ekki geta talist óhóflega ÞRÓUNARFÉLAG KEFLAVÍKURFLUGVALLAR Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Veiðimálastofnun áætlar að á nýliðnu sumri hafi 53.200 laxar veiðst á stöng í íslenskum ám. Í heild er þetta um 19% minni veiði en 2010 þegar heildarstangveiðin var 74.961 lax. Stang- veiði á laxi 2011 var minni en veiði síðustu þriggja ára en svipuð og hún var 2007 og 2005. Í heild er veiðin sú sjötta mesta frá upphafi skráningar veiði úr íslenskum laxveiðiám. Samkvæmt bráðabirgðatölum var um 11.000 laxa veiði í ám þar sem meirihluti veiðinnar var upprunninn úr sleppingum gönguseiða. Stang- veiði þeirra áa sem byggja veiði á náttúruleg- um löxum var því um 42.200 laxar sem er um 15.200 löxum minna en 2010. Heildarstangveiði ársins 2011 var um 25% yfir meðalveiði árin 1974-2010 sem er 39.889 laxar. Minni veiði í flestum landshlutum Í samanburði við árið 2010 kom fram minnk- un í stangveiði í öllum landshlutum nema á Austurlandi. „Nákvæm sundurgreining veið- innar liggur ekki fyrir en líkur er til að minnk- un veiði milli ára stafi af minnkandi gengd laxa sem dvalið hafa eitt ár í sjó vegna minni end- urheimtu þeirra,“ segir á vef Veiðimálastofn- unar. Þar kemur einnig fram að inni í stang- veiðitölum síðari ára eru fiskar sem sleppt er aftur, „veitt og sleppt“, og veiðitölurnar því ekki fyllilega sambærilegar þar sem hluti fiska getur verið veiddur oftar en einu sinni. Ekki er enn vitað hversu mörgum fiskum var sleppt aftur sumarið 2011 en það hlutfall hefur farið vaxandi og var um 28,6% á árinu 2010. Bráðabirgðatölur fyrir netaveiði á laxi sum- arið 2011 benda til þess að hún hafi verið um 8.000 laxar en netaveiði er nær eingöngu bund- in við stóru jökulárnar Þjórsá, Ölfusá-Hvítá og Hvítá í Borgarfirði. Nærri lætur að helmings minnkun hafi verið á netaveiði frá 2010 og að hún hafi verið um 35% undir meðalveiði árin 1974-2010. Áætla að 53.200 laxar hafi veiðst í sumar Morgunblaðið/Ernir Laxveiðar Veiðisumarið var gott en þó ekki í fremstu röð. Yfir 53 þúsund laxar veiddust.  Veiðin í ár 19% minni en í fyrra  Í heild er veiðin sú sjötta mesta frá upphafi skráninga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.