Morgunblaðið - 02.11.2011, Page 15

Morgunblaðið - 02.11.2011, Page 15
BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Sá kafli Djúpvegar sem Vegagerðin nefnir Þröskulda en heimamenn kalla flestir veginn um Arnkötludal, hefur verið lokaður hluta úr degi í 19 skipti frá því hann var opnaður opn- aður haustið 2009, yfirleitt í fremur stuttan tíma í senn. Svæðisstjóri Vegagerðarinnar segir að vegurinn lokist ekki oftar en búast megi við á þessu svæði. Yfirleitt sé veginum lokað vegna mikils vinds og lélegs skyggnis, fremur en að stórir skaflar banni för. Bóndi í nágrenninu telur Vega- gerðina ekki hafa valið nægilega gott vegstæði og það stuðli að því að veg- urinn lokist oftar en ella. Slæmt veður hefur verið á Vest- fjörðum og á Ströndum undanfarna daga. Vegurinn um Þröskulda lok- aðist á mánudag og var enn lokaður í gær. Raunar var veður svo slæmt að Vegagerðin reyndi ekki einu sinni að opna veginn. Steingrímsfjarðarheiði var einnig lokuð. Um hádegi í gær mældi veðurstöðin á Þröskuldum vindstyrk upp á 22 m/s úr norðaustri. Samkvæmt verklagsreglum Vega- gerðarinnar á ekki að hefja mokstur ef vindur er meiri en 15 m/s og hætta mokstri ef hann fer yfir 18 m/s. Þess- ar reglur eru til viðmiðunar, bók- stafnum er ekki stranglega fylgt ef mat á aðstæðum segir annað. Slæmt í norðaustanátt Daníel Jónsson, bóndi á Ingunn- arstöðum í Geiradal, segir að val á vegstæði sé gagnrýnivert. Hann nefnir einkum þá ákvörðun Vega- gerðarinnar að færa vegstæðið nær fossinum í Gautsdal en upphaflega stóð til. Á þessum stað sé töluverð snjósöfnun, þótt hún valdi reyndar ekki ófærðinni núna. Þá telur hann að betur hefði farið á því að hafa veg- inn fyrir norðan ána í Arnkötludal enda sé hætt við að mikill snjór safn- ist á veginn í austanáttum í Hvappi, sem er hvilft í landslaginu. Ofarlega í Gautsdal séu aðstæður einnig þann- ig að skafrenningur komi eftir árfar- vegi og þegar vegurinn liggi yfir far- veginn hlaðist snjórinn upp á veginn. Þetta hefði mátt forðast með því að leggja veginn á öðrum stað. Daníel bætir við að innanríkisráðherra vilji láta leggja fjallveg á sunnanverðum Vestfjörðum fremur en að fara um láglendi. „Þar verður bara búinn til vegur sem verður ófær,“ segir hann. Virtu ekki skilmála Karl Kristjánsson, bóndi á Kambi II í Reykhólasveit, gagnrýndi Vega- gerðina töluvert vegna vegagerðar- innar. Hann segir þó að vegstæðið hafi í sjálfu sér reynst ágætlega. Gagnrýni hans hafi fyrst og fremst snúist um að Vegagerðin hafi ekki farið eftir skilmálum í umhverfis- mati. Við fossinn í Gautsdal hafi Vegagerðin fært veginn langt út fyr- ir þann ramma sem umhverfismatið leyfði. Ófærðin núna snúist þó ekki um þessa breytingu á vegstæðinu heldur sé veðurhæðinni einfaldlega um að kenna. Magnús Valur Jóhannsson, svæð- isstjóri Vegagerðarinnar á Norð- vestursvæði, segir að alltaf hafi verið vitað að þarna sé veðravíti, einkum í norðaustanáttum. Meðan á vega- gerðinni stóð hafi menn séð betur hvernig snjór safnaðist að veginum og hækkað af þeim sökum veginn á löngum köflum, einkum sunnan við Þröskulda. Vegstæðið hafi reynst ágætlega. Aldrei sé hægt að sjá snjó- söfnun nákvæmlega fyrir, mælingar standi ekki undir óskeikulum spám. Hvað tilfærslu vegarins við Gauts- dal varðar segir Magnús að veg- hönnun hafi ekki verið lokið þegar umhverfismatið lá fyrir. Ákveðið hefði verið að færa veginn til og það hefði verið litið svo á að Vegagerðin væri innan leyfilegra marka, þótt hún hefði farið að mörkum þeirra. Mikill vindur og lélegt skyggni lokar Þröskuldum  Bóndi í grenndinni gagnrýnir ákvörðun um vegstæði  Verst í norðaustan Vegurinn um Þröskulda/Arnkötludal Dagsetning Klst:mín 23. febrúar 2010 01:55 24. febrúar 2010 14:52 25. febrúar 2010 17:26 26. febrúar 2010 03:29 27. febrúar 2010 16:35 28. febrúar 2010 02:21 6. febrúar 2010 11:52 7. apríl 2010 02:25 13. nóvember 2010 05:39 14. nóvember 2010 01:46 18. nóvember 2010 03:21 7. janúar 2011 01:50 8. janúar 2011 01:22 10. janúar 2011 01:27 12. janúar 2011 02:02 11. mars 2011 00:56 16.mars 2011 01:13 31. október 2011 04:06 1. nóvember2011 24:00 Hólmavík Búðardalur Grunnkort: LMÍ Heimild: Vegagerðin Þorskafjarðar- heiði Hvammstangi Borðeyri Laxár dalsh eiði Brattabrekka Þjóðv. 1 Þjóðv. 1 Gautsdalur Arnkötludalur FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2011 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz og KIA á Íslandi. Dæmi um kjarabíla Tegund Gerð Árgerð Mán. Tilboðsverð Afborgun pr. mánuð* Toyota Yaris 05/08 60 1.390.000 20.290 kr. Mitsubishi L200 10/06 60 2.190.000 31.890 kr. Subaru Legacy 12/05 48 1.690.000 29.890 kr. Toyota Corolla 05/05 36 990.000 22.390 kr. Nissan X-Trail 07/08 72 2.990.000 37.490 kr. Kia cee’d 01/11 84 3.490.000 38.890 kr. Toyota Yaris 11/03 36 850.000 19.290 kr. *Afborgun miðast við 30% útborgun og óverðtryggðan bílasamning á 8,95% föstum vöxtum fyrstu 36 mánuðina. Nánari upplýsingar á www.landsbankinn.is. KJARADAGAR Notaðir bílar á góðu verði. Sérstök kjör á völdum bílum og frábærir lánamöguleikar. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 0 -0 8 6 5Kia cee’d 2008 Verð 1.790.000 kr. Útborgun 537.000 kr. 25.990 kr. m.v. 60 mán. 6 ára ábyrgð eftir frá framleiðanda Dæmi um frábær kaup Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveit- arstjóri Strandabyggðar, vill að Vegagerðin setji upp skilti við Bröttubrekku þannig að ferða- menn sjái hvort vegurinn um Arn- kötludal sé lokaður eða opinn. „Það skiptir máli að það séu upp- lýsingaskilti fyrr þegar fólk kemur að sunnan, þannig að það geti val- ið að fara um Holtavörðuheiði og Strandir.“ Einnig þurfi að koma fram þegar ekið er að norðan hvort vegurinn um Strandir sé opinn. Þörf sé á meiri upplýsingum, ekki síst fyrir erlenda ferðamenn. Magnús Valur Jóhannsson, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni, segir að í sjálfu sér komi til greina að setja skilti einnig við Bröttu- brekku. „En þetta eru svo af- skaplega fá tilfelli og fólk er líka farið að fylgjast betur með færð, bæði í gegnum símanúmerið 1777 og á vefnum líka,“ segir hann. Sjái upplýsingar í tæka tíð GETA VALIÐ UM AÐRAR LEIÐIR TIL OG FRÁ HÓLMAVÍK Áfangi Kristján L. Möller, þáv. samgönguráðherra, afhjúpar minnisvarða um að hægt sé að aka á bundnu slitlagi milli Reykja- víkur og Ísafjarðar. Markaðshlutdeild íslensks æðardúns er um 80-90% á heimsmarkaði æð- ardúns og var út- flutningsverðmæt- ið um 400 milljónir króna í fyrra. Guð- björg Helga Jó- hannesdóttir, at- vinnu- og hlunn- indaráðgjafi Bændasamtaka Íslands, segir að í dúninum felist auk þess mikil tæki- færi í ferðaþjónustu innanlands. Guðbjörg fjallar um íslenskan æð- ardún og verðmæti hans á fræðslu- kvöldi Íslenska vitafélagsins í Sjó- minjasafninu Víkinni, Grandagarði, í kvöld. Hún segir að unnið sé að því að styrkja fullframleiðslu dúnvara á Ís- landi. Æðardúnninn hafi lengi verið „ósýnilegur“ hérlendis og því þurfi að breyta. Fyrir nokkrum áratugum hafi nánast öll nýfædd börn fengið æðardúnsæng í sængurgjöf og ástæða sé til að endurvekja þann góða sið í ríkum mæli. Um 400 æðarbændur Um 400 æðarbændur eru við strandlengju landsins. Árlega eru seld um þrjú tonn að meðaltali af hreinsuðum dúni og sjá um 10 manns um hreinsunina. Guðbjörg Helga segir að dúnsængur séu fyrirferð- armestar en auk þess sé ýmis fatn- aður framleiddur úr dúni eins og til dæmis treflar, hnéhlífar og fleira. Framleiðsla á þessum vörum fari vaxandi innanlands og tækifærin séu mörg. Íslenska vitafélagið er félag um ís- lenska strandmenningu. Guðbjörg segir að búið sé að taka hlunn- indasýninguna á Reykhólum í gegn og æðarsetur hafi verið opnað í Stykkishólmi. Margt annað merki- legt sé í gangi og hafa beri í huga að æðarrækt sé vistvæn atvinnugrein. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst kl. 20 í kvöld. steinthor@mbl.is Mörg tækifæri í æðardúni  Útflutningur fyrir um 400 milljónir á ári Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.