Morgunblaðið - 02.11.2011, Síða 21

Morgunblaðið - 02.11.2011, Síða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2011 Hallgrímskirkja - Frá skóflu- stungu til vígslu – og lengra fram Mikið vatn er til sjáv- ar runnið síðan við Jón Einar bróðir, sveins- taular tveir, urðum vitni að fyrstu skóflu- stungu að byggingu Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti, já, jafnvel þátttakendur þar eð við, fulltrúar æskunnar, vorum látnir taka í skófluna sem lítt lét reyndar að stjórn á freðinni grundinni í kalsa hins dimma vetrardags skömmu eftir stríð. Við vorum þarna í fylgd með föður okkar, sr. Jakobi Jónssyni sem var ásamt sr. Sigurbirni Einarssyni fyrstur presta við Hallgrímssöfnuð. Söfnuðurinn hóf göngu sína í ársbyrjun 1941 en skóflustungudaginn var sr. Sigurjón Þ. Árnason kominn til sögunnar í stað sr. Sigurbjarnar sem þá var orðinn guðfræðiprófessor við Háskóla Ís- lands. Kirkjan var byggð í áföngum. Fyrstu árin var almennt messað í bíó- sal Austurbæjarskóla eða Dómkirjan eða Fríkirkjan fengin að láni við meiri háttar athafnir, svo sem ferm- ingar. Stökkbreyting í starfsemi kirkjunnar varð við vígslu kapell- unnar 1948 sem notuð var sleitulaust fram til 1974 er vængir eða álmur Hallgrímskirkju að framanverðu voru reiðubúnar. Margir átta sig ekki á að í kapell- unni, Hallgrímskirkju í aldarfjórð- ung, var miklu hærra undir loft en í núverandi kjallara fullgerðrar Hall- grímskirkju, þakið náði upp fyrir gluggana í kór núverandi kirkju. Kapellan var því í rauninni ekki óglæsileg innkomu þar sem altarið framundan blasti við og Kristsstytta Einars Jónssonar upp við hvítan, há- an vegginn á vinstri hönd dró að sér athygli. Hægra megin við altarið var háreistur predikunarstóllinn. Org- anisti og söngkór voru uppi í stúku á efri hæð en sakristían niðri var rétt við útgöngudyr þessarar bráða- birgðakirkju á Skólavörðuhæð. Dr. Sigurður Pálsson, fyrrverandi prestur Hallgrímssafnaðar, semur nú 70 ára sögu safnaðarins og kirkj- unnar í tilefni 25 ára vígsluafmælis full- gerðrar Hallgríms- kirkju. Það er nú þegar fjölþætt saga og áhuga- verð og mikils vert að skrá og greina frá því sem á dagana hefur drifið í Hallgrímskirkju. Auk helgiathafna, guðs- þjónustu, skírn- arathafna, ferminga og útfara, hefur annað blómgast, ekki síst tón- listin undir stjórn hins mikils virta organista, Harðar Áskelssonar kant- ors, myndlist er kynnt og líflegt starf Listvinafélags Hallgrímskirkju hefur nú staðið í 25 ár. Hallgrímskirkja get- ur sem fyrr státað af kraftmiklum og góðum prestum, afburðamönnum í stól og fyrir altari, sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni og sr. Birgi Ásgeirs- syni. Síðast en ekki síst ber að nefna óþreytandi stuðning Kvenfélags Hall- grímskirkju, nú lengi undir dugmik- illi formennsku Ásu Guðjónsdóttur, við þróun Hallgrímskirkju og safn- aðarins. Um þessar mundir er því fagnað að 25 ár eru frá vígslu fullgerðrar Hall- grímskirkju, smiðshögginu. Af því til- efni afhenti dóttursonur dr. Jakobs Jónssonar, Jakob Jónsson leikstjóri, Hallgrímskirkju til eignar skrifborð afa síns og fræðibækur sem afi hans hafði átt. Var þessu veitt viðtöku að lokinni Hallgrímsmessu 27. október. Horfa ber fram. Ef til vill gæti vax- andi bókakostur Hallgrímskirkju orðið vísir að nýrri starfsemi hjá Hallgrímssöfnuði, Akademíu trúar og vísinda. Vinsælt er að miða við af- mæli. Eftir nokkur ár verður Hall- grímssöfnuður 75 ára. Kannski mætti miða við stofnun slíkrar akademíu árið 2016. Rými mætti ef til vill fá í næstu byggingu við Hallgrímskirkju, Eiríksgötu 5. Á sínum tíma þótti mörgum óráð að það hús skyldi rísa og ekki í anda Guðjóns Samúelssonar húsameistara. Hann vildi hafa rúmt um Hallgrímskirkju engu síður en aðrar byggingar sínar. Það færi vel á að bætt yrði fyrir ef svo mætti segja og Akademía Hallgríms- kirkju á sviði trúar og vísinda yrði þar til húsa. Þar yrði lögð stund á rann- sókn á trúrænni skynjun og velt fyrir sér gátum um tilvist mannsins í undraveröld alheimsins. Kannski yrði gaddfreðin jörðin í upphafi slíkra fyr- irætlana – en smám saman og með seiglunni mundu þær rætast. Eftir Þór Jakobsson » Sagt er frá fyrstu skóflustungu að Hallgrímskirkju, lítið eitt um sögu kirkjunnar og stungið upp á Aka- demíu Hallgrímskirkju á sviði trúar og vísinda. Þór Jakobsson Höfundur er veðurfræðingur. Ummæli útlendinga um okkur vekja ávallt mikla athygli. Þegar út- lendur fræðimaður seg- ir Íslendinga vera hálf- gerða bjána, þá lætur það notalega í eyrum sumra hér á landi, en sá hópur Íslendinga er á þeirri skoðun að við séum óttalegir kjánar. Svo þegar erlendur fræðimaður hrósar okkur, þá verða allir mjög glaðir hér á landi og útlend- ingurinn fær þá að kallast „Íslands- vinur“. En hvernig eru Íslendingar? Íslendingar tilheyra sama stofni og útlendingar, það er enginn munur á okkur og fólki sem elst upp í öðrum löndum, nema að umhverfið setur að einhverju leyti mark sitt á okkur. Við erum lítil þjóð og það tók okkur langan tíma að komast á sama stað og aðrar þjóðir höfðu dvalið á lengi. Öld- um saman bjuggu Íslendingar við sára fátækt og hungur og ung- barnadauði var alvarlegt vandamál á Íslandi og lítið var um framfarir. Slíkt umhverfi hefur neikvæð áhrif á sjálfsmyndina og okkur hefur enn ekki tekist að losna við minnimátt- arkenndina að fullu, en hún á sér aldagamlar rætur. Þess vegna þykja þeir Íslendingar afskaplega gáfaðir sem segja okkur vera óttalega fábjána og vart hæf til þess að stjórna okkur sjálfum. Einstaklingar þeir sem um ræðir vilja gjarna senda okkur undir yfirráð ESB, vegna þess að svona fá- bjánar geta víst ekki gert neitt af viti. Sökum þess að svona fólk þykir gáfað, þá er það gjarna fengið til að gefa álit sitt í fjölmiðlum og margir trúa þvaðrinu sem það setur fram. Staðreyndin er sú, að vegna þess að við erum af sama stofni og aðrar þjóðir, þá getum við gert allt sem við viljum. Við ráðum því sjálf, hvernig Íslendingar eru. Þjóðir sem skara fram úr hafa ákveðið að gera það og þær hafa lagt mikinn metnað í að komast á þann stað þar sem þær eru. Það kostar átak að komast úr fátækt til bjarg- álna og það höfum við sannarlega gert. Það kostar átak að komast í fremstu röð þjóða heimsins. Ef við segjum við okkur sjálf, að við séum dugandi og kraftmikil þjóð, þá verð- um við dugandi og kraftmikil þjóð. Ef við segjum við okkur sjálf, að við séum fábjánar sem geta ekki stjórnað sér sjálfir, þá verðum við fábjánar sem geta ekki stjórnað sér sjálfir. Vilji er allt sem þarf, en viljinn kemur ekki til okkar. Hann er til staðar, en við þurfum að sækja hann. Viljinn gefur okkur þann metnað sem við sækjumst eftir og metnaðurinn kemur okkur í fremstu röð. Og til þess að hægt sé að virkja vilj- ann, metnaðinn og kraftinn, þá þarf stjórnarstefnu sem gefur okkur frelsi; hún heitir frjálshyggja. Hvað við svo gerum við frelsið, það sker úr um hvernig þjóð við verðum. Það er í okkar valdi, hvers konar þjóð við verðum. Ef við höldum áfram með ríkisstjórn sundrungar og hafta, þá verðum við aldrei þjóð meðal þjóða. En ef við kjósum ríkisstjórn einka- framtaks og frelsis, þá eru okkur allir vegir færir, en frelsið krefst skyn- semi. Hægt er að klúðra miklu með misnotkun frelsisins, en á sama hátt er hægt að koma okkur til æðstu met- orða, ef frelsið er nýtt á réttan hátt. En stjórnlyndi og höft valda í besta falli stöðnun og í versta falli algjöru hruni. Við vitum hvernig við erum, ósköp venjulegt fólk. En kosturinn við það er sá, að við stjórnum því sjálf, hvern- ig við verðum. Eftir Jón Ragnar Ríkharðsson » Þess vegna þykja þeir Íslendingar afskaplega gáfaðir sem segja okkur vera óttalega fábjána og vart hæf til þess að stjórna okkur sjálfum. Jón Ragnar Ríkarðsson Höfundur er sjómaður. Hvernig eru Íslendingar? Í flestum sveitarfélögum landsins er að finna félagsmiðstöð sem heldur úti félagsstarfi fyrir börn og unglinga. Þó að almennt þyki sjálfsagt að halda úti félagsmiðstöð í hverju bæjarfélagi þá ber oft ekki mikið á því starfi sem fer þar fram og vitneskja almennings um starfið og eðli þess oft af skornum skammti. Innan veggja félagsmið- stöðva úti um allt land má finna fjöl- breytt og blómlegt starf sem stuðlar að auknum félagsþroska hjá því unga fólki sem erfa mun þetta land. Helstu markmið félagsmiðstöðva almennt eru að auka félags- og lýðræðisþátt- töku ungs fólks, sinna forvörnum og veita börnum og unglingum stuðning og tækifæri til að sinna hugðarefnum sínum ásamt margvíslegum öðrum undirmarkmiðum. Helsti markhópur félagsmiðstöðva landsins eru ung- lingar á aldrinum 13-16 ára en þó sinna félagsmiðstöðvar oft bæði yngri börnum og eldri ungmennum. Í fé- lagsmiðstöðvum eru þó ekki bara unglingar því að þar er einnig að finna fjölda hæfileikaríkra starfs- manna. Fagþekking þess mannauðs sem vinnur í dag í félagsmiðstöðvum hefur aukist gríðarlega á und- anförnum árum og síðustu rann- sóknir í þessum málaflokki sýna að félagsmiðstöðva- starf á Íslandi er í fararbroddi í Evr- ópu. Það er jafn- framt von um að fagþekking sem og fagmennska í starfi fé- lagsmiðstöðva aukist enn frekar á næstu árum því félags- og tóm- stundafræði er orðin vinsæl náms- braut við Háskóla Íslands. Í dag munu félagsmiðstöðvar landsins opna dyr sínar fyrir for- eldrum, öðrum aðstandendum ung- linganna og almenningi og kynna það starf sem fer þar fram. Unglingar og starfsfólk munu taka höndum saman og svara spurningum gesta og gang- andi, sýna þá aðstöðu sem er fyrir hendi í félagsmiðstöðvunum og gefa gestum innsýn í viðfangsefni í starf- inu. Fyrir hönd barna, unglinga og starfsfólks félagsmiðstöðva á Íslandi hvet ég þig til að nýta þér einstakt tækifæri og líta í heimsókn í fé- lagsmiðstöð í kvöld. GUNNAR E. SIGURBJÖRNSSON, formaður Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Frá Gunnari E. Sigurbjörnssyni Gunnar E. Sigurbjörnsson Hvað er félagsmiðstöð? Grunnforsenda fyrir endurreisn íslensks efnahagslífs er að hér sé starfandi skilvirkt og traust bankakerfi sem geti þjónustað heimili og fyrirtæki á öruggan og sanngjarnan hátt. Skilja verður á milli al- mennrar viðskipta- og fjárfestingabankaþjón- ustu strax. Skipta verð- ur ríkisbankanum, Nýja Landsbank- anum í tvennt; góðan og slæman banka og ekki gengur að hinir tveir viðskipta- bankarnir séu í eign erlendra vogunar- sjóða. Brýnt er að dreift eignarhald verði tryggt með skrásetningu stóru bankanna þriggja eða hluta þeirra á ís- lenskan hlutabréfamarkað eins fljótt og auðið er og afnema verður rík- isábyrgð á innlánsreikningum bank- anna, þeir geta keypt þessar trygg- ingar sjálfir. Arion banki sendi nýlega kvörtun til FME sem og ESA, eftirlitsstofnunnar EFTA, vegna skuldaúrræða Lands- bankans. Í stuttu máli snýst kvörtunin um að endurgreiðsla bankans sé út- deiling á almannafé til viðskiptavina Landsbankans en ekki alls almenn- ings. Þetta er vegna greiðslu á tugum milljarða til viðskiptavina bankans sem eru í greiðslu- og skuldavanda og þeirra sem ekki glíma við slíkan vanda. Þetta eru lygilegar fréttir en eru þó staðreynd. Arion banki virðist ekki hafa áhyggjur af almenningsálitinu því á Íslandi virðist vera nóg að skipta um kennitölu og nafn, þá eru allir ánægðir. Þessi kvörtun til ESA hlýtur að vekja viðskiptavini Arion banka og norrænu velferðarstjórnina til um- hugsunar. Arion banki og Íslandsbanki eru þrotabú og starfa sem slík í dul- búning viðskiptabanka. Bankarnir eru í eign íslenska ríkisins, erlendra vog- unarsjóða eins og Bæjarins Partners, Borgartún Associates, Geysir Advis- ors, Grindavík Fund, Gullfoss Part- ners, Keflavik Associates, Laugavegur Partners, Silfra Fund, Soltún Partners og annarra þekktra einstaklinga. „Fjármálageirinn á Íslandi er óstarfhæfur, eftir að stjórnvöld settu bankana í hendur erlendra hræ- gammasjóða sem leggja mesta áherslu á að fá kröfur sínar greiddar upp á sem skemmstum tíma frekar en að veita bankaþjónustu,“ sagði hagfræðing- urinn Jón Daníelsson á ráðstefnunni í Hörpu. Stjórnarformaður Arion banka, Monica Caneman, er ekki sammála þessu og ræðir í ársskýrslu Sam- taka fjármálafyrirtækja um hugsanlegar ógnir og tækifæri bankanna á Ís- landi og tiltekur hún yf- irlýsingar ýmissa þing- manna um banka og bankakerfið sem eitt af að- alvandamálunum. Henni virðist hafa tekist að hræða stjórn- málamennina til hlýðni því ekki taka þeir á óréttlætinu gagnvart heim- ilunum í landinu og tugmilljarða af- skriftum á lánum til útrásarvíkinga. Nýlegt myndbrot sem var boðið upp á um daginn var um ritfangaverslunina Pennann og mokstur Arion banka á fé inn í fyrirtækið. Ekki virðist Sam- keppniseftirlitið kippa sér upp við þetta enda Monica búin að gefa tóninn. Samkeppniseftirlitið heldur andlitinu uppi með fréttum af risasektum. Svo mikið er sektað að eina ráðið fyrir fyr- irtæki er gjaldþrot eða kennitöluflakk. Fróðlegt væri að vita hverjir hafa greitt sektirnar sínar. Mér skilst að erfitt sé að rukka gömlu olíufyrirtækin, gamla Landsbankann o.s.frv. Það er gott að vera gamall á Íslandi. Erlendir vogunarsjóðir, ein- staklingar og félög í skattaskjólum eiga ekki að geta átt í starfandi við- skiptabönkum á Íslandi og verðum við að setja lög sem takmarka það veru- lega ásamt því að krefjast tæmandi upplýsingar um eigendur bankanna og umbjóðendur þeirra. Hvar í heiminum er viðskiptabankakerfi lands rekið sem þrotabú? Svar: Íslandi. Já, það virðist vera fínt starfsumhverfi fyrir hræ- gammana á Íslandi. Eftir höfðinu dansa limirnir. Eftir höfðinu dansa limirnir Eftir Guðmundur F. Jónsson Guðmundur F. Jónsson » Arion banki virðist ekki hafa áhyggjur af almenningsálitinu því á Íslandi virðist vera nóg að skipta um kenni- tölu og nafn, þá eru allir ánægðir. Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður Hægri grænna, flokks fólksins. Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna við- burði, svo sem fundi og ráðstefnur. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein“, valinn úr felliglugganum. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem send- ar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Móttaka aðsendra greina Bréf til blaðsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.