Morgunblaðið - 02.11.2011, Síða 26
26 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2011
Sudoku
Frumstig
2
8 5 7
3 6
1 5 7 6
6 2 3
9 3 2 8 1
2 3
5 1 8 2
6
9 3 7 6
7 8
4 6 8 9
4 2 5
5 8 9 6
2 6
4 7
3
3 7 4 5
5 1 9
1 8 3
4
1 9 5
3 7
7 2 3 6
6 7
8 3 4 1
5 9
4 8 1 7 6 3 2 5 9
3 2 6 9 8 5 4 7 1
5 7 9 4 2 1 6 8 3
6 9 4 3 7 2 8 1 5
2 5 7 1 9 8 3 6 4
1 3 8 5 4 6 7 9 2
9 4 5 8 3 7 1 2 6
8 6 3 2 1 9 5 4 7
7 1 2 6 5 4 9 3 8
3 4 5 7 9 1 2 6 8
8 6 7 2 3 4 1 5 9
1 9 2 5 8 6 4 7 3
9 5 3 1 6 7 8 2 4
6 8 4 9 2 3 7 1 5
7 2 1 8 4 5 3 9 6
5 7 8 4 1 9 6 3 2
2 3 9 6 7 8 5 4 1
4 1 6 3 5 2 9 8 7
1 3 2 5 4 8 7 9 6
9 8 6 2 3 7 1 5 4
5 7 4 1 6 9 2 8 3
3 1 9 7 8 6 5 4 2
6 2 8 4 5 1 9 3 7
4 5 7 3 9 2 6 1 8
2 9 1 8 7 4 3 6 5
7 4 5 6 1 3 8 2 9
8 6 3 9 2 5 4 7 1
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður
að gerast þannig að hver
níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig töl-
urnar 1-9 og aldrei má tví-
taka neina tölu í röðinni.
Í dag er miðvikudagur 2. nóvember,
306. dagur ársins 2011
Orð dagsins: Þetta er mitt boðorð, að
þér elskið hver annan, eins og ég hef
elskað yður. (Jh. 15, 12.)
Víkverji hefur séð þrjár nýjar, ís-lenskar kvikmyndir á und-
anförnum vikum. Hrafnar, sóleyjar
og myrra er skemmtileg og fjörug
barna- og unglingamynd fyrir alla
fjölskylduna. Teiknimyndin um Þór
og hetjur Valhallar er einnig hin
besta skemmtun. Þar hefur þrotlaus
vinna skilað frábæru verki.
x x x
Myndin Borgríki er af allt öðrumtoga. Þar er ekki átt við
Kardimommubæinn. Borgin er
subbuleg og ógeðfelld. Lögreglan er
máttvana í samskiptum við glæpa-
mennina, ef ekki á mála hjá þeim.
Enginn er öruggur og ofbeldið alltaf
skammt undan. Það er ónotalegt að
sitja undir myndinni, en þó er farin
sú leið, sem meistara Alfred Hitch-
cock þótti alltaf affarasælust, að
sýna ekki hrottaskapinn, heldur gefa
hann í skyn. Manni er varpað fram af
svölum, en hann sést ekki lenda.
Rétt áður en höggið fellur er klippt.
Ímyndunaraflið er látið um að klára
atriðið. Þessi aðferð hefur goldið
rækilega fyrir metnað tæknimanna,
brellumeistara og tölvusérfræðinga
á undanförnum árum. Nú er ekki til
það athæfi, sem ekki er hægt að sýna
áhorfandanum fyrir tilstilli tækninn-
ar og þá er náttúrlega óþarfi að
halda aftur af sér. Víkverji veit ekki
hvort sú leið sem var farin í Borgríki
að sýna ekki versta ofbeldið, heldur
gefa það í skyn, var farin vegna tak-
markaðra fjárráða eða faglegra
sjónarmiða, en fagnar því hver sem
ástæðan var. Víkverji er þó ekki viss
um að honum hefði þótt óþægilegra
að sitja undir myndinni þótt allt
hefði verið sýnt. Stundum er nefni-
lega minna meira.
x x x
Víkverja þótti sérlega skemmti-legt að sjá leikaranum Jonat-
han Pryce bregða fyrir í Borgríki.
Pryce hefur komið víða við, en Vík-
verja fannst hann eftirminnilegastur
í myndinni Brazil eftir Terry Gilliam
þar sem hann leikur skriffinn, sem
lendir í miklum hremmingum þegar
hann ætlar að leiðrétta stjórnsýslu-
glöp í óræðu framtíðarríki. víkver-
ji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 viðhaldið, 8
drekkur, 9 vindleysu, 10
tala, 11 bik, 13 nákvæm-
legar, 15 afla, 18 kölski,
21 drif, 22 hali, 23 dýrs-
ins, 24 kom í ljós.
Lóðrétt | 2 maula, 3 þoku, 4
áform, 5 ilmur, 6 sykurlaus, 7
mynni, 12 heydreifar, 14
tunna, 15 vatnsfall, 16 Evr-
ópumann, 17 góða eðlið, 18
rifa, 19 sárabindis, 20 nánast.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 gáski, 4 sútar, 7 tófan, 8 álfum, 9 afl, 11 aðan, 13 harm,
14 eflir, 15 form, 17 ómur, 20 ask, 22 ræðin, 23 lafði, 24 sinna, 25
remma.
Lóðrétt: 1 gutla, 2 sífra, 3 iðna, 4 stál, 5 tyfta, 6 rúmum, 10
fólks, 12 nem, 13 hró, 15 forks, 16 rúðan, 18 máfum, 19 reisa, 20
anga, 21 klór.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Léttar opnanir. N-Allir.
Norður
♠D53
♥Á6
♦3
♣K975432
Vestur Austur
♠10987 ♠K62
♥D10 ♥G9832
♦1087 ♦ÁG942
♣G1086 ♣–
Suður
♠ÁG4
♥K754
♦KD65
♣ÁD
Suður spilar 3-4G.
Í úrslitaleik HM varð Justin Lall
sagnhafi í fjórum gröndum eftir að
hafa gefið makker sínum, Joe Grue,
undir fótinn með slemmu. Grue af-
þakkaði boðið, enda hafði hann opn-
að létt á Precision 2♣ og þótti nóg
að gert. Út kom ♠10 og Lall taldi
víst að nú hefði slemma farið for-
görðum. Þar til hann lagði niður ♣Á
og sá helleguna í líflitnum. En því
miður – ekki aðeins var vonlaust að
vinna slemmu, heldur reyndust 4G
tveimur slögum meira en Lall réð
við.
Bauke Muller spilaði þrjú grönd á
hinu borðinu. Þar passaði norður í
upphafi og austur opnaði á 1♥. Sú
fislétta opnun leiddi Muller á rétta
braut. Hann sótti ♦Á, tók laufslag-
ina þrjá og sendi austur inn í lokin
til að spila frá ♠K.
2. nóvember 1906
Fyrsta kvikmyndahúsið,
Reykjavíkur Biograftheater,
tók til starfa í Fjalakettinum
við Aðalstræti. Meðal annars
var sýnd mynd frá móttöku ís-
lenskra þingmanna í Fredens-
borg sumarið áður og önnur
frá jarðarför Kristjáns kon-
ungs níunda. Kvikmyndahúsið
var síðar nefnt Gamla bíó.
Húsið var rifið árið 1985.
2. nóvember 1913
Morgunblaðið kom út í fyrsta
sinn. Í ávarpi til lesenda sagði
Vilhjálmur Finsen ritstjóri:
„Dagblað það sem hér byrjar
starf sitt á fyrst og fremst að
vera áreiðanlegt, skemmtilegt
og lipurt ritað fréttablað.“
Hvert eintak kostaði 3 aura. Í
upphafi voru áskrifendurnir
38 en ári síðar á annað þús-
und.
2. nóvember 2000
Verslunarmiðstöðin Glerár-
torg á Akureyri var opnuð.
Þar voru þá tuttugu verslanir
af ýmsu tagi í níu þúsund fer-
metra húsnæði sem byggt var
á hálfu ári.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri, er átta-
tíu ára í dag. „Ég er búinn að halda formlega upp á
þetta með minni nánustu fjölskyldu sem dvelur að
stórum hluta í útlöndum svo það varð að stilla
þetta af,“ svarar Ásgeir spurður hvort hann ætli
að halda upp á stórafmælið. „Við fórum út og hitt-
um þar fjölskyldu okkar sem kom frá sex löndum.
Við eigum þrjú börn og sjö barnabörn og búa þau
nánast öll erlendis. Svo undarlega vildi til að þegar
við vorum búin að ljúka þessu afmælishaldi fór
hluti af hópnum til Mósambík. Þannig að við
dreifðumst til sjö landa þegar veislunni var lokið.“
Það er ekki hlaupið að því hjá Ásgeiri að halda upp á afmælið sitt á
réttum degi þegar fjölskyldan er svona dreifð. „Ég held nú ekki oft
upp á afmælið mitt en þegar ég varð sextugur þurfti ég að seinka
veislunni um viku því það var ekkert barnanna á landinu á sjálfan af-
mælisdaginn. Það tókst samt ekki að ná öllum í afmælið.“
Þrátt fyrir að veisluhöldum sé lokið ætla Ásgeir og kona hans að
gera sér dagamun í dag og fara í óvissuferð um Suðurland. „Við erum
ekkert sérstakt ferðafólk en okkur finnst afskaplega gott að keyra
um í rólegheitum,“ segir Ásgeir.
Ásgeir Jóhannesson er 80 ára
Óvissuferð um Suðurland
Söfnun
Jónas Thor
Helgason og systk-
inin Jóhann Lárus
Lynge og Jóhanna
Lilja Helgabörn
voru með söfnun í
Hlíðahverfi í
Reykjavík. Þau
færðu Rauða kross-
inum ágóðann, 8.915
krónur, til styrktar
börnum í Sómalíu.
Flóðogfjara
2. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 4.50 1,2 11.22 3,4 17.45 1,3 23.55 3,0 9.14 17.10
Ísafjörður 0.46 1,6 6.49 0,7 13.24 1,8 20.05 0,6 9.32 17.02
Siglufjörður 3.22 1,1 9.03 0,5 15.29 1,2 21.55 0,3 9.15 16.44
Djúpivogur 1.41 0,6 8.19 1,9 14.40 0,8 20.27 1,6 8.47 16.36
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Gættu þess að þú standir ekki í vegi
fyrir metnaðarfullum tilburðum maka þíns.
Þú finnur til vanmáttar, þú skalt samt ekki
gefast upp.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Það sem er þér eðlislægt, finnst öðrum
öfundsverður hæfileiki. Haltu bara þínu striki
og komdu öðrum í skilning um hvaða álit þú
hefur á málunum.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Miklar breytingar hafa átt sér stað
hjá þér hvað vinnu varðar. Framtíð þín er
bjartari en þú þorðir að vona. Þú færð í hnén
er þú sérð vissa persónu.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Við notum sjaldnast tækifærið til að
tjá okkur við fólk er við hittum á förnum vegi.
Hvernig væri að prófa það?
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Reyndu að forðast að eyða of miklum
peningum. Talaðu hreint út. Þér blöskrar
agaleysið í samfélaginu.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Af þér er krafist aga og ábyrgðar, auk
mikillar vinnusemi. Markmið þitt næstu vik-
urnar verður að víkka sjóndeildarhringinn
með ráðum og dáð.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Það er lítil hætta á að þú gerir mistök.
Einhver segir þér hvernig í pottinn er búið.
Þú ættir að hreyfa þig meira en þú gerir.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Það er einhver valdabarátta í
gangi í kringum þig og þú þarft að hafa gæt-
ur á þínum hlut. Maður þarf ekki endilega að
samþykkja lífsmáta annarra þó að maður
brosi og segi ekki neitt.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú ert að mála þig út í horn og
verður að söðla um. Vertu ekkert að gráta
glötuð tækifæri heldur brettu upp ermarnar
og eigðu frumkvæðið og þá fylgja hinir á eft-
ir.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það er eins og allt lífið í kringum
þig líði hjá sem kvikmynd. Reyndu að finna
þér skemmtilegt áhugamál.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Ýmis tækifæri standa þér opin og
það er erfitt að velja. Þig langar sumpart að
lenda í ævintýrum eða upplifa eitthvað nýtt.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Nú er rétti tíminn til þess að bera upp
spurningu, sem hefur lengi verið að brjótast
um í þér. Ný tekjulind gerir vart við sig.
Stjörnuspá
Sigurður Ingv-
arsson rafverk-
taki, Sunnubraut
8 Garði, verður
sjötugur 4. nóv-
ember næstkom-
andi. Af því til-
efni ætla hann og
fjölskylda hans
að bjóða til afmælisfagnaðar í sam-
komuhúsinu í Garði á afmælisdag-
inn milli kl. 19 og 22. Gjafir eru af-
þakkaðar en þeim sem vilja styrkja
Félag heyrnarlausra er bent á að
söfnunarbauk á staðnum.
70 ára
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5.
f3 O-O 6. Be3 c5 7. Rge2 Da5 8. Rc1
cxd4 9. Rb3 De5 10. Bxd4 Df4 11. g3
Dg5 12. De2 Rc6 13. Be3 Dh5 14. Bg2
Rd7 15. Rd5 e6 16. Rf4 De5 17. Rd3
Df6 18. h4 De7 19. h5 a5 20. hxg6 fxg6
21. a4 d5 22. cxd5 exd5 23. exd5 Rb4 24.
Hh4 Rc2+ 25. Dxc2 Dxe3+ 26. De2
Dg5 27. Kf1 Rf6 28. Rbc5 Dxg3 29. Df2
Dd6 30. Hd1 Rg4 31. De2 Dg3 32.
Hxg4 Bxg4 33. Re4
Staða kom upp á sterku alþjóðlegu
móti sem lauk fyrir skömmu í Saratov í
Rússlandi. Alexander Morozevich
(2737) hafði svart gegn Alexander
Moiseenko (2726). 33… Hxf3+! 34.
Bxf3 Bh3+ 35. Bg2 Hf8+ 36. Kg1
Bd4+ 37. Kh1 Bxg2+ 38. Dxg2 Dh4+
39. Dh2 Dxe4+ 40. Dg2 Hf3 og hvítur
gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.