Morgunblaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
FRÚ FJÓLA ER Í
SÍMANUM
MIKIÐ
VAR HÚN
SNÖGG
ÉG ER
ORÐIN
EITTHVAÐ
SLÆM Í HAND-
LEGGNUM
GÆTI
VERIÐ
ÉG
HELD AÐ ÞAÐ
SÉ OLNBOGINN
ÞÚ GÆTIR VERIÐ AÐ FÁ
TENNISOLNBOGA. KEMUR FYRIR
TENNISSPILARA, SPJÓT-
KASTARA OG LÍKA ÞVOTTA-
KONUR, Í GAMLA DAGA
ÉG TEK EKKI Í MÁL AÐ
ÉG SÉ AÐ FÁ ÞVOTTA-
KONUOLNBOGA!!
EKKI FARA
NEITT Í KVÖLD, VIÐ
ÆTLUM Í HEIMSÓKN
TIL MÖMMU Á EFTIR
FYRR SKAL ÉG
DAUÐUR LIGGJA EN AÐ
FARA Í HEIMSÓKN TIL
MÖMMU ÞINNAR!!
MÁ ÉG ÞÁ
ERFA SKJÖLDINN
ÞINN OG
SVERÐIÐ?
ÞAÐ ER MJÖG GAMAN
Á ÞESSU MÓTORHJÓLI
ÉG HEF SAMT
ENNÞÁ ÁHYGGJUR
AF ÞÉR
KANNSKI MYNDI ÞAÐ
RÓA ÞIG EF ÞÚ PRÓFAÐIR AÐ
KOMA MEÐ MÉR Á BAK
UH...
ÉG VEIT EKKI...
ÞARF ÉG AÐ FÁ MÉR
LEÐURBUXUR?
BYRJUM
NÚ Á ÞVÍ AÐ
PRÓFA
HVAÐ
ERTU AÐ GERA?
SLEPPTU MÉR!
EKKI FYRR
EN ÞÚ SEGIR MÉR
HVAR HANN ER!
SVONA
SVARAÐU
MÉR!
EF
ÞIG
LANGAR AÐ
SPJALLA...
...ÞÁ ER ÉG MEIRA EN
TILBÚINN TIL AÐ HLUSTA...
...Á
ALLAR ÞÍNAR
RAUNIR
BANDALAGIÐ
TILKYNNTI Í DAG
AÐ EINHVER
SAUÐUR SEM
FERÐAÐIST AFTUR
Í TÍMANN, TIL
20. ALDARINNAR,
HAFI SKILIÐ
EFTIR SIG
FRUMGERÐ AF
STAR TREK
FJARSKIPTATÆKI
Rollur og beljur
og ær og kýr
Sigurjón á Lok-
inhömrum og Sigríður
á Hrafnabjörgum töl-
uðu ekki um rollur og
beljur. Þau ræddu yf-
irleitt um ær og kýr:
Ærin bar þremur
lömbum. Ærnar stóðu
allar í hnapp fyrir inn-
an Katrínarhólinn.
Ærin var útigengin í
Fuglberginu og í
tveimur reifum. Gefðu
ánni góða tuggu. Kýr-
in fór alla leið fram á
dal með kálfinn sinn.
Ertu búinn að mjólka kýrnar? Þetta
er kúgæft hey. Kúnni þótti gott að
láta mjólka sig. Farðu nú að sækja
kýrnar! Ætli henni Dísu þætti ekki
skrýtið ef vísan hennar hljóðaði svo:
Dísa heitir draumlynd mær
í dalakofa býr.
Hún unir sér í sveitinni
með sínar rollur og beljur.
Þau Sigurjón og Sigríður voru að
vísu „ómenntað fólk og það var Dísa
í dalakofanum einnig. En þau voru
útskrifuð úr háskóla alþýðunnar
með hæstu einkunn. Ætli sá skóli sé
ekki fremstur allra skóla þegar allt
kemur til alls?
Hallgrímur Sveinsson.
Landlaust
verkafólk
Innanríkisráðherrann
hrósar sér af því að
hann sé hættur að
senda landlaust
verkafólk til Grikk-
lands en sendir það
eitthvað annað í stað-
inn. En er yfirleitt
nauðsynlegt að senda
það burt? Fólk fær
ekki ríkisborgararétt
nema það kunni ís-
lensku. Þessu ætti að
breyta – ýmsir góðir
menn tala ekki ís-
lensku. Þá eru það
skuggalegar fréttir sem fram komu í
viðtali við Geir Jón Þórisson að
leggja eigi stöðu yfirlögregluþjóns
niður. Yfirlögregluþjónar í Reykja-
vík hafa löngum borið höfuð og
herðar yfir aðra og orðið þjóðsagna-
persónur í lifanda lífi. Erlingur Páls-
son synti úr Drangey eins og Grettir
sterki og sagði við nýliða í lögregl-
unni, sem seinna varð sýslumaður,
að besti kostur góðs lögreglumanns
væri sá að hann kynni að loka aug-
unum.
Jóhann Már Guðmundsson.
Ást er…
… að vera í rusli því þú
hefur ekki séð hann síðan
í gær.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Leikf. kl. 8.45. postulín
kl. 9, vatnsleikfimi kl. 10.50. Útskurður/
postulín/Grandabíó kl. 13.
Árskógar 4 | Handav./smíði/útskurður
kl. 9. Heilsugæsla kl. 10. Söngstund kl.
11. Tölvunámskeið kl. 13.15.
Boðinn | Vatnsleikfimi lokaðir hópar kl.
9.15. Bónusrúta kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, glerlist
og handavinna allan daginn.
Bústaðakirkja | Handavinna, spil og
föndur. Auður Ólafsdóttir sjúkraþjálfari
kemur í heimsókn.
Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9,
verslunarferð kl. 14.45.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8,
vefnaður kl. 9. Listamaður mánaðarins.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Göngu-Hrólfar kl. 10. Síðdegisdans kl.
14. Söngfélag FEB æfing kl. 17.
Félagsheimilið Gjábakki | Leiðbeinandi
í handavinnu kl. 9, botsía kl. 9.15/10.30,
glerlist kl. 9.15/13, félagsvist kl. 13, við-
talstími FEBK kl. 15, bobb kl. 16.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd-
list kl. 9, ganga kl. 10. Postulínsmálun og
kvennabrids kl. 13. Íslendingasögur
Sturlunga kl. 16.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10 og 11, vatns-
leikfimi kl. 12.15/14.15, brids og búta-
saumur kl. 13, kaffihlaðborð kl. 14.
Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn-
arnesi | Gler Mýrarhúsaskóla kl. 9. Leir/
mósaík kl. 9. Botsía kl. 10.45. Kaffispjall í
krók kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkju kl.
12. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatns-
leikfimi kl. 18.30.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
kl. 9. Vatnsleikfimi kl. 9.50. Þorvaldur
með harmonikkuna, sungið dansað og
léttar leikfimiæfingar kl. 10. Frá hád. er
spilsalur opinn. Fræðslu- og kynn-
isfundur v/Fagrabergs kl. 15. Fös. 4. nóv.
kynnisferð um miðborgina, m.a. Hörpu,
skráning á staðnum og s. 575 7720.
Grensáskirkja | Samverustund í safn-
aðarheimilinu kl. 14.
Hraunbær 105 | Handavinna/
tréskurður kl. 9. Hjúkrunarfr. kemur kl.
9, brids kl. 13.
Hraunsel | Pútt kl. 10, bókmenntaklúbb-
ur 9. nóv. Línudans kl. 11, handavinna og
glerbræðsla kl. 13, bingó kl. 13.30, tré-
skurður kl. 14, Gaflarakórinn kl. 16.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30/9.30.
Vinnustofa kl. 9. Samverustund kl.
10.30, lestur og spjall. Skartgripakynn-
ing kl. 12.
Hæðargarður 31 | Hringborðið kl. 8.50,
framsagnarhópur Soffíu í Baðstofu/
salnum kl. 10/13, magadans kl. 12 í
Listasmiðju. Opnun myndlistarsýningar
Kristjönu Þórðardóttur kl. 14 í Salnum.
Gáfumannakaffi kl. 15. Fös. 4. nóv. kl. 14
flytur Ljóðahópur Gjábakka í Kópavogi
frumort ljóð í Salnum.
Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar byrj-
endur kl. 14.40, framhaldsflokkur kl.
15.30. Pílates kl. 17.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun
fimmtudag er pútt á Korpúlfsstöðum kl.
10. Postulínsmálun/útskurður kl. 13.
Neskirkja | Opið hús kl. 15. Tónlist og
trú. Haraldur Hreinsson guðfræðingur
ræðir um hvernig tónlist auðgar trúar-
hugsun. Haraldur hefur lokið meistara-
gráðu í guðfræði frá Harvard í Bandaríkj-
unum. Kaffiveitingar í upphafi.
Norðurbrún 1 | Útskurður kl. 9. Fé-
lagsvist kl. 14. Hjúkrunarfræðingur kl.
10.
Vesturgata 7 | Nýtt tölvunámskeið fyrir
byrjendur og framhald hefst 18. nóv-
ember. Leiðbeinandi María Óskarsdóttir.
Upplýsingar og skráning í síma 535-
2740.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.30, bókband og handavinnustofa kl. 9,
morgunstund kl. 10, verslunarferð kl.
12.20, upplestur kl. 12.30, dansað með
Vitatorgsbandinu kl. 14.
Góðkunningjar Vísnahornsins Pét-
ur Stefánsson og Friðrik Stein-
grímsson kankast gjarnan á í
Vísnahorninu. En þeir hafa aldrei
hist, enda býr Friðrik í Mývatns-
sveit og Pétur syðra. Um helgina
gafst Pétri samt kostur á að hitta
Friðrik, en komst ekki vegna vinnu
og varð þá að orði:
Nú er fátt sem fær mér yljað,
fer ég samt að yrkja brag.
Friðrik hefði ég feginn viljað
fá að hitta nú í dag.
Áfram líða ævistundir,
allt sem fæðist; lifir, deyr.
– Eflaust verða okkar fundir
einhvers staðar síðar meir.
Þorsteinn Jónsson bóndi á Sval-
barða í Miðdölum, móðurafi Péturs,
orti eitt sinn á mannamóti:
Heilsa skal með hefð og kurt,
hér eru nýir sauðir.
Gamlir vinir bak og burt
bæði lífs og dauðir.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af vinskap og vísum