Morgunblaðið - 02.11.2011, Page 28

Morgunblaðið - 02.11.2011, Page 28
AF HETJUM Örn Þórisson orn@mbl.is Á ferðalagi mínu umBandaríkin nýlega heim-sótti ég vinafólk í Norður- Karólínu. Einn morguninn að lokn- um kaffisopa og ristuðu brauði banka nágrannar uppá og vilja endilega bjóða okkur í heimsókn, sýna húsið sitt og spjalla á þennan einstaka jákvæða ameríska hátt sem Íslendingum er framandi. Eft- ir að hafa dáðst að garðyrkju hjónanna, húsinu og húsbúnaði, liggur leiðin uppá háaloftið, en þar hefur húsbóndinn Milo Paces, kennari á eftirlaunum frá New York, hreiðrað um sig með minn- ingum um uppruna sinn, unglings- árin og starfsferilinn. Fljótt vekja mesta athygli mína Tarzan-bækur Edgar Rice Burroughs, Star Trek blöð, Sígildar sögur og bækur um Doc Savage.    Fyrir mér er Doc Savage einaf hetjum unglingsáranna og hef ég lengi reynt að safna út- gáfum af ævintýrum hans. Fyrir ókunnuga þá er rétt að upplýsa að Doc Savage er ein af fyrstu ofur- hetjum dægurbókmenntanna. Lester Dent skrifaði sögurnar undir dulnefninu Kenneth Robe- son, um það bil 180 sögur í allt, sem gefnar voru út af Street & Smith í tímaritsformi á árunum 1933 til 1949. Sögurnar segja frá ævintýrum Doc Savage og félaga Bronsmaðurinn Doc Savage hans sem allir eru búnir ein- hverjum sérkennum og hæfileikum sem nýtast í baráttu þeirra við glæpalýð. Doc sjálfum er lýst sem trölli að burðum með óvenjulega útgeislun og litarhaft, sagður vera bronslitaður (heltanaður?). Doc er uppfinningamaður, skurðlæknir, vísindamaður, jafnvígur á öll vopn og fimur í bardaga. Óvinir Docs voru gerspilltir glæpamenn, skil- getin afkvæmi styrjaldar í Evrópu og kalda stríðsins, með gereyðingu heimsins á dagskrá. Eitt það óvenjulegasta við sögurnar er að Doc drap aldrei skúrkana, heldur tók þá úr umferð, sendi þá í dul- arfulla endurhæfingu og jafnvel skurðaðgerð þar sem andfélagsleg hegðun var fjarlægð. Doc Savage er ofurhetja án ofurkrafta, af- kvæmi Sherlock Holmes og greini- legur forfaðir ofurhetjanna, Su- perman, Batman og Fantastic Four. Milo Paces og ég deilum áhuga á gömlum vísindaskáldskap og ofurhetjum. Lengra nær þó ekki skyldleikinn. Milo er sonur flóttamanns frá yfirtöku komm- únista á Tékklandi. Flúði hann til New York með foreldrum og fjöl- skyldu skömmu eftir seinni heims- styrjöld með tvær hendur tómar. Faðir hans framleiddi vinsæla lí- kjöra í heimalandinu, en flúði til Ameríku í leit að nýju lífi eftir að kommúnistar gerðu verksmiðju hans upptæka. Það er engin lygi að ameríska hugmyndin um frelsi og tækifæri handa öllum rættist hjá fjölskyldu Milo, sem er stoltur af tékkneskum uppruna sínum en eftir allt saman hreykinn af því að vera Bandaríkjamaður. Á sinn hátt hefur Milo líkt og Doc Savage sigrast á ófrelsisöflum.    Á háaloftinu hjá Milo kennirýmissa grasa, m.a. eru þar frumútgáfur af Sígildum sögum og fjöldi af Doc Savage-bókum, harð- spjalda- og kiljuútgáfur. Þar er líka Star Trek-jólaskrautið sem ár- lega fer á sérstakt jólatré, við hlið- ina á öllu hefðbundnara tré. Milo kemur auga á áhuga minn á þess- um bókmenntum og skyndilega segir hann, mig langar að gefa þér Doc Savage-bækurnar. Ekki nokk- ur séns að mótmæla góðum hug. „Come on, you take it!“ segir Milo. Nánar tiltekið þáði ég, svolítið lúpulegur, 70 af fyrstu Doc Sa- vage-bókunum í kiljuútgáfu Ban- tam frá 1964 til 1979, sem frægar eru fyrir forsíður sínar. Það eru e.t.v. ekki mikil peningaverðmæti í kiljunum. Lausleg skoðun á Ebay sýnir að hver bók selst á nokkra dollara, en gjöfin lýsir engu að síð- ur örlæti mannsins. Eftir að hafa þakkað góða gjöf og fallist í faðma á háaloftinu, kveð ég Milo. Nú svíf ég í heimi Doc Savage og félaga, berst við ófrelsisöfl og varmenni, heima í stofunni. » Fyrir mér er DocSavage ein af hetjum unglingsáranna og hef ég lengi reynt að safna útgáfum af ævintýrum hans. 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2011 Rás 2 verður með beina útsendingu frá útgáfutónleikum Coldplay í Köln í Þýskalandi á morgun. Útsendingin er í samstarfi við WDR í þýskalandi og EBU. Coldplay mun spila í u.þ.b. 75 mínútur og á efnisskránni eru lög af nýju plötunni, Mylo Xyloto, í bland við eldri slagara. Eftir þessa tónleika leggst sveitin svo í yfir- gripsmikið tónleikaferðalag um ver- öld víða. Nefnd plata er fimmta plata sveitarinnar og kom hún út fyrir stuttu. Hún var m.a. unnin með Bri- an Eno og er konseptplata sem tek- ur á lífi ungmenna í grámóskulegu stórborgarlífi. Tvö lög hafa nú komið út á smáskífum, „Every Teardrop Is a Waterfall“ og „Paradise“. Vinsæl Coldplay er ein allra vinsælasta hljómsveit heims í dag. Coldplay í beinni á Rás 2 Bókaheimur Tónlist.is var opnaður í gær. Tónlist.is, í samvinnu við útgáfufyrirtækið Skynjun, opnar þar með sérstakan bókaheim þar sem hægt verður að sækja nýj- ar vinsælar hljóðbækur. Vefurinn er opnaður með einni stærstu útgáfu ársins, Einvíginu eftir Arnald Indriða- son, og kemur hljóðbókin út sama dag og innbundna út- gáfan. Til að byrja með verða nálægt 100 titlar í boði en úrvalið mun aukast jafnt og þétt. Kappkostað verður að gefa út hljóðbækur samhliða prentuðum bókum. Meðal titla sem verða í boði eru Einvígið eftir Arnald Indriða- son í lestri Ingvars E. Sigurðssonar, Brakið eftir Yrsu Sigurðardóttur í lestri Elvu Óskar Ólafsdóttur, Málverkið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í lestri Hönnu Maríu Karlsdóttur og trúir þú á töfra eftir Vigdísi Grímsdóttur í lestri Unnar Aspar Stefánsdóttur. Straumhvörf í aðgengi hljóðbóka á Íslandi KORTIÐ GILDIR TIL 31.01.2012 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Hafðu samband í síma 569 1122 hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 FRÁBÆRT TILBOÐ Á HREKKJUSVÍNIN. SÝNING SEM ENGINN MÁ MISSA AF! Almennt miðaverð: 3.990 kr. MOGGAKLÚBBSVERÐ 2.490 kr. ATH! Takmarkaðar sýningar í boði. Einungis hægt að kaupa á www.midi.is Hvernig nota ég afsláttinn? Farðu inn á midi.is, veldu þér miða til kaups og í auða reitinn í skrefi #3 sláðu þá inn eftirfarandi: „HREKKJUSVIN“. Smelltu á „Senda“ og þá sérðu að afslátturinn kemur inn um leið. ATH: Staðfestið EKKI greiðslu fyrr en afsláttur er virkur. MOGGAKLÚBBSTILBOÐ Sýningar í boði kl. 20:00 á eftir- töldum dögum: 28. október 5. nóvember og 6. nóvember kl. 16:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.