Morgunblaðið - 11.11.2011, Page 16
Deilt um sérstaka
vaxtaniðurgreiðslu
» Greidd er út sérstök vaxta-
niðurgreiðsla til heimila á
þessu ári og því næsta
» Bankar og lífeyrissjóðir eiga
að fjármagna 3,5 milljarða af 6
milljarða kostnaði sem hlýst af
aðgerðunum á ári, en ekki hef-
ur tekist að semja við lífeyris-
sjóði
» Samtök fjármálafyrirtækja
segja ekkert samstarf hafa ver-
ið haft við þau um fjármögnun
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Fjármögnun sérstakrar vaxtaniður-
greiðslu til heimila á þessu ári og því
næsta, sem var hluti af aðgerðum
stjórnvalda vegna skuldavanda
heimilanna og kynntar voru í desem-
ber 2010, er enn ólokið.
Samkvæmt viljayfirlýsingu rík-
isstjórnarinnar og fjármálafyr-
irtækja og lífeyrissjóða var ætlunin
að leita leiða til að þeir síðarnefndu
fjármögnuðu útgjöldin. Á síðari stig-
um málsins var tekin sú ákvörðun að
heildargreiðslur þessara aðila yrðu
3,5 milljarðar á árinu 2011. Við-
skiptabankarnir hafa greitt 2,1 millj-
arð króna í formi tímabundins við-
bótarskatts, en hins vegar liggur enn
ekki fyrir hvernig hlutur lífeyrissjóð-
anna, 1,4 milljarðar, verður fjár-
magnaður. Forsvarsmenn lífeyr-
issjóðanna hafa hafnað öllum
hugmyndum stjórnvalda um að hlut-
ur þeirra verði fjármagnaður með
einhverjum hætti í gegnum skatt-
heimtu.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Þórey S. Þórðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Landssamtaka lífeyr-
issjóða, að það sé rétt að lífeyrissjóð-
irnir hafi enn ekki greitt upphæðina,
1,4 milljarða króna, til ríkisins, en
upphaflega átti fjármögnunin að
liggja fyrir áður en Alþingi kæmi
saman 1. september sl. „Það hafa
staðið yfir samningaviðræður við
fjármálaráðuneytið um hvernig mál-
ið yrði leyst. En á þessari stundu hef-
ur ekkert samkomulag náðst.“
Að sögn Þóreyjar hafa lífeyrissjóð-
irnir helst viljað koma að þessari
fjármögnun með því að kaupa eignir
af ríkinu. „Hins vegar hefur reynst
erfitt að finna einhverjar eignir sem
lífeyrissjóðirnir telja ásættanlegt að
kaupa. Í fyrstu vildu lífeyrissjóðirnir
kaupa hlut í Landsvirkjun en stjórn-
völd hafa ekki léð máls á því.“ Hún
segir aðrar eignir hafa komið til tals,
meðal annars kaup á landareignum
ríkisins, en lífeyrissjóðirnir hafi met-
ið slík kaup of áhættusöm. „Fjárfest-
ingin þarf að standa undir sér ein og
óstudd, óháð skattheimtunni.“
Guðjón Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka fjármálafyr-
irtækja, segir í samtali við Morg-
unblaðið að gert sé ráð fyrir því að
fjármálafyrirtækin greiði sömu upp-
hæð - 2,1 milljarð króna - á næsta ári.
Hann bendir hins vegar á að ekki sé
rétt að tala um „samkomulag“ við
fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóði í
þessum efnum. „Þetta var vilja-
yfirlýsing um samstarf um fjár-
mögnun. Það hefur ekkert samstarf
verið haft við okkur um fjármögnun
fyrir árið 2012, ekki frekar en gilti
um fjármögnunina á þessu ári.“
Veitir ÍLS samkeppnisforskot
Guðjón bendir jafnframt á að það
skjóti skökku við að Íbúðalánasjóður,
sem er með meira en helmingshlut-
deild á íbúðalánamarkaði, hafi verið
undanþeginn fjármögnuninni. „Þess í
stað var ákveðið að ríkið tæki á sig
hlut Íbúðalánasjóðs í gegnum ríkis-
sjóð. Það er álitaefni hvort stjórnvöld
eru ekki með þessu að veita Íbúða-
lánasjóði enn eitt samkeppnis-
forskotið,“ segir Guðjón.
Að sama skapi segir Guðjón það
undarlegt að aðilar sem enn séu
starfandi á íbúðalánamarkaði, meðal
annars Drómi, og hafi verið aðilar að
samkomulaginu og tekið þátt í þeim
aðgerðum sem yfirlýsingin byggðist
á, komist hjá því að taka þátt í fjár-
mögnuninni þar sem fjármálafyrir-
tæki í slitameðferð eru undanþegin
skattinum. Á þetta hafi Samtök fjár-
málafyrirtækja bent í umsögn sinni
um frumvarpið.
Fjármögnun sérstakrar
vaxtaniðurgreiðslu ólokið
Morgunblaðið/Kristinn
Aðgerðapakki Erfitt hefur reynst að ná samkomulagi milli stjórnvalda og
lífeyrissjóða eftir að viljayfirlýsing um skuldaaðgerðir var undirrituð.
Ekkert sam-
komulag náðst
milli lífeyrissjóða
og stjórnvalda
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2011
Stuttar fréttir ...
● Seðlabanki Bretlands tilkynnti í gær
eftir tveggja daga fundasetu að stýri-
vöxtum yrði haldið óbreyttum í 0,5%
en bankinn kom mörkuðum á óvart
með því að lækka þá svo mikið niður við
síðustu stýrivaxtaákvörðun og hafa
stýrivextir í Bretlandi aldrei verið jafn
lágir.Sérfræðingar í Bretlandi töldu í
gær að ekki væri ekki útilokað að seðla-
bankinn neyddist til að dæla meira fé
inn á markaðinn til að styðja við efna-
hagslífið.
Stýrivextir áfram 0,5%
● Alþjóðlega
matsfyrirtækið
Standard & Poor’s
greindi frá því síð-
degis í gær að það
hefði fyrir mistök,
sent ranga tilkynn-
ingu til nokkurra
viðskiptavina sinna
um að lánshæfis-
einkunn franska
ríkisins hefði verið
lækkuð. S&P segir í yfirlýsingu sinni að
einkunn franska ríkisins sé áfram
AAA/A-1+ með stöðugum horfum og
tilkynningin í gær bendi ekki til þess að
verið sé að yfirfara það mat. Segist
fyrirtækið vera að rannsaka hvað hafi
farið úrskeiðis.
S&P sendi rangt mat á
Frakklandi frá sér
París Eiffelturninn
og Concorde.
● Íslandsstofa, í samstarfi við Finnsk-
íslenska viðskiptaráðið, heldur kynn-
ingarfund um viðskiptaumhverfið í
Finnlandi og Eistlandi miðvikudaginn
16. nóvember í Borgartúni 35.
Almennar upplýsingar verða veittar
um markaðina í Finnlandi og Eistlandi.
Jafnframt verður sagt frá helstu við-
skiptatækifærum sem í boði eru fyrir ís-
lensk fyrirtæki. Meðal annars mun Þór-
dís Lóa Þórhallsdóttir, eigandi Pizza
Hut í Finnlandi, segja frá reynslu sinni
af því að reka fyrirtæki þar í landi.
Viðskiptatækifæri í
Finnlandi og Eistlandi
Nýtt samdrátt-
arskeið blasir við í
ríkjum Evrópu-
sambandsins á
næsta ári, sam-
kvæmt nýrri spá
framkvæmda-
stjórnar ESB. Er
þetta rakið til
gríðarlegra
skulda evrópskra
ríkja, erfiðrar stöðu banka og minni
einkaneyslu. Samkvæmt spánni
verður hagvöxtur á evrusvæðinu
minni á næsta ári en búist var við en
á sama tíma mun skuldastaða evru-
ríkjanna versna enn frekar.
Dökkt yfir
evrusvæði
Olli Rehn
Sprotaþing Ís-
lands, sem rek-
ur Seed Forum
Iceland, blæs til
fjárfestaþings í
dag. Slík sprota-
þing hafa verið
haldin tvisvar á ári allt frá apríl
2005, en mörg af framsæknustu ný-
sköpunarfyrirtækjum landsins hafa
fundið fjárfesta og aðra samstarfs-
aðila á Seed Forum Iceland.
Sjö fyrirtæki kynna sig fyrir fjár-
festum á þinginu, sem haldið verður
í höfuðstöðvum Arion banka, en þar
af eru sex íslensk. Á meðal fyr-
irtækjanna er leikjafyrirtækið Plain
Vanilla sem gaf á dögunum út tölvu-
leikinn Moogies fyrir iPad-
spjaldtölvur og iPhone-farsíma.
Fjárfesta-
þing haldið
Sex íslensk fyrirtæki
kynna starfsemi sína
Stjórn Gufu ehf., rekstraraðila
Fontana heilsulindarinnar á Laug-
arvatni, hefur óskað eftir því við
hluthafa að þeir leggi félaginu til
120 milljónir króna í auknu hlutafé.
Þetta kemur fram á forsíðu Sunn-
lenska í gær.
Anna Sverrisdóttir, fram-
kvæmdastjóri Fontana, segir í sam-
tali við blaðið að með hlutafjár-
aukningunni sé verið að bregðast
við þeim töfum sem urðu á opnun
staðarins í sumar, m.a. vegna þess
að verktakinn varð gjaldþrota í
miðju verki.
Fram kemur að stjórn félagsins
hafi ákveðið að nýta hluta heimild-
arinnar til hlutafjáraukningar
strax, einkum til þess að greiða upp
aukinn byggingarkostnað og til
þess að fjármagna frágang heilsu-
lindarinnar.
Hluthafar Fontana eru 27 talsins
og hafa stærstu hluthafarnir sam-
þykkt aukninguna, en þeir eru Ice-
landair Hotels, Íslenska heilsulind-
in (móðurfélag Bláa Lónsins) og
Bláskógabyggð.
Bláskógabyggð hefur samþykkt
að auka hlut sinn í félaginu um 4,5
milljónir króna, en Atvinnuþróun-
arfélag Suðurlands, sem einnig er
hluthafi, ætlar ekki að auka sinn
hlut. agnes@mbl.is
Auka hlutafé
um 120 milljónir
Fontana Heilsulindin á Laugarvatni leitar leiða til þess að auka hlutafé sitt
um 120 milljónir króna. Stærstu hluthafarnir hafa samþykkt aukninguna.
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Skuldatryggingaálagið á franska
ríkið hefur aldrei verið hærra en það
fór í 204 punkta í gær. Á sama tíma
hækkaði ávöxtunarkrafan á frönsk
ríkisskuldabréf verulega og er
áhættuálagið á þau umfram þýsk
ríkisskuldabréf einnig í sögulegum
hæðum.
Þróunin stýrist af þrálátum orð-
rómi um að eitt eða fleiri stóru mats-
fyrirtækjanna muni frekar fyrr en
síðar lækka lánshæfismat franska
ríkisins úr hæsta flokki. Veik staða
franska bankakerfisins vegna
skuldakreppunnar á evrusvæðinu
hefur ýtt undir þennan orðróm en
stórtækar stöður franskra banka í
ríkisskuldabréfum verst stöddu
evruríkjanna kunna á endanum að
leiða til þess að stjórnvöld í París
þurfi að kosta miklu til endur-
fjármögnunar þeirra.
Versnandi efnahagshorfur í
Frakklandi hafa einnig áhrif á þróun
mála. Framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins spáði í gær að hag-
vöxtur yrði minni í Frakklandi á
næsta ári en opinberar spár stjórn-
valda gera ráð fyrir. Spá fram-
kvæmdastjórnarinnar gerir enn-
fremur ráð fyrir að hlutfall
opinberra skulda franska ríkisins
verði komið í 92% af landsfram-
leiðslu innan tveggja ára.
Þessi þróun á mörkuðum ein-
skorðaðist ekki við Frakkland. Vísi-
tala fyrir skuldatryggingar ríkja í
Evrrópu hækkaði í gær fimmta dag-
inn í röð en vísitalan stendur nú í 345
punktum og hefur ekki verið hærri í
fimm vikur.
Áhættuálagið á ríkisskuldabréf
evruríkja á borð við Spán, Aust-
urríki og Belgíu hækkaði jafnframt
og munurinn á álagi skuldabréfa
þessara ríkja miðað við þýsk rík-
isskuldabréf hefur aldrei verið
meiri.
Franska ríkið færist nær
skotlínu markaðanna
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+0.-.
++/-,1
2+-22
23-/0/
+4-1/,
+20-/5
+-.
+02-1
+.4-5.
++,-0+
+0.-5.
++/-54
2+-202
23-11/
+4-104
+20-4.
+-.311
+02-51
+.0-/5
2+-12135
++4-35
+0,-1
++1-/
2+-/11
23-.3/
+4-./0
+25-++
+-.300
+0/-10
+.0-0/
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á