Morgunblaðið - 11.11.2011, Side 22

Morgunblaðið - 11.11.2011, Side 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2011 Hávær umræða hef- ur verið um endurreisn Þorláksbúðar í Skál- holti. Áhugi á Skál- holtsstað er okkur heimamönnum ánægjuefni en margt í umræðunni nú ein- kennist af ómálefna- legum pirringi í garð formanns Þorláksbúð- arfélagsins og ákveðnu skilningsleysi á sögu Skálholts og umgjörð staðarins. Eftir niðurlægingarskeið var ráðist í endurreisn Skálholts- staðar af miklum stórhug á sjötta áratug 20. aldar. Kirkjan sem þá reis í stað hinnar lágreistu timb- urkirkju er reisuleg bygging og hæfir stærð staðarins í sögu og menningarlífi þjóðarinnar. En það var ekki bara að nýja kirkjan væri stór, verklag allt við endurreisnina var stórkarlalegt og framkvæmd- irnar svo sannarlega barn síns tíma. Gamalt skran og nýr staður Öllu var þá umbylt á staðnum og fyrir þeim sem var þar kunnugur fyrir 1956 var staðurinn óþekkjanlegur á eftir. Nýtt landslag var mótað með vegum, hæðum og byggingareitum. Um aldir og líklegast allt frá árinu 1056 hafði það fyr- irkomulag ríkt í Skál- holti að kirkjan stóð þar hæst í landinu en önnur staðarhús mynduðu þorp neðan og sunnan kirkjunnar. Gamla bænum og öllu sem minnti á fyrirkomulag aldanna var rutt úr vegi með stórvirkum vinnuvélum. Nýr staður var byggður upp norð- an og að hluta til ofan við kirkjuna. Úr aldagömlum sögulegum kirkjugarði var gerð slétt flöt og fjöldi minja, minningarmarka og mannvirkja sem þar voru, kasaðar sem hvert annað skran. Sumt af því þótti ekki nógu gamalt, annað var talið að passaði ekki staðnum og virðingu hans. Vörubílsfarmar af jarðvegi voru teknir austur undir Þorlákssæti og sturtað niður við kirkjuna. Vegur var lagður yfir gömlu klappirnar þar sem Tungnamenn höfðu í sagnagleði sinni bent ferðalöngum á blóðlit á steini sem tilheyrði aftöku Jóns Arasonar. Hjátrúin, þjóðsögurnar, forn ásýnd staðarins, allt var þetta afmáð. Gaml- ar heimtraðir sem vegna fornminja- gildis fengu að vera óáreittar urðu samt svo útundan í öllu skipulagi að njólinn einn vildi með þær hafa á mín- um barnsárum í Skálholtshlöðum. Sá sem hér ritar hefur í skrásetn- ingu þjóðsagna gengið um Skálholts- hlöð með gömlum Tungnamönnum sem mundu þessa tíma og kunnu að lýsa Skálholti eins og staðurinn var fyrir umbreytinguna miklu. Færum ekki Þorláksbúð Einu tóftirnar sem einhver sómi var sýndur var tóft hinnar gömlu Þor- láksbúðar. Þær tóftir fengu að standa og hafa einar af því sem ofanjarðar sést borið þess merki að hér er staður sem á sér langa sögu. Undanfarin ár hafa staðarins menn og áhugamenn um Skálholt unnið að endurgerð Þorláksbúðar og þá kemur upp sú umræða að þetta lágreista torfhús muni skyggja á Skálholts- kirkju. Dómkirkjan sjálf ber ekki með sér að vera hrokafull eða kaldlynd og það hæfir ekki að þeir sem þannig tala geri sig að talsmönnum hennar. Kirkja þessi er hluti af sögu og hluti af stað sem verðskuldar að við leggjum rækt við. Formæður Skál- holtskirkju undu vel við hlið Þorláks- búðar og voru þó margar miklum mun stærri sjálfar, háreistar timb- urbyggingar og gerólíkar Þorláks- búð. Það er jafn fráleitt að færa búð- ina eins og ef einhver léti sér til hugar koma að færa kirkjuna. Sögu Skál- holts er sómi sýndur með endurbygg- ingu Þorláksbúðar og þeir sem ekki sjá kirkjuna fyrir búðinni eru spaugi- legir menn. Framlag húsafriðunarnefndar til Skálholts nú er sérkennilegt þar sem engri byggingu er hætta búin af því sem þar fer fram. Víðsvegar um land væri frekar þörf á skyndifriðun. Það að reft sé yfir búðina er afturkræf framkvæmd og vilji svo verkast geta komandi kynslóðir sett jarðýtu á Þor- láksbúð líkt og gert hefur verið við fjölmargar sögulegar minjar í land- inu. En varla verður það gert í nafni húsafriðunar. Ómálefnalegur pirringur Miklu ræður um þessa umræðu að inn í hana blandast pirringur gagn- vart starfandi stjórnmálamanni sem hefur valist til ákveðinnar forystu fyrir þessu verkefni. Árni Johnsen má fullvel njóta sannmælis fyrir gott framtak í Skálholti og uppbygging staðarins á ekki að líða fyrir pólitísk- an pirring. Húsafriðun eða annarlegur pirringur Eftir Bjarna Harðarson » Tóftir Þorláksbúðar eru einar ofanjarðar af minjum um sögu staðarins. Sjálfsagt er að refta yfir þær eins og gert var. Slíkar minjar færa menn ekki. Bjarni Harðarson Höfundur er bóksali og áhugamaður um húsafriðun. Á Fáskrúðsfirði var byggt þjónustuhús í tólf metra fjarlægð frá Kolfreyjustaðarkirkju. Þetta hús er jafnstórt kirkjunni að grunnfleti. Kolfreyjustaðarkirkja er friðað hús. Húsafrið- unarnefnd stóð ekki gegn byggingu hússins né staðsetningu. Arki- tekt og umsjón með byggingu hafði Hjörleifur Stefánsson. Á Vopnafirði var byggt safn- aðarheimili við hlið Vopnafjarð- arkirkju, stærra en kirkjan og henni tengt með göngum. Vopnafjarð- arkirkja er friðað hús. Húsafrið- unarnefnd stóð ekki gegn byggingu hússins né staðsetningu. Arki- tekt og umsjón með byggingu hafði Hjörleif- ur Stefánsson. Engin hús á Skál- holtsstað eru friðuð og eru því utan við lögsögu Húsafriðunarnefndar. Nú hefur nefndin skyndifriðað Skálholts- kirkju og Skálholtsskóla til að geta stöðvað bygg- ingaframkvæmdir á Þorláksbúð sem er mjög lítið hús í samanburði við stærð kirkjunnar og er staðsett í tuttugu metra fjarlægð. Formaður Húsafriðunarnefndar er Hjörleifur Stefánsson, arkitekt. Skiptir máli fyrir afstöðu Húsafrið- unarnefndar, ef Hjörleifur Stef- ánsson er arkitekt og hefur umsjón með byggingu húsa? Hlutverk Húsa- friðunarnefndar er að friða hús. Hvergi í lögum er kveðið á um heim- ild til húsfriðunar í þeim tilgangi að banna byggingu húsa. Er Húsafrið- unarnefnd komin út fyrir valdsvið sitt í hagsmunagæslu sinni? Er þetta trúverðugt? Eftir Gunnlaug Stefánsson Gunnlaugur Stefánsson » Skiptir máli fyrir af- stöðu Húsafriðunar- nefndar, ef Hjörleifur Stefánsson er arkitekt og hefur umsjón með byggingu húsa? Höfundur er sóknarprestur í Heydölum. David Hume (1711- 1776) er einn af merk- ustu heimspekingum síðari alda, kunnur fyrir þekkingarfræði sína, trúarheimspeki og sið- fræði. Hann er einn af frumkvöðlum fé- lagsvísindanna og í bók hans „Of the first prin- ciples of government“ kemst hann svo að orði: „Ekkert er athygl- isverðara fyrir þá sem stunda lýð- rannsóknir á heimspekilegum grunni en hvernig almenningur sættir sig við að kjósa lítinn hóp til þess að stjórna mörgum.“ Þetta er fulltrúalýðræðið í hnotskurn. Vandamálið við lýðræði byrjar þegar kjörnir fulltrúar setjast í stóla sína, þá gleyma þeir kosningalof- orðum sínum fljótt. Atburðir síðustu ára virðast benda til þess að fulltrúa- lýðræðið eins og við útfærum það á Vesturlöndum sé ekki lengur eins „snilldarleg lausn“ og við viljum halda. Þróun fulltrúalýðræðis var eitt af stórkostlegustu afrekum mannsins á síðustu öld, en án efa er það mik- ilvægasta áskorun 21. aldarinnar hve- nig við þróum fulltrúalýðræðið áfram. Við verðum að finna nýjar leiðir til þess að kveikja áhuga almennings til stjórnmálaþátttöku. þátttaka í stjórn- málum verður að gera eins auðvelda fyrir almenning og mögulegt er og reyna að finna nýjar tæknilegar leiðir til þess að fá sem flesta til að taka þátt í lýðræðisferlinu. Traust almennings á stjórnvöldum hefur minnkað jafnt og þétt síðustu áratugi. Á Íslandi er það nú í sögu- legu lágmarki en 90% kjósenda treysta ekki stjórnmálamönnum. Gerry Stoker, breskur prófessor í stjórn- málafræði segir það bestu leiðina að aukinni þjóðfélagssátt, betri stjórnmálaumræðu og réttlátara samfélagi að auka vægi beins lýð- ræðis og gera lýðræð- isþátttöku auðveldari. Almenningi finnst stjórnmálamenn gæta hagsmuna fjármálafyrirtækja betur en kjósenda og er kvartað yfir því að stjórnmálamenn séu ekki í tengslum við almenning og verður því að endurvekja traust almennings á stjórnmálum. Margt veldur þessari óánægju, t.d. ógagnsæi í ákvarð- anatöku, lélegur árangur, stanslaus kosningarbarátta og óvægnar árásir á menn og málefni. Ekki er hægt að halda núverandi kerfi óbreyttu og auðvelda verður leiðina og stytta fyr- ir þá sem vilja taka þátt í hinu póli- tíska ferli. Við verðum að stokka upp kerfið og finna nýjar lausnir og opna verður hið lýðræðislega ferli. Þjóðfélag okkar þarfnast þátttöku almennings vegna mikilvægra málefna sem eru að hrjá þjóðfélagið í dag t.d. efnahagslífið, fé- lagslega kerfið og umhverfið. Til þess að leysa þetta sígilda vandamál má vopna alla kosn- ingabæra landsmenn með spjaldtölv- um. Mætti virkja 77 almennings- bókasöfn landsins sem samskiptamiðstöðvar með spjaldtölv- urnar og skapa nýja atvinnugrein við kennslu á upplýsingatækni og upp- lýsingalæsi. Ávinningurinn með því að virkja alla kosningabæra lands- menn í þjóðfélagsumræðuna er margvíslegur. Þetta auðveldar raf- rænar kosningar t.d. í félög, sveit- arfélög, stjórnir lífeyrissjóða og verkalýðsfélög og síðast en ekki síst þjóðaratkvæðagreiðslur. Hafa mætti þjóðaratkvæðagreiðslur einu sinni í mánuði. Hægt er að spyrja almenn- ing um vilja hans og Alþingi gæti síð- an útfært niðurstöðuna. Stórar ákvarðanir eins og staðsetning rík- isspítala, flugvalla og önnur stórmál sem hingað til hafa verið óútkljáð í samfélaginu ættu að fara í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Íslendingar hafa nú þegar komið sér upp rafrænum skilríkjum sem tryggir persónu- vernd. Rafræn skilríki bjóða upp á mikið hagræði sem einfaldar aðgengi og eykur öryggi í samskiptum. Hagvöxtur framtíðarinnar byggist á hátækni, hraða, aðgangi að upplýs- ingum og hæfileikum til að nýta þær. Frí þráðlaus nettenging og há- hraðanet verður að vera í þéttbýlis- kjörnum og á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er framtíðin og Íslendingar með eitt elsta löggjafaþing veraldar eiga að vera brautryðjendur í þróun beins lýðræðis í heiminum. Allt sem til þarf er hugdjörf framtíðarsýn. Beint lýðræði – Spjaldtölvur Eftir Guðmund F. Jónsson » Framtíðarsýn um upplýsingasam- félagið og beint lýðræði. Guðmundur Franklín Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður Hægri grænna, flokks fólksins. V i n n i n g a s k r á 28. útdráttur 10. nóvember 2011 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 6 0 5 9 8 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 4 1 0 7 5 5 9 2 4 6 5 6 2 1 7 6 0 5 2 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 19530 23975 44128 63119 65164 68829 22991 28547 58281 64380 65894 70670 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 8 6 6 3 6 4 2 2 1 7 1 3 0 1 2 0 3 8 0 0 6 5 2 9 2 3 6 1 1 9 4 7 0 5 7 7 9 4 0 6 6 0 0 2 3 8 0 9 3 1 1 4 6 3 8 5 4 4 5 4 1 9 3 6 1 7 6 2 7 1 2 8 1 1 0 0 8 9 2 8 1 2 4 3 2 2 3 2 7 1 5 4 1 4 0 6 5 4 5 7 5 6 2 7 5 3 7 1 7 4 8 1 3 2 7 9 4 1 2 2 5 2 4 5 3 4 0 9 0 4 2 4 4 6 5 5 4 0 6 6 4 2 1 2 7 2 1 2 5 2 7 4 2 9 9 6 6 2 5 4 5 2 3 4 3 0 5 4 3 5 5 4 5 6 2 7 2 6 6 2 1 4 7 4 9 9 0 3 2 9 0 1 0 0 5 6 2 6 7 9 9 3 4 5 9 2 4 5 9 3 9 5 6 7 5 5 6 7 0 3 6 7 5 3 3 3 4 3 1 2 1 1 0 1 9 2 8 3 1 6 3 4 6 1 6 5 0 9 6 7 5 6 8 7 6 6 7 1 5 4 7 5 6 4 5 4 3 6 8 1 5 7 1 3 2 8 9 1 3 3 5 7 7 8 5 1 1 7 9 5 6 9 8 4 6 7 3 4 8 7 6 5 2 3 4 6 4 9 1 6 4 6 9 2 9 2 0 3 3 7 2 5 9 5 2 2 1 0 5 9 6 5 3 6 8 3 2 1 7 9 8 4 4 5 8 3 4 1 8 6 3 2 3 0 0 9 9 3 7 5 7 0 5 2 7 4 4 6 1 1 8 0 6 8 8 9 3 7 9 9 4 4 V i n n i n g u r Kr. 9.000 Kr. 18.000 (tvöfaldur) 70 7854 15411 22946 29785 37206 44327 53123 63887 72333 332 7976 15705 23214 29805 37311 44336 53152 63964 72478 685 8430 15771 23749 29807 37601 44381 53222 64422 72697 895 8473 15966 23812 29969 37891 44392 53777 64470 72875 992 9017 16076 23980 30081 37894 44719 53990 64642 73110 1513 9237 16389 24059 30359 38004 44921 54415 64683 73329 2054 9337 16598 24223 31073 38181 45123 54419 64729 73341 2070 9395 16699 24532 31151 38273 45203 55073 65280 73408 2148 9440 17100 24549 31401 38413 45281 55310 65312 73583 2356 9447 17605 24572 31834 38920 45565 55461 65347 74036 2563 9455 17911 24866 31835 39005 45643 55511 65466 74343 2806 9576 18166 24994 31989 39123 45856 55693 65570 74573 2844 9865 18300 25000 32018 39328 46234 56782 65583 74600 3288 10333 18735 25024 32154 39619 46411 57196 65660 74804 3505 10373 18928 25232 32187 39646 46800 57520 66147 74897 4158 10397 18930 25428 32376 39752 47252 57607 66299 74933 4284 10430 18973 25690 32608 39934 47788 57755 66706 75355 4445 10465 19039 25706 32654 40042 47825 58435 66930 75738 4463 10601 19749 26049 32699 40546 47834 58732 67023 76288 4630 10653 19813 26100 32976 40732 47921 58808 67510 76361 4640 10889 19861 26292 33443 40930 48710 59057 68120 76559 5412 11582 19909 26501 33712 41018 49128 59813 68472 76636 5430 11777 20949 26855 33830 41101 49143 60124 68623 76817 5828 11828 21029 26904 34490 41237 49214 60481 69108 76976 6040 12528 21129 27004 34933 41337 49275 60548 69142 77100 6089 12560 21194 27244 35247 41376 49689 60872 69382 77153 6144 12757 21299 27311 35265 41486 49870 60885 69839 77360 6199 12832 21460 27372 35343 41680 50193 60897 69895 77448 6285 12880 21640 27894 35589 41887 50282 60906 70737 78110 6302 13001 22061 28086 35729 42144 50326 61215 70743 78340 6338 13025 22075 28125 35913 42571 50832 61585 70882 78537 6394 13089 22095 28140 35933 42600 50886 61781 71054 78673 6501 13109 22096 28157 36297 42624 51132 62021 71144 78751 6839 13189 22238 28334 36531 42625 51309 62023 71185 78827 7106 13215 22260 28340 36609 42721 51317 62370 71327 78927 7510 13959 22393 28668 36696 43435 51320 62451 71376 78962 7595 14229 22487 28747 36747 43446 52260 62605 71494 79118 7649 14406 22661 28878 36873 43516 52421 62893 71611 79649 7782 14666 22770 29348 36979 43956 52674 62968 71965 79658 7803 15167 22783 29578 37160 44279 52700 63805 71984 79960 Næstu útdrættir fara fram 17. nóv, 24. nóv & 1. des 2011 Heimasíða á Interneti: www.das.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.