Morgunblaðið - 11.11.2011, Síða 31

Morgunblaðið - 11.11.2011, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2011 ✝ Margrét Jóns-dóttir fæddist að Gjögri, Árnes- hreppi í Stranda- sýslu, 6. apríl 1933. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 2. nóvember 2011. Margrét var dóttir hjónanna Jóns Sveinssonar, f. 30. maí 1895, d. 21. okt. 1967, og Olgu Soffíu Jakobsdóttur Thorarensen, f. 30. mars 1903, d. 24. febr. 1940. Margrét var áttunda í röðinni af ellefu börnum Jóns og Olgu, en þau voru: a) Est- her, f. 1923, b) Jakob Jóhann, f. 1924, c) Jakob Jóhann, f. 1926, d) Vigdís, f. 1927, e) Sveinn Húnfjörð, f. 1928, f) Ásta, f. 1930, g) Kristófer Garðar, f. 1931, h) Margrét, f. 1933, i) Þorsteinn, f. 1935, j) Auðunn, f. 1936, k) Níels, f. 1939. Af systkinunum er Kristófer Garðar nú einn eft- irlifandi. Margrét giftist Einari Haf- steini Guðmundssyni múr- arameistara, f. 28. sept. 1923, d. 26. maí 1985, á árinu 1959. Þau áttu saman átta börn en Einar átti tvö börn af fyrra hjónabandi. Börnin eru: 1) Hansína Bjarnfríður, f. 29.1. 1957, maki Jón Rafn Högna- Jens Elí, f. 2000, og Karitas Halla, f. 2006. 7) Pálmi Ein- arsson, f. 5.11. 1969, maki Oddný Anna Björnsdóttir. Synir Pálma og Oddnýjar eru Róbert Björn, f. 2006, og Brynjar Örn, f. 2008. Sonur Pálma og Guðlaugar Árna- dóttur er Gísli Jóhann, f. 1990. Fyrri eiginkona Pálma var Birgitta Ósk Birgisdóttir. 8) Olga Soffía Einarsdóttir, f. 19.9. 1973, maki Brynjar Björn Gunnarsson, dætur þeirra eru Kamilla Brá, f. 2001, Rakel Lóa, f. 2004, og Rebekka Sif, f. 2009. Börn Einars af fyrra hjónabandi eru 1) Þorsteinn Bergmann, f. 1946, maki Esther Gríms- dóttir. Synir Þorsteins og Sig- ríðar Vigfúsdóttur eru Vigfús, f. 1966, og Reynir, f. 1969. Börn Vigfúsar eru Kristín Sif, f. 1994, Heimir Steinn, f. 1999, og Egill Skorri, f. 2004. 2) Hrefna Sylvía, f. 1947, maki Gylfi Jóhannesson, börn þeirra eru Jóhanna Guðný, f. 1976, og Arnar Ingi, f. 1981. Margrét flutti í Kópavog 1955 og hóf sambúð með Ein- ari Hafsteini og bjuggu þau lengst af að Kópavogsbraut 12. Margrét hóf sambúð með Ólafi Ingvarssyni 1996 og þau bjuggu saman í þrettán ár. Síðustu tvö ár bjó Margrét að Hásæti 7b, Sauðárkróki. Margrét verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag, 11. nóvember 2011, og hefst at- höfnin kl. 15. son. Sonur Hans- ínu og Kristins Jónssonar er Ein- ar Margeir, f. 1985. Dóttir Ein- ars Margeirs er Bríet Katla, f. 2010. 2) Bryndís Einarsdóttir, f. 29.5. 1958, maki Vigdís Rasten. 3) Guðrún Agnes Einarsdóttir, f. 21.7. 1959, maki Einar Jóns- son, sonur þeirra er Ketill Einarsson, f. 1986. 4) Guð- mundur Einarsson, f. 3.4. 1960, d. 25.12. 2010, maki Fríða Björg Einarsdóttir, börn þeirra eru Þórhildur Bryndís, f. 1999, og Einar Hafsteinn, f. 2007. Dóttir Guðmundar og Bjargar Þorleifsdóttur er Kristjana, f. 1991. 5) Einarína Einarsdóttir, f. 20.4. 1967, maki Stefán Öxndal Reyn- isson, börn þeirra eru Margrét Rún, f. 2005, og Reynir Öxn- dal, f. 2008. Dóttir Einarínu og Ingvars Guðjónssonar er Þorbjörg, f. 2001. 6) Gunnar Jens Elí Einarsson, f. 23.6. 1968. Gunnar á fjögur börn, sonur hans og Dóru Bjarkar Scott er Bjarki Jens, f. 1987. Sonur hans og Elínar Þórdísar Hreiðarsdóttur er Örvar Már, f. 1991. Börn hans og Mar- grétar Gígju Rafnsdóttur eru Mamma er látin. Ég svaf hjá þér síðustu nótt- ina fyrir norðan, auðvitað komstu því þannig fyrir. Ég er elst af þínum átta börnum, við þekktum hvor aðra, þú vissir að ég myndi hrjóta þér við hlið vit- andi hvert stefndi. Í byrjun þessa árs var Guðmundur bróð- ir jarðaður og mínar aðstæður breyttust. Þetta gekk nærri þér og við einsettum okkur að búa til góðar minningar. Nota tím- ann, gleðjast, reykja og dreypa á víni, elda góðan mat og ferðast. Raungera draumana þína. Það hefur ekki verið auðvelt að hefja búskap með pabba á sjötta áratugnum í Kópavogi. Hann átti fyrir tvö börn og við systur urðum þrjár á þrem ár- um. Með framfærslu á fimm börnum, pabba í fullu námi varðstu að vera útsjónarsöm og snjöll. Þið gáfust aldrei upp, funduð leiðir og leystuð málin, flott saman, frumlegar fyrir- myndir, ólík og glæsileg. Efst á óskalistanum var að fara norður á Gjögur, þín hinsta ferð, sagðir þú. Ferðin var ákveðin í byrjun ágúst og Ívar frændi lánaði þér húsið. Þú blómstraðir, gekkst um Gjög- urslandið, hittir frændur og vini, sagðir sögur, hlóst og gantaðist. Varðst aftur ung, frjáls, laus við veikindi, kvíða og sorta. Og svo kom Garðar bróðir, ferðin fullkomin, Gjörg- ursbörnin tvö á ferð. Þið sýnd- uð okkur perlur jarðarinnar og sögðu ættarsöguna. Mamma, hugmyndafræðing- ur og hönnuður – við ætluðum ekki bara að sjá Gjögrið – þessi ferð átti líka að vera til þess að ræða lífshlaupið, læra af þér og ljúkja því sem þú áttir eftir að skila til okkar. Manstu eftir listanum sem við bjuggum til í eldhúsinu – þegar ég sagði að þú ættir skilið nýsköpunarverð- laun? Um öll litlu fyrirtækin sem fjölskyldan vann að í Kópa- voginum? Ræktun og sala sum- arblóma, blaðaútburður, inn- heimta fyrir happdrætti, bolluvandaframleiðsla, framleitt og selt um allt höfðuðborgar- svæðið, fisksala á vorin, flöskut- ínsla, öskuhaugaheimsóknir, hugað að endurvinnslu og nýt- ingu á því sem var hent, maðka- tínsla og -sala og hönnun og sala á dúkkufötum. Þessar endurminningar voru skemmtilegar og ekki undarlegt þó að meirihluti okkar sé með eigin rekstur. Á Gjögrinu tókst mér að taka fiskibollu-, flatköku- og lifrar- pylsuprófið. Ég hef svo sem tekið talsvert af prófum í gegn- um tíðina en þessi voru stíf, þú varst kröfuhörð og lagðir mikla áherslu á gæði og smáatriði. Ekki sama hvernig tuskan snéri undir hakkavélinni, hvað þá annað. Mamma, þú varst á undan þinni samtíð, alltaf tilbúin til þess að læra og bæta við þig þekkingu. Þú varst kjörkuð, frábær fyrirmynd. Fyrir aðeins tveimur árum fluttir þú á Sauð- árkrók, þekktir næstum engan en kynntist nýju fólki og naust þess að eiga sjálfstætt líf. Samt orðin mikið veik. Fyrir stuttu varstu hjá Olgu og við systur að ræða verkefni, þú að hlusta og heyrðir okkur segja – ekkert mál, við finnum þetta á netinu og þú sagðir: „Stelpur er allt þarna inni?“ Við skildum að þú varst ekki sátt við að sitja ut- angátta, geta ekki notað netið. Fingur þínir kræklóttir af liða- gigt og krabbameinið hafði læst sig um allan þinn litla líkama. Kominn tími til að kveðja. Ég veit að þú skildir ekki alltaf þær gráður sem börnin þín stolt komu með heim eftir nám, en þú veist hvað það er að vera meistari. Pabbi var meistari í sínu fagi, þú varst meistarinn minn. Ég set það á seininn þinn. Hansína B. Einarsdóttir. Elsku mamma. Hvernig er hægt að skrifa aðeins nokkur orð um þig, svona stórfenglega konu, þú sem ert efni í heila bók, ef ekki nokkrar. Þú fædd- ist og ólst upp norður á Strönd- um, nánar tiltekið á Gjögri í Ár- neshreppi. Þetta er afskekkt sveit og því erfitt með aðföng og samgöngur. Þar elst þú upp í stórum systkinahópi. Þú varst mjög ung þegar þú misstir móður sína og þurftir því snemma að byrja að taka ábyrgð, vinna, vera dugleg, hagsýn og útsjónarsöm. Þetta er þau hugtök sem fyrst koma upp í hugann þegar ég minnist þín. Þú kemur ung til pabba í Kópavoginn, ræður þig sem ráðskonu hjá honum og saman byggið þið upp þetta stóra heimili á Kópavogsbrautinni. Það var oft hart í ári hjá okkur en saman tókst ykkur þetta. Þegar ég sat núna og fór í gegnum myndir um lífshlaup þitt, þá komu þessi sömu hug- tök aftur upp. Ef við vorum ekki að búa til bolluvendi, tína ánamaðka, bera út blöð, safna flöskum, passa börn, þá voruð þið saman að hanna garðinn, smíða, sauma, prjóna, taka slátur, alltaf verið að hanna eða skapa eitthvað. Þegar ég hugsa til baka, þá var allt gert heima, nema kannski búa til skó. Nei, bíddu nú við, skór voru hann- aðir líka, leikfimiskór á Olgu, jú mikið rétt. Ég man að við áttum sófa- sett í mörg ár, svo ein jólin voru þetta orðin spariföt á yngri systkinin. Þið höfðuð ákveðið að skipta um áklæði og þá var efnið notað í jólaföt á börnin. Fyrir hver jól voru bakaðar minnst tíu sortir, mál- að, þrifið eða verið að endur- hanna eitthvað heima. Það var allt hugsað í lausnum, ef upp kom vandamál, þá var bara hannað og skapað. Þannig var það líka með þetta síðasta verkfæri (hjálpartæki) sem ég fann á borðinu hjá þér. Þú varst orðin svo slæm af gigtinni og því áttir þú erfitt með að hækka og lækka í útvarpinu. Þú hafðir fundið trjágrein, teip- aðir hana þannig að þú gætir notað þetta. Það var sama með göngugrind, sem þú hafðir fengið uppi á sjúkrahúsi, hand- föngin á henni voru of erfið fyr- ir hendurnar þínar. Þú varst ekki lengi að redda því, þú fékkst þæfða vettlinga úr föndrinu hjá þér og settir yfir handföngin, þannig að þú gætir notað grindina. Ég,k eftir 30 ára störf á sjúkrahúsum, hafði aldrei séð annað eins. Þú dóst aldrei ráðalaus. Það er því ekki skrýtið þó að í þessum stóra hóp sem þú skilur nú eftir sé fullt af hönnuðum, hugmynda- ríkum og duglegum einstak- lingum. Að vísu misstir þú elsta soninn um síðustu jól og var það mjög erfitt fyrir þig. Við andlát hans tók krabbameinið sig aftur upp hjá þér og leiddi þig svo til dauða. Ég veit, mamma mín, að nú situr þú með þeim báðum, pabba og Guðmundi, og þið eruð að reykja. Þið eruð örugglega ekki bara að reykja, þið eruð að skapa og hanna eitthvað sem þarf að laga og breyta þarna hinum megin. Um leið og ég þakka þér fyrir allt sem þú hef- ur kennt mér, þá bið ég þig að skila kveðju til þeirra. Þín dóttir, Guðrún Agnes (Nenna). Elskuleg stjúpmóðir mín og kær vinkona, Margrét Jóns- dóttir, er látin. Hún kom inn í líf okkar systkinanna þegar hún hóf sambúð með föður okkar, þá var hún rúmlega tvítug, ég sjö ára og Steini bróðir átta. Það sem ég man sérstaklega eftir frá þessum fyrstu kynnum er hversu einbeitt og skipulögð Magga var og hvað hún tók hlutina föstum tökum. Hún hafði alveg á hreinu hvernig stjórna átti heimili og hvort sem okkur líkaði betur eða verr þá skyldum við hlíta þeim reglum sem hún setti okkur. Hún hafði misst móður sína ung og þurfti snemma að taka á sig mikla ábyrgð, hugsa um heimili og annast sína stóru fjölskyldu. Magga var einlæg, óeigingjörn og ósérhlífin og hjálpsemin var henni í blóð borin. Hún hafði alltaf tíma til að sinna öðrum og hún hafði alltaf eitthvað að gefa. Verst að hún vildi alltaf vera að gefa manni þennan hryllilega vonda plokkfisk sem hún eldaði, en það var reyndar eina stóra ágreiningsefnið sem ég man eftir að hafi komið upp á milli okkar á þessum árum. Annars var hún listakokkur og það lék allt í höndunum á henni. Hún var ótrúleg ham- hleypa til verka, svo ekki sé meira sagt, og útsjónarsemin við heimilishaldið var með slík- um ólíkindum að það hefði verið ágætt efni í handbók nú í kreppunni. Já, hún var hreint ótrúleg hún stjúpa mín, sama uppátekt- arsama sveitastelpan sem alltaf gat hlegið og skemmt sér, al- gjört partýljón ef því var að skipta. Á meðan heilsan leyfði dvaldi hún öllum stundum í sumarbústaðnum í Kjósinni og þangað var alltaf gaman að koma. Ógleymanlegar voru líka grásleppuveislurnar á vorin sem hún hélt okkur hjónunum á Sæbólsbrautinni. Magga vildi alltaf hafa líf og fjör í kring um sig og á sinn einstaka hátt smit- aði hún alla af ólgandi orku og geislandi lífsgleði. Síðasta árið var erfitt, sú erf- iða raun að þurfa að horfa á eft- ir ástkærum syni síðasta jóla- dag og síðan hetjuleg barátta við erfið veikindi. Elsku Magga mín, minningin um þig er mér svo kær, minningin um fallegu, gjafmildu og góðu stjúpuna mína. Ég sakna þín sárt, hafðu þökk fyrir allt. Hrefna Sylvía. Í minningu góðrar tengda- móður verður mér hugsað til baka og koma þá fyrst upp í hugann öll þau yndislegu sumur sem við fjölskyldan áttum sam- an með henni í sumarbústöðum okkar í Eilífsdalnum, þar vildi hún helst af öllum stöðum vera sín seinni ár og naut þess að rækta garðinn sinn og taka á móti fólki með allri sinni gest- risni. Ég sé hana fyrir mér í sæta græna húsinu sínu lengst uppí fjalli, með dægurlög í spil- aranum að púsla eða sýsla með barnabörnum og blómum með húsið ilmandi, ýmist af kjötsúpu eða pönnukökum, já hún Magga var svo góð heim að sækja, kona með risastórt hjarta, ein- staklega lífsglöð, alltaf kát og hress og dugnaðurinn í fyrir- rúmi. Ákveðin var hún og lífs- krafturinn með ólíkindum, stundum beitt en alltaf tilbúin að gefa af sér og þá sérstaklega til þeirra sem minna máttu sín. Það er erfitt að kveðja og ég vona að þú sért búin að hitta elsku hjartans Guðmund okkar, son þinn, og hvíldinni fegin. Þakka þér tryggðina við okkur og samfylgdina, elsku tengda- móðir og amma, berðu Guð- mundi mínum kveðjuna, við munum ávallt minnast þín og sakna. Fríða Björk, Þórhildur Bryndís og Einar Haf- steinn. Að morgni 2. nóvember lést tengdamóðir mín Margrét Jónsdóttir frá Gjögri. Kynni mín af Margréti hóf- ust fyrir 11 árum þegar ég fór að búa með elstu dóttur hennar. Það var alltaf gott að koma við í kaffi til Möggu þegar við vorum á ferð í Reykjavík. Alltaf var boðið upp á heimabakað rúg- brauð og heimagert álegg og kæfu. Magga var snillingur í eldhúsinu enda hafði hún alltaf áhuga á að nýta vel vel það sem til féll í matargerð. Margrét var mikill stjórnandi og bar mikla virðingu fyrir vinnuskipulagi enda lærði ég ýmislegt af henni, það var ekki sama hvernig gengið var frá hlutunum sem verið var að nota í eldhúsinu eða hvernig þeir voru þrifnir. Merkilegt – en við urðum miklir félagar, enda átti ég auðvelt með að skilja hana. Hún fór líka stundum betur að mér en sínum eigin dætrum, kannski af því að ég var tenda- sonur en ekki hennar eigið barn. Margrét fór alltaf var- lega. Síðastliðið sumar áttum við margar góðar stundir með þér, kæra Magga, ánægjan að fara í gegnum Héðinsfjarðargöngin og koma á Siglufjörð, setjast þar niður í frábæru veðri og njóta dagsins með þér og hlusta á þig segja sögur af þér ungri í ástarferð á Dalvík og nágrenni. Minningar sem gleðja. Ferðin norður í Árneshrepp á Gjögur á æskuslóðirnar þar sem svo margar minningar leit- uðu á þig, þú hafðir frá svo mörgu að segja, miðla og fræða. Þegar Garðar bróðir þinn kom norður var dvölin full- komnuð. Kæra tengdamóðir, þú vissir hvert stefndi enda illvígur sjúk- dómur sem herjaði á þig og þú harðákveðin í að njóta allra þeirra daga sem þú áttir eftir. Ég vil þakka þér dásamleg kynni á þessum árum og góðar stundir sem við deildum saman. Jón Rafn Högnason. Margrét Jónsdóttir Bridsfélag Siglufjarðar Mánudaginn 31. október var spil- aður síðasti upphitunar-tvímennig- ur félagsins. Mikil ró og festa virðist nú komin á spilara, sem lof- ar góðu fyrir jafna og spennandi keppni á mótum vetrarins. Úrslit urðu þessi (prósentskor): Ólafur Jónsson – Guðlaug Márusd. 59,8 Anton Sigurbjss. - Bogi Sigurbjss. 59,5 Þorsteinn Ásgeirss. - Sigurbj. Þorgeirss. 59,1 Gústaf Þórarins. – Sæmundur Andersen 56,6 Sigurður Hafliðason – Björn Ólafss 56,4 Siglufjarðarmót í tvímenningi hófst síðan mánudaginn 7. nóv- ember. Spilaður er barometer í þremur lotum, allir við alla, alls 68 spil. Mjög góð þátttaka er í mótinu og segja má að fullt sé út úr dyr- um í nýja spilasalnum, en alls mættu 18 pör til leiks. Nú að loknum tveimur lotum, 48 spilum, er staðan mjög jöfn og spennandi og alls óvíst á hvern skal veðja sem sigurvegara, að lokinni þriðju og síðustu lotu, sem spiluð verður næsta mánudag, 14. nóvember. Eftir fyrstu lotu tóku þau Ólaf- ur formaður og Guðlaug afgerandi forystu, 67,7% skor sem gekk til baka í seinni lotunni. Já, það eru ekki alltaf jólin við spilaborðið. Nú er staða efstu para þessi: Reynir Karlss. - Þorsteinn Jóhannss. 59,5% Sigurður Hafliðas. - Björn Ólafsson 59,2% Ólafur Jónsson - Guðlaug Márusd. 58,8% Anton Sigurbjss. - Bogi Sigurbjss. 56,9% Hreinn Magnúss. - Friðf. Haukss. 56,3% Á landsvísu er það helst að frétta af spilurum félagsins í sept- ember og október að Stefanía Sig- urbjörnsdóttir varð Íslandsmeist- ari kvenna í tvímenningi, ásamt Öldu Guðnadóttur. Þorsteinn Ásgeirsson vann til bronsverðlauna í Íslandsmóti (H) eldri spilara í tvímenningi með bridsfréttaritarann Arnór Ragn- arsson sem meðspilara. Sveit Birkis J. Jónssonar spilaði í undanúrslitum í bikarkeppni Bridgesambandsins við sveit Grant Thornton og tapaði undan- úrslitaleiknum, en sveit Grant Thornton varð síðan bikarmeistari BÍ árið 2011. En nú er beðið með óþreyju eft- ir næsta mánudegi, 14. nóvember, þar sem hvert spil getur ráðið úr- slitum. Eldri borgarar Hafnarfirði Þriðjudaginn 8. nóvember var spilað á 15 borðum hjá FEBH með eftirfarandi úrslitum í N/S: Sverrir Gunnarss. – Kristrún Stefánsd. 379 Ragnar Björnss. – Jóhann Benediktss.352 Örn Ísebarn – Örn Ingólfsson 347 Tómas Sigurjss. – Jóhannes Guð- mannss.339 Ólafur Ingvarss. – Sigurberg Elentínuss. 333 A/V: Albert Þorsteinss. – Bragi Björnss. 385 Oddur Jónss. – Katarínus Jónsson 381 Ágúst Vilhelmss. – Kári Jónsson 375 Birgir Sigurðss. – Jón Svan Sigurðss. 365 Stígur Herlufsen – Sigurður Herlufsen 342 Föstudaginn 4. nóvember var spilað á 16 borðum með eftirfar- andi úrslitum í N/S: Auðunn Guðmss. – Sigtryggur Sigurðss. 415 Örn Einarsson – Pétur Antonsson 383 Oliver Kristóferss. – Magnús Oddsson 357 A/V: Birgir Sigurðss. – Jón Svan Sigurðss. 374 Tómas Sigurjónsson – Björn Svavarss. 372 Bjarnar Ingimars – Bragi Björnsson 363 Þriðjudaginn 1. nóvember var spilað á 18 borðum með eftirfar- andi úrslitum í N/S: Bjarni Þórarinss. – Þorv. Þorgrímss. 390 Örn Einarsson – Guðlaugur Nilsen 384 Oliver Kristóferss. – Magnús Oddsson361 A/V: Skarphéðinn Lýðss. – Ágúst Stefánss. 363 Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss.355 Óli Gíslason – Sverrir Jónsson 349 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.