Morgunblaðið - 11.11.2011, Side 39

Morgunblaðið - 11.11.2011, Side 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2011 AF LEIKLIST Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Rigningin buldi á rúðunni ogvinnukonurnar höfðu ekkiundan að hrista hana af sér. Nú reyndi á þær að sinna starfi sínu og gæta þess að ökumaðurinn sæi út. Ég keyrði meðfram ljósastaur- unum, það var slökkt á öðrum hverjum staur. Hjákátlegur sparn- aður. Hvers vegna í ósköpunum settu þeir ekki bara upp færri staura? Við erum í það minnsta komin með ákveðinn viðmið- unarpunkt á hvenær er hætt að herða að okkur, þegar kveikt verð- ur á ljósunum á Reykjanesbrautinni aftur. Nú skyldi sækja menningu til Grindavíkur. Já, til Grindavíkur af öllum stöðum. Já, það er ekki bara menning í Grindavík, þar er at- vinnuleikhús og þangað skyldi ég fara á frumsýningu. Endalok al- heimsins, nýtt íslenskt verk eftir þá Berg Þór Ingólfsson og Guðmund Brynjólfsson.    Mitt innbyggða menning-arsnobb kemur alloft í veg fyrir að ég sæki menningu utan höfuðborgarsvæðisins, eins og þar sé vagga allra listrænna hugsana. Ég hef ekki farið oft til Grindavík- ur. Ég átti þar leið um þegar ég var fjórtán ára. Þá var ég í skóla- ferðalagi með bekknum mínum og það var pissustopp í sjoppunni. Strákarnir notuðu tækifærið og leigðu sér nokkrar myndbands- spólur. Þetta var áður en allt var á tölvutæku formi og leigusamning- urinn var handskrifaður. Þeir lugu til um nöfn, aldur og heimilisfang og höfðu á auðfenginn hátt komist yfir nokkrar spólur sem þeir eign- uðu sér. Ég man hversu illa mér leið yfir þessum þjófnaði þeirra en á sama tíma hló ég með þeim í rút- unni. Minningar mínar um Grinda- vík tengjast sem sagt röð á klósett- ið og því að ég var vitorðsmaður í brotamáli bæjarins.    Sýningin er í Kvikunni, menn-ingarhúsi þeirra Grindvíkinga. Það er upplifun ein að koma þar inn. „Þetta er alvörumenning- arhús,“ stóð ég sjálfa mig að því að hugsa. Rétt áður en sýningin hófst hljóp Bergur Þór, leikstjórinn, upp í miðjar tröppur og ávarpaði leik- húsgesti. Í kallkerfislausu húsi Grindvísk menning GRAL Grindvíska atvinnuleikhúsið setur á svið sitt þriðja leikverk í Kvik- unni, Endalok alheimsins. Signý Gunnarsdóttir sótti GRAL-ið heim. minnti hann gesti á að slökkva á farsímum sínum um leið og hann bauð alla velkomna. Sá heimilislegi bragur var skemmtilegur. Sýningin var svolítið lengi í gang og örlítið torskilin í byrjun. Þetta er gam- ansamur harmleikur um fjóra ein- staklinga sem eru þeir síðustu hér á jörð. Það sem stendur uppi eftir þessa sýningu er að það virðist sama hversu oft við rekum okkur á, lífsgildi okkar breytast aldrei. Gróðinn er svo fyrirferðamikill í hugsunum okkar að þrátt fyrir hindranir kunnum við ekki að meta það sem raunverulega skiptir máli, samveru með fjölskyldu og vinum, ást og umhyggju.    Mikið sem ég hló þegar éghorfði á Víði Guðmundsson, í hlutverki Jóns, flaka fisk. Ekki bara af því að það var svo klaufa- lega gert heldur af því að þetta var ekki ólíkt frumraun minni af flökun í sumar þar sem ég reyndi að gera að silungi með aðstoð Youtube. Leikararnir standa sig allir með stakri prýði og sýningin sækir á þegar á líður. Það er líka svo mikil hvíld að komast í alvöruleikhús og sjá alvöruleik þar sem áhorfandinn er ekki mataður á öllu sem fram fer á sviðinu. Sprengjur, aríur og ljósa- sýningar eru ekki nauðsyn til að fanga athygli áhorfandans, leik- ararnir gera það með nærveru sinni. Það er því vel hægt að mæla með því að fólk geri sér far um að skella sér í menningarferð til Grindavíkur. » Það sem stenduruppi eftir þessa sýn- ingu er að það virðist sama hversu oft við rek- um okkur á, lífsgildi okkar breytast aldrei. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar TOWER HEIST Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10 IMMORTALS 3D Sýnd kl. 10:15 ÆVINTÝRI TINNA 3D Sýnd kl. 5 (950kr.) ÆVINTÝRI TINNA 2D Sýnd kl. 5 (700kr.) BORGRÍKI Sýnd kl. 8 - 10:15 THE THING Sýnd kl. 8 ÞÓR 3D Sýnd kl. 4 (1050kr.) NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ GANGA FYRIR ÞANN SEM ÞÚ ELSKAR? HHHH ÞÞ. FRÉTTATÍMINN HHHH KHK. MBL HHH AK. DV -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu AukakrónumTilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKT R MEÐ RAUÐU „TIL HAMINGJU ÍSLAND“ - H.S.S., MBL HHHHH B.G. -MBL HHHH FORSÝNING SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 18 ÁRA “TIL HAMINGJU, ÍSLAND” -Þ.Þ., FT TOWER HEIST KL. 6 - 8 - 10 12 IN TIME KL. 8 - 10 12 ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 6 7 HUMAN CENTEPIDE KL. 10.15 18 HEADHUNTERS KL. 5.45 - 8 16 MONEYBALL KL. 6 - 9 L ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 5.40 - 8 - 10.20 7 MIDNIGHT IN PARIS KL. 10.15 L ELDFJALL KL. 5.45 - 8 L TOWER HEIST KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 TOWER HEIST LÚXUS KL. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 12 IN TIME KL. 5.40 - 8 - 10.30 12 ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 7 ÆVINTÝRI TINNA 2D KL. 3.20 7 HEADHUNTERS KL. 8 16 ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 - 5.50 L ÞÓR 2D ÍSLENSKT TAL KL. 3.20 L BORGRÍKI KL. 10.15 14 www.laugarasbio.is − bara lúxus

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.