Morgunblaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 8. N Ó V E M B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 279. tölublað 99. árgangur
Skráðu þig á americanexpress.is og fáðu tvöfalda
Vildarpunkta af allri veltu til 15. desember!
Jólabónus Icelandair
American Express®
HM STÓRT TÆKIFÆRI
FYRIR STELLU TIL
AÐ SANNA SIG
VARPAR LJÓSI
Á SIGUR RÓS
Á TÓNLEIKUM
HELGAÐI LÍF SITT
HANDVEFNAÐI Í
YFIR SJÖTÍU ÁR
TÓNLEIKAPLATAN INNI 27 HLÝDDI KALLI DRAUMKONU 10STÖKKPALLUR ÍÞRÓTTIR
Þar sem einstefnuskilti á Suðurgötu hafa ekki hlotið formlegt samþykki lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu telur lögregla sér ekki heimilt að sekta þá ökumenn sem láta sér detta í hug að
aka gegn einstefnumerkjunum, að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirmanns umferðar-
deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ökumaður þessa bíls, sem varð á vegi ljósmynd-
ara Morgunblaðsins í gær, myndi því sleppa. Kristján segir að þar sem skiltin hafi ekki fengið
samþykki lögreglu geti það athæfi borgarinnar að þverskallast við að taka þau niður flokkast
sem skjalafals; þ.e. borgin sé með þessu að gefa til kynna að það sé ólöglegt að aka inn Suður-
götuna, þrátt fyrir að borgina skorti heimild til að kveða á um að þar gildi einstefna. »16
Ekki heimild fyrir einstefnumerkjum og því ekki sektað
Morgunblaðið/Júlíus
Lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu barst tilkynning aðfaranótt
laugardags um að sést hefði til
manna munda haglabyssu út um
glugga á bíl á Smiðjuvegi í Kópa-
vogi. Í kjölfarið var gerð viðamikil
leit að bílnum en án árangurs og
hefur ekkert spurst til mannanna.
Munduðu hagla-
byssu út um bílrúðu
Ómar Friðriksson
Róbert R. Róbertsson
Frá árinu 2008 til 30. júní 2011
fluttu um 1.500 manns með starfs-
og framhaldsmenntun af landi
brott umfram aðflutta og 1.200 með
háskólamenntun, miðað við þær
upplýsingar sem Samtök atvinnu-
lífsins hafa fengið frá Hagstofunni.
Lítið lát hefur verið á brottflutn-
ingi fólks af landinu á þessu ári.
Upplýsingar um menntun brott-
fluttra eru ekki tæmandi enda er
ekki haldið skipulega utan um þær
hjá Hagstofunni.
Flestir til Norðurlanda
Tölur um búferlaflutninga segja
heldur ekki alla söguna því algeng-
ara er að fólk í ýmsum starfsgrein-
um fari til starfa á Norðurlöndum í
stuttan tíma í senn, jafnvel í nokkr-
ar vikur eða mánuði og tilkynni þá
ekki búsetuskipti.
Samkvæmt upplýsingum sem
Læknafélag Íslands hefur tekið
saman fluttu að meðaltali fimm
læknar af landi brott í hverjum
mánuði á tímabilinu frá maí 2009 til
maí 2011.
,,Fækkun lækna hefur vissulega
haft áhrif,“ segir Anna Gunnars-
dóttir, formaður læknaráðs Land-
spítalans. ,,Þá eru margir læknar
farnir að nýta sér í auknum mæli
frítökurétt vegna skertrar hvíldar
sem þeir eiga inni vegna vakta-
vinnu og margir nota það frí til
þess að vinna erlendis. Þetta hefur
auðvitað þau áhrif að það eru færri
læknar í vinnu á hverjum tíma sem
gerir það að verkum að álagið verð-
ur meira á þeim læknum sem eftir
eru.“
Samkvæmt tölum norsku hag-
stofunnar um ríkisfang íbúa á
Norðurlöndum voru rúmlega 20
þúsund Íslendingar búsettir á öðr-
um Norðurlöndum en Íslandi í jan-
úar á þessu ári.
MAtgervisflótti »6
Menntað fólk úr
landi í stórum stíl
Fimm læknar af landi brott á mánuði Vinna í fríunum
Fá leyfi til starfa
» Skráð voru 70 hjúkr-
unarleyfi á íslenska hjúkr-
unarfræðinga í Noregi í fyrra.
» Brottflutningur háskóla-
manna nemur 0,2% umfram
aðflutta á þessu ári.
Margir urðu til að
gagnrýna Jón
Bjarnason ráð-
herra sjáv-
arútvegsmála um
helgina fyrir
vinnubrögð hans,
vegna nefndar
sem hann skipaði
um sjávarútvegs-
kerfið og tillagna
hennar. Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra
sagði vinnubrögð hans „óboðleg“ og
Björn Valur Gíslason, formaður
þingflokks VG, sagði að ráðherra-
stóll Jóns Bjarnasonar hlyti að vera
farinn að rugga.
Ráðherranefnd var skipuð á föstu-
dag til að leita sátta í sjávarútvegs-
málunum og eru Guðbjartur Hann-
esson og Katrín Jakobsdóttir í
henni. »4, 12
Hörð
gagnrýni
samherja
Ósáttir við vinnu-
brögð ráðherra
Jón
Bjarnason
Andreas
Georgiou, yfir-
maður grísku hag-
stofunnar (sem er
aðeins ársgömul)
mun svara til saka
í glæparannsókn.
Hann endurskoð-
aði strax í fyrra
tölur um fjár-
lagahalla, sem
hann sagði 15,8% af landsframleiðslu
en ekki 13,4%, eins og áður var sagt.
Hagstofa ESB samþykkti þá í fyrsta
sinn tölur Grikkja án fyrirvara. En
Georgiou er nú sagður hafa svikið
þjóðina, ýkt hallann. „Ég er saksótt-
ur fyrir að falsa ekki bókhaldið,“ hef-
ur Financial Times eftir honum.
kjon@mbl.is
Hagstofustjóri sak-
sóttur vegna halla
Andreas
Georgiou