Morgunblaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2011 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Arababandalagið samþykkti í gær með þorra at- kvæða hertar refsiaðgerðir gegn Sýrlandi, þ. á m. ferðabann, frystingu sýrlenskra eigna og við- skiptabann. Á aðgerðin sér engin fordæmi í sögu þess. Sheikh Hamad bin Jassim al-Thani, forsæt- is- og utanríkisráðherra Katars, kynnti aðgerð- irnar sem sýrlensk stjórnvöld segja að geti haft í för með sér erlent hernaðarinngrip í landinu. En al-Thani sagði refsiaðgerðirnar nauðsynleg- ar til þess að alþjóðasamfélagið sæi að arabaríkin meintu eitthvað með gagnrýni sinni á framferði Reyna að einangra Sýrlandsstjórn  Þvingunaraðgerðir Arababandalagsins eiga sér ekkert fordæmi í sögu þess  Viðskipti við Sýrlendinga verða að mestu stöðvuð og eignir þeirra frystar ríkisstjórnar Bashars al-As- sads gegn stjórnarandstæðingum. Fyr- ir tæpum mánuði samþykkti Assad að nokkur þúsund eftir- litsmenn á vegum Arababanda- lagsins færu til Sýrlands til að kanna stöðu mála en snerist hugur þegar bandalagið bað Sameinuðu þjóðirnar um að leggja til hluta af eftirlitsliðinu. Framkvæmdastjóri Araba- bandalagsins, Nabil Elaraby, sagði í gær að það myndi endurskoða afstöðu sína ef sýrlenskir ráða- Sheikh Hamad bin Jassim al-Thani menn tækju við eftirlitsmönnunum og drægju skriðdreka sína á brott frá borgunum. Talið er að um 3.500 manns hafi fallið í átök- unum í Sýrlandi á árinu, aðallega óvopnaðir borg- arar, þar af 11 í gær og 27 á laugardag. 19 af 22 ríkjum bandalagsins samþykktu að- gerðirnar, meðal ríkja sem voru andvíg voru Írak og Líbanon. Sögðust Írakar efast um að efnahags- legar refsiaðgerðir hefðu áhrif en einnig bentu þeir á að Sýrlendingar hefðu tekið við um tveim milljónum flóttamanna frá Írak. Áhrif Írana, helstu stuðningsmanna Assads utan landsins, eru mikil í Írak og Sýrlendingar styðja Hizbollah- menn í Líbanon sem eiga aðild að stjórn landsins. Áfall fyrir viðskiptin » Deilt er um það hve mikil og snögg áhrifin af viðskiptabann- inu verða. Um helmingur út- flutnings Sýrlands fer til ann- arra arabalanda. » Írakar, næst-stærsta við- skiptaþjóð Sýrlendinga, taka ekki þátt í banninu. Evrópu- sambandið er hætt að kaupa olíu af Sýrlendingum og Bandaríkin hafa þegar bannað mestöll viðskipti við ríkið. Yfirmaður riddaraliðs Lýðveldisvarðarins í Frakklandi stöðvar fák sinn við Eiffelturninn í París í gær, skraut- legir búningarnir minna fólk á stjórnarbyltinguna og frægðarsól Napóleons Frakkakeisara. Í næstu viku hefst mikil hestasýning í París og var liðið að minna á hana með því að ríða um götur heimsborgarinnar. Reuters Vörpulegir riddarar í París FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Pakistanar eru ævareiðir vegna árásar sem herflugvélar Atlants- hafsbandalagsins, NATO, gerðu á bækistöðvar pakistanska hersins við landamærin að Afganistan á laug- ardag. Minnst 24 hermenn Pakist- ana féllu. Allir voru sagðir hafa verið sofandi þegar ráðist var á stöðv- arnar og árásinni hafi þegar verið svarað með gagnárás. Hafa stjórn- völd í Islamabad stöðvað í bili alla birgðaflutninga NATO og al- þjóðaliðsins í Afganistan, ISAF, um pakistanskt landssvæði. Bandaríkja- menn fengu tveggja vikna frest til að loka flugbækistöð sem þeir hafa til umráða við landamærin. Staðan var viðkvæm fyrir. Stolt Pakistana er sært eftir að banda- rískir sérsveitarmenn gómuðu og drápu Osama bin Laden í vor í Pakistan. Hann hafði leynst þar árum saman bók- staflega við nefið á Pakistansher. Eiga flestir erfitt með að trúa að bin Laden hafi ekki átt sér að- stoðarmenn í æðstu röðum hers og leyniþjónustu. En Bandaríkjamenn og tals- menn NATO báðust þegar afsök- unar og hétu rannsókn á atvikinu á laugardag. Opinberlega er Pakistan afar mikilvægur bandamaður í stríð- inu við talíbana sem hafa bækistöðv- ar beggja vegna landamæranna. Þau eru reyndar afar óljós og umdeild, sagt að munað geti nokkrum kíló- metrum eftir því hvaða kort menn notist við. Hvor skaut fyrst? En hvað gerðist í raun? Ljóst er að flokkar NATO-hermanna og Afg- anistanhers voru að leita að talíbön- um á svæðinu og segja þeir að skotið hafi verið á þá úr bækistöðvum Pak- istana. Hafi því einfaldlega verið um sjálfsvörn að ræða þegar þeir báðu um aðstoð úr lofti. Fullyrt er að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem pak- istanskir hermenn á svæðinu, sem eiga að vera að berjast við uppreisn- armenn, hafi skotið á herflokka NATO og Afganistanshers á svæð- inu, að sögn Wall Street Journal. Var loftárásin á Pakistana sjálfsvörn?  Mikil reiði í Islamabad vegna mannfallsins á laugardag  Óljóst hver upptökin voru en NATO heitir rannsókn 200 km Termez landa- mærastöð Chaman- hliðið Karachi Birgðir koma sjóleiðis Lettland Riga Georgia Poti Úsbekistan Termez Afganistan AFGANISTAN I N D L . ÚSBEKISTAN ÍRAN TÚRKMENISTAN PAKISTAN Herat Kandahar Kabúl Khyber Pakhtunkhwa Landamörk Arabíuhaf FATA* Islamabad Lahore JAMMU & KASHMIR Birgðaleiðir til Afganistan Heimildir: CSIS, TRANSCOM, Reuters Grafík: Cabrera/RNGS Norðlægar birgðaleiðir Birgðir NATO Leiðir til vara þvert yfir Asíu Nota vegi og járnbrautir * FATA - Ættflokkahéruð undir beinni alríkisstjórn Helstu leiðir Helstu bækistöðvar NATO og ISAF Torkham- hliðið Tæpur þriðjungur um Pakistan Rúmur þriðjungur um norðlægar leiðir 31% með flugi Baizai svæðið Laugard. Þyrlur og þotur NATO réðust á herstöðvar í Pakistan, 24 hermenn féllu. TADSJIK. KÍNA Órangútan-öpum hefur fækkað mik- ið á síðustu áratugum og óttast sum- ir að tegundin geti dáið út. Um 90% allra órangútana lifa í Indónesíu en þeim fækkar vegna veiða en einnig vegna þess að þrengt er að umhverfi þeirra með aukinni ræktun, að sögn Guardian í Bretlandi. Á Kalimantan, indónesíska hluta Borneó, hefur órangútönum senni- lega fækkað um helming á 25 árum, í 54 þúsund. Einnig munu vera tæp- lega sjö þúsund dýr á Súmötru, stofninn þar hefur verið talinn í út- rýmingarhættu í meira en áratug. Erik Meijaard, sem hefur stýrt hópi er reynir að meta ástandið á Kalim- antan, óttast að með sama áfram- haldi deyi dýrin þar að mestu út á 10-15 árum. En aðrir sérfræðingar segja það vera ýkjur, áfram muni litlir hópar hjara á afmörkuðum svæðum. Menn eru þó sammála um að stjórnvöld í Jakarta verði að herða eftirlit og refsa þeim sem fella dýrin. Meijaard segist aðeins vita um tvö tilfelli þar sem mönnum hafi verið refsað fyrir að drepa ór- angútana. Út- skýra verði fyrir almenningi í Indónesíu að dýr- in séu í útrýming- arhættu og fram- fylgja lögum sem banna að aparnir séu beinlínis veiddir til matar. Ólöglegt skógarhögg, aukin út- breiðsla pálmaviðarakra og gull- gröftur á allt sinn þátt í að aparnir hrekjast úr náttúrulegum heim- kynnum sínum. Algengt er að þorpsbúar stækki bú sín á kostnað skóganna, að sögn Meijaards. „Ef maður rekst á órangútan í garðinum þar sem hann étur ávextina eða rífur upp pálmatrén eru rökrétt viðbrögð að hræða hann á brott eða drepa hann.“ kjon@mbl.is Órangútanar í Indónesíu í hættu Ungur órangútan.  Athafnir manna þrengja að öpunum Heiftin er mikil í Pakistan vegna mannfallsins á laugar- dag. En háttsettir Banda- ríkjamenn hafa lengi fullyrt að Pakistan leiki tveim skjöldum í stríðinu við alþjóðleg hryðjuverka- samtök. Þekktir stjórn- málamenn vestanhafs vilja jafnvel hætta öllu samstarfi við þá. Það væri þó ekki auðvelt. Ef samstarfið rofnaði alveg gætu Pakistanar valdið Bandaríkjunum miklum óskunda, einmitt þegar verið er að skipuleggja brotthvarf herja frá Afganistan á næstu ár- um. Á móti kemur að Pakistanar fá milljarða dollara efnahagsaðstoð frá Bandaríkjamönnum ár hvert. Faðmlaginu er því varla lokið. „Þetta er samband sem byggist á þörfum,“ segir Imtiaz Gul, yfir- maður hugveitu í Islamabad. Samskipti byggð á þörfum GAGNKVÆMUR URGUR EN VARLA ALGER SAMSTARFSSLIT Talibani

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.