Morgunblaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 23
DAGBÓK 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2011 Sudoku Frumstig 2 4 1 4 6 5 3 8 3 6 4 5 8 7 1 4 2 5 3 4 7 8 2 7 8 1 3 4 7 9 6 6 2 1 3 6 2 7 3 1 5 5 9 2 5 7 9 4 1 4 1 6 9 8 6 7 1 6 8 8 3 6 2 9 3 4 2 9 1 7 8 4 7 1 8 2 9 5 3 7 6 4 6 4 5 7 8 2 3 1 9 9 7 3 4 1 6 5 2 8 2 1 8 3 4 9 6 5 7 4 3 7 1 6 5 8 9 2 5 9 6 8 2 7 4 3 1 7 2 1 6 3 8 9 4 5 3 5 9 2 7 4 1 8 6 8 6 4 5 9 1 2 7 3 7 6 5 3 9 1 2 8 4 8 4 2 6 5 7 3 9 1 9 1 3 8 4 2 6 5 7 6 9 7 4 1 8 5 3 2 3 2 4 5 7 6 9 1 8 5 8 1 9 2 3 4 7 6 2 3 8 7 6 5 1 4 9 4 7 6 1 3 9 8 2 5 1 5 9 2 8 4 7 6 3 9 5 3 1 8 4 6 2 7 2 1 6 5 7 9 8 3 4 7 8 4 2 6 3 1 5 9 3 6 5 4 1 8 9 7 2 4 7 8 9 2 5 3 6 1 1 9 2 6 3 7 5 4 8 8 2 9 7 5 6 4 1 3 6 3 7 8 4 1 2 9 5 5 4 1 3 9 2 7 8 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 28. nóvember, 332. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yð- ar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) Krossgáta Lárétt | 1 stuttir dagar, 8 settu saman, 9 ytri flík, 10 ber, 11 glitra, 13 hinn, 15 lundar, 18 lítið eitt ölvuð, 21 grænmeti, 22 hegra, 23 bú- vara, 24 afbrotamaður. Lóðrétt | 2 brosir, 3 japla, 4 myrkur, 5 óþétt, 6 mynnum, 7 skordýr, 12 gutl, 14 þegar, 15 poka, 16 skyldmennin, 17 fiskur, 18 ferma, 19 voru í vafa, 20 ala. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kjass, 4 suddi, 7 mæðir, 8 öfgar, 9 gúl, 11 nært, 13 brár, 14 umsjá, 15 þung, 17 ljón, 20 und, 22 kofan, 23 rollu, 24 totta, 25 skans. Lóðrétt: 1 kímin, 2 arður, 3 sorg, 4 spöl, 5 dugir, 6 iðrar, 10 úns- an, 12 tug, 13 bál, 15 þekkt, 16 nefnt, 18 julla, 19 nauts, 20 unna, 21 drós. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Á silfurfati. N-NS. Norður ♠Á8 ♥DG109 ♦865 ♣ÁG95 Vestur Austur ♠K10764 ♠G932 ♥432 ♥ÁK6 ♦D10 ♦ÁG9743 ♣642 ♣– Suður ♠D5 ♥875 ♦K2 ♣KD10873 Suður spilar 3G. Sé litið eftir AV-línunni sést glöggt að 4♠ vinnast auðveldlega með því einu að svína fyrir ♠D. Þar enduðu til dæmis Bocchi og Madala þegar spilið kom upp í riðlakeppni Evrópubikarsins fyrir skömmu. Norður vakti á Standard-laufi, Madala í austur kom inn á 1♦ og suður stökk í 2♠ í merkingunni „góð hækkun í laufi“. Bocchi passaði, norður breytti í 3♣, sem Madala doblaði til úttektar. Bocchi sagði 3♠ og Madala hækkaði í 4♠. Besta árangrinum í NS náðu Ísraels- mennirnir Altshuler og Zeligman. Eftir laufopnun norðurs og tígulinn á komu austurs stökk Altshuler í 3G á suð- urspilin! Hvöss og skemmtileg sögn, sem dugði til að stinga upp í mótherj- ana. Ekki nóg með það – vestur kom með spaða og færði sagnhafa þannig ní- unda slaginn á gljáfægðu silfurfati. 28. nóvember 1700 Núgildandi tímatal, nýi stíll, tók gildi. Dagarnir frá 17. til 27. nóvember voru felldir nið- ur það ár. 28. nóvember 1921 Rússneskur drengur, sem Ólafur Friðriksson ritstjóri hafði haft með sér til landsins mánuði áður, var sendur utan. Drengurinn var haldinn sjald- gæfum augnsjúkdómi og kom til harðra átaka þegar lög- regla sótti hann til Ólafs. 28. nóvember 1936 Smárakvartettinn á Akureyri var stofnaður. Hann starfaði í þrjá áratugi og naut mikilla vinsælda. 28. nóvember 1942 Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis opnaði svonefnda sjálfskiptibúð á Vesturgötu 15 í Reykjavík. Þetta mun hafa verið fyrsta kjörbúðin hér- lendis. „Viðskiptavinirnir af- greiða sig sjálfir,“ sagði Morg- unblaðið og gat þess að þetta fyrirkomulag væri mikið not- að í Ameríku en lítið í Evrópu. 28. nóvember 1971 Bústaðakirkja í Reykjavík var vígð. Þar með eignaðist stærsti söfnuður landsins eig- in kirkju. Mikið fjölmenni var við vígsluathöfnina og fjöldi gjafa barst kirkjunni. 28. nóvember 1998 Á annað þúsund manns sóttu fund í Háskólabíói þar sem mótmælt var áformum um stórvirkjanir á hálendinu. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Sieglinde Elisabeth Björnsson Kahmann óperu- söngkona fagnar áttatíu ára afmæli sínu í dag í hæstu byggingu veraldar, Burj Khalifa-turninum í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Turninn er sagður 828 metra hár. Sieglinde og óp- erusöngvarinn Sigurður Björnsson, eiginmaður hennar eru stödd í Dubai hjá Guðfinnu dóttur sinni og fjölskyldu hennar. „Meiningin er að fara í turn- inn,“ segir Sieglinde. „Í eftirmiðdaginn förum við alla leið upp í topp og fáum okkur þar glas af kampavíni. Síðan færum við okkur svolítið neðar og fáum okkur kaffi þar. Síðan færum við okkur enn neðar og þar ætlum við að fá okkur kvöldverð.“ Sieglinde og Sigurður hafa verið úti í Dubai í hálfan mánuð og koma heim í vikunni. Veðrið hefur leikið við þau þó að heimamönnum þyki nú frekar kalt, en hitastigið er í kringum 25 gráðurnar. Sieglinde hóf söngferil sinn við ríkisóperuna í Stuttgart árið 1956. „Þar kynntumst við og svo kom ég til Íslands með Sigga árið 1977,“ seg- ir Sieglinde. Þegar til Íslands var komið starfaði hún sem söngkennari, tók þátt í óperusýningum hér heima og söng á tónleikum og sem ein- söngvari víða um heim og í útvarpi og sjónvarpi. sigrunrosa@mbl.is Sieglinde Kahmann 80 ára Í hæstu byggingu veraldar Söfnun Nemendur í 5. AM í Setbergs- skóla bjuggu til vinabönd sem þau seldu í Firðinum og Set- bergi í Hafnarfirði, og söfn- uðu flöskum og dósum til styrktar Krabbameinsfélag- inu. Þau söfnuðu alls 20.000 kr. sem þau afhentu Krabba- meinsfélaginu. Á myndinni eru Laila Sæunn ásamt þeim, Ísak, Gísla, Ara, Karólínu, Koldísi, Hlyni og Ísaki. Flóðogfjara 28. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 1.56 0,4 8.15 4,3 14.35 0,4 20.40 3,8 10.37 15.55 Ísafjörður 3.58 0,2 10.07 2,4 16.44 0,2 22.33 1,9 11.10 15.33 Siglufjörður 0.25 1,2 6.12 0,2 12.28 1,3 18.49 0,0 10.54 15.14 Djúpivogur 5.21 2,3 11.42 0,3 17.32 1,9 23.43 0,2 10.13 15.18 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert staðráðin(n) í að beita öllu sem þú hefur aðgang að til þess að bæta líf þitt og þinna nánustu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það þarf stundum ekki löng kynni til þess að verða fyrir miklum áhrifum af annarri persónu. Vertu vakandi og taktu vel eftir því sem fram fer í kringum þig. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Einhver gerir óhóflegar kröfur, eða fer yfir strikið í óskum sínum og viðhorfum. Ef eitthvað skortir á fé í veskinu er hagnýtt ráð að ferðast í huganum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú gætir auðveldlega hneykslað fólk í dag. Kepptu við sjálfa/n þig og þú munt nýta alla þína hæfileika. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú hefur byr í seglin þessa stundina svo gerðu eitthvað, sama hversu lítið, því árang- urinn mun ekki láta á sér standa. En þú verð- ur líka að vera viðbúin(n) veðrabrigðum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Sýndu sveigjanleika og vertu opin(n) fyrir hugmyndum annarra. Þegar á reynir kemur hið sanna eðli mannsins í ljós. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þér gætu boðist nýir möguleikar sem þú ert ekki viss um hvernig þú getur notfært þér. Leitaðu ráða hjá traustum aðila, því ekki er allt gull sem glóir. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú vilt klára verkið, jafnvel þótt það skemmi fyrir þér helgina. Eyddu ekki tíma í slíkt hugarvíl því þú ert á réttri leið. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Spenna og ringulreið heima fyrir knýr þig til að ræða opinskátt við ættingja og vini. Fáðu útrás fyrir ferðalöngun þína án þess að gleyma heimahögunum alveg. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er ekkert að því að verðlauna sjálfan sig þegar maður hefur staðið sig vel og veit af því. Bíddu með að kveða upp dóm þangað til öll kurl eru komin til grafar. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Gerðu það upp við þig hvað það er sem þú raunverulega vilt en hlustaðu ekki bara á skoðanir annarra. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Veltu vandlega fyrir þér þeim fjárfestingarkostum sem freista þín. Stjörnuspá 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. c3 Rf6 4. h3 g6 5. Bd3 Bg7 6. Bc2 O-O 7. O-O b6 8. d4 Bb7 9. He1 Rfd7 10. Bg5 Rc6 11. Dd2 He8 12. Ra3 a6 13. Rc4 f6 14. Bh6 b5 15. Bxg7 Kxg7 16. Re3 Rb6 17. Rg4 e5 18. Dh6+ Kg8 19. d5 Rb8 20. Rh4 Bc8 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir nokkru í Ro- gaska Slatina í Slóveníu. Norbert Frie- drich (2311) frá Þýskalandi hafði hvítt gegn landa sínum Christoph Klamp (2111). 21. Rxg6! Bxg4 22. hxg4 hxg6 23. Dxg6+ Kf8 24. He3 De7 25. Hh3 Df7 26. Df5 Ha7 27. g5 Kg8 28. gxf6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Flestir nota heimabanka. En hvaðmeð þann litla minnihluta sem vill nota gömlu aðferðina, fara í bank- ann og fá líka greiðsluseðla á pappír, er hann réttlaus? Oft er um að ræða aldrað fólk en líka þá sem kunna ekki nógu vel á tölvur. Fyrr í mánuðinum auglýsti Reykjavíkurborg að frá næstu mán- aðamótum yrðu ekki sendir út greiðsluseðlar til „einstaklinga, 18-67 ára“. Og með sérstaklega feitu letri: „Greiðendur geta þess í stað skoðað rafræna greiðsluseðla í heimabönkum sínum“. Og neðst, með minna letri, stóð að þeir sem sérstaklega óskuðu eftir að fá áfram greiðsluseðla gætu „pantað þá á Rafrænni Reykjavík“. Á netinu. x x x Kunningi Víkverja er einn af sér-vitringunum sem nota ekki heimabanka, hann varð 67 ára fyrr á árinu. Hann hringdi til að fá frekari upplýsingar. Hvernig átti að skilja þessa auglýsingu og orðalagið „18-67 ára“, spurði hann, fá þeir sem eru orðnir 67 þá sjálfkrafa áfram seðla? Eftir nokkurt japl og jaml og fuður fékkst loks svar. Jú, það var víst þannig. x x x Þetta hefði mátt segja skýrt í aug-lýsingunni. En Víkverja finnst hún bera merki valdhroka. Í stað þess að íbúum sé boðið að nota eingöngu tölvu og heimabanka er þeim skipað að biðja sérstaklega um greiðsluseðla. Á ensku er talað um að bjóða eigi al- menningi svonefnt „opt in“ í svona til- fellum, þeir geti verið með ef þeir vilji. Þetta finnst Jóni Gnarr og fé- lögum óþarfa umstang. Fólk á bara að gera eins og því er sagt. x x x Hugsunarhátturinn er líklega:Þetta er svo fámennur hópur, einhverjir gamlingjar sem kjósa hvort sem er ekki almennilega hipp og kúl pólitíkusa. En Víkverji er sanngjarn, eins og allir vita og veltir líka fyrir sér hvort þetta sé bara hefð- bundið hugsunarleysi hjá bjúrokröt- um. Sem er aðeins skárra en ekki mikið. Víkverjiskrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.