Morgunblaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 332. DAGUR ÁRSINS 2011  Rithöfundurinn Ólafur Jóhann Ólafsson segist ekki setja sig í sér- stakar stellingar þegar hann skrifar um konur. „Það er nú bara þannig að þegar sögupersónur taka sér ból- festu í kollinum á manni þá er lítið við því að gera.“ »26 Ólafi fellur vel að skrifa um konur  Leppalúði, jóla- órói Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra 2011, prýðir Óslóartréð á Austurvelli. Þeir sem hrifnir eru af óróanum fagna því eflaust að hann verður seld- ur 5.-19. desember í verslunum allt land en áhugasamir þurfa að hafa hraðar hendur þar sem Leppalúði er gerður í takmörkuðu upplagi. Jólaóróinn Leppalúði seldur um allt land  KK og Ellen héldu tvenna að- ventutónleika í Landnámssetrinu á laugardaginn. Sannkölluð jóla- stemning sveif yfir en þar sem uppselt var á seinni tónleikana og margir þurftu frá að hverfa verða haldnir auka- tónleikar nk. föstu- dag, 2. desember, kl. 20. Það er um að gera að bóka tímanlega til að tryggja sér miða. KK og Ellen bæta við aðventutónleikum Ólafur Stefánsson var liði AG Köbenhavn ákaflega dýrmætur í fyrsta leik sín- um með því í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Hann skoraði 6 mörk og lagði fjölmörg upp þegar AG lagði Ademar León, 30:29, og komst í efsta sætið í sín- um riðli. Miðað við góða byrjun Ólafs með AG ættu áhyggjur af þátttöku hans með landsliðinu á EM að fara minnkandi. »1 Ólafur var AG dýr- mætur gegn León Arnór Þór Gunnarsson handknatt- leiksmaður frá Akureyri á góðu gengi að fagna með Bittenfeld í þýsku B-deildinni. Hann er í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar og hefur mikinn hug á því að spila í efstu deild í Þýskalandi á næsta keppnistímabili. »3 Arnór stefnir á efstu deild í Þýskalandi Jóhann Berg Guðmundsson er ánægður með lífið hjá hollenska toppliðinu AZ Alkmaar þó hann sé í harðri baráttu um stöðu í liðinu. „Við erum með mjög ungt lið en það hefur allt gengið að óskum hingað til. Það er erfitt að eiga fast sæti í þessu liði,“ segir Jóhann Berg og telur eng- ar líkur á að hann yfirgefi AZ á næst- unni. »5 Allt hefur gengið að óskum hingað til Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Fyrir tæplega fjórum mánuðum los- uðu Pétur Ívarsson og eiginkona hans sig við Pajero-jeppann og Mözd- una, keyptu nýjan Volkswagen Pas- sat-metanbíl og ákváðu að héðan í frá myndu þau ekki nota bíl til að komast til og frá vinnu. Tilraunin hefur gefist vel og Pétri reiknast til að vikulegur eldsneytiskostnaður fjölskyldunnar sé nú á bilinu 1.500 -2.000 krónur. „Maður þarf bara að taka þá ákvörðun að bíllinn sé ekki til þess að fara á í vinnuna,“ segir hann. Þau séu ekkert hreintrúarfólk og fari á bíln- um í vinnuna ef þörf krefji, s.s. ef skutla þurfi börnunum um miðjan dag. Pétur er verslunarstjóri í Boss- búðinni, vinsælli herrafataverslun í Kringlunni, og þarf að sjálfsögðu að vera snyrtilega til fara í vinnunni. Hjólreiðarnar setja ekkert strik í reikninginn að þessu leyti. „Ég hjóla alltaf danskur í vinnuna,“ segir Pétur, það er að segja í vinnufötunum, og út- skýrir að úr því að Kaupmannahafn- arbúar geti hjólað í vinnuna í vinnu- fötunum hljóti hann að geta það líka. Hann svitni lítið sem ekkert á leiðinni og jafnvel þótt hann svitnaði skipti það ekki máli – það komi engin lykt af manni sem sé nýkominn úr morg- unsturtunni og í hreinum fötum. „Hjólið virkar ekki sem samgöngu- tæki fyrir mig ef maður þarf að skipta um föt.“ Á föstudögum og laugardögum mætir Pétur alltaf í jakkafötum í vinnuna. Ef mikið rignir segir hann ekki hægt að hjóla því þá krumpist fötin af raka undir regngallanum. Á slíkum dögum tekur hann strætó. Hann bætir við að fjórir starfsmenn búðarinnar hjóli í vinnuna allt árið. Þau hjónin eiga þrjá drengi, tvo á unglingsaldri og einn í leikskóla. Pét- ur segir að vissulega sé stundum púsluspil að koma unglingunum á íþróttaæfingar og -mót en það takist með því að foreldrar í hverfinu skipt- ist á að skutla. Sá yngsti, fimm ára, fái bílfar í leikskólann ef veðrið sé sérstaklega leiðinlegt en að öðrum kosti hjóli drengurinn sjálfur. Þegar Pétur er búinn að skutla drengnum á leikskólann fer hann með bílinn heim og hjólar síðan í vinnuna. Pétri líkar hjólreiðarnar vel og hann hjólaði raunar allt árið um kring áður en strákarnir fæddust. Í starfi sem krefjist samskipta við fólk allan daginn sé gott að geta kúplað sig út á hjólinu á leiðinni heim. Fjárhagslega komi þetta líka vel út. „Ég er ekki grænn að eðlisfari en það er bara búið að ýta manni út í að vera umhverfis- vænn.“ Hjólar danskur í vinnuna  Eldsneyti fyrir 1.500-2.000 kr. á viku  Gott að geta kúplað sig út á heimleið Morgunblaðið/Ernir Samgöngutæki Pétur hjólar til og frá vinnu, frá Seltjarnarnesi upp í Kringlu, um 5,2 kílómetra leið. Skóhlífar hlífa skófatnaðinum. Pétur er verslunarstjóri í Kringl- unni og konan hans vinnur í mið- bænum. Hann er um það bil 15 mínútur að hjóla frá heimili þeirra í Suðurmýri á Seltjarnarnesi upp í Kringlu, um 5,2 km leið. Hann er því um það bil 9-10 mínútum fljót- ari heldur en ef hann tekur strætó, leið 13. Kona Péturs er fljótari að hjóla í vinnuna heldur en að keyra og hringsóla svo um miðbæinn í leit að bílastæði. Á vinnustað hennar hefur verið gerður samgöngu- samningur við starfsmenn sem felst í því að þeir skuldbinda sig til að koma til vinnu nokkra daga vik- unnar með öðrum hætti en á bíl. Í staðinn fá starfsmennirnir sam- göngustyrk sem þeir geta t.d. nýtt til að kaupa strætókort eða reið- hjól. Sleppur við bílastæðaleit GERA SAMGÖNGUSAMNINGA VIÐ STARFSFÓLK VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. „Mamma, ég var að gifta mig“ 2. Segir sig úr Samfylkingunni 3. Gary Speed er látinn 4. Í vetrarklæðum úr geimnum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Á þriðjudag Norðan 13-18 m/s og snjókoma eða él, en þurrt að mestu suðvestantil. Frost 1 til 8 stig. Á miðvikudag Norðlæg átt 5-13 m/s. Talsvert frost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt sunnan- og suðaustanlands og skúrir, en norðan 18-23 m/s um landið norðvestanvert í kvöld. Frostlaust sunnantil. VEÐURÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.