Morgunblaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2011 HJÁLP Á HEIMASLÓÐUM Söfnunarreikningur 546-26-6609, kt 660903-2590. Tökum á móti matvælum, fatnaði og jólapökkum alla virka daga frá 9 -17 að Eskihlíð 2 - 4, 105 Reykjavík. 101 Skuggahverfi | Hátúni 2b | 105 Reykjavík | Sími 594 4200 | Fax 594 4201 | www.101skuggi.is 16 SKÚLAGATA 14 LINDARGATA 2. áfangi 3. áfangi FR A K K A S TÍ G U R V A TN S S TÍ G U R 37 3539 18 20 22 101 Skuggahverfi er þyrping íbúðabygginga í miðborg Reykjavíkur á einum fegursta útsýnisstað borgarinnar þar sem íbúarnir njóta nálægðar við iðandi mannlíf og þjónustu sem miðborgin hefur upp á að bjóða. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins að Hátúni 2b í síma 594 4210 /660 4210, netfang: landey@landey.is Í hjarta Reykjavíkur Lindargata 37 er 11 hæða lyftuhús með 31 íbúð. Húsið er 3.772,5 birtir fermetrar að stærð, staðsett við Lindargötu. Eignin selst í núverandi ástandi að innan, þ.e. rúmlega fokheld og fullbúin að utan. Vatnsstígur 16-18 er 3ja hæða og 19 hæða lyftuhús. Til sölu eru fyrstu 16 hæðirnar, alls 40 íbúðir, 5.665,7 birtir fermetrar. Eignin selst í núverandi ástandi að innan, þ.e. rúmlega fokheld og fullbúin að utan. Heimilt er að gera tilboð í aðra eignina eða báðar saman. Nánari upplýsingar um eignirnar og einstaka íbúðir má sjá á www.101skuggi.is Landey ehf. er dótturfélag Arion banka og fer með eignarhald bankans á nýbyggingum og fasteignaþróunarverkefnum. ÍS L E N S K A /S IA .I S /L A E 57 35 5 11 /1 1 Óskum eftir tilboðum í heildareignina að Lindargötu 37 og eignir félagsins að Vatnsstíg 16-18. Albert Kemp Fáskrúðsfjörður Það er orðinn fastur siður að fólk kemur saman á útivistarsvæði á Búðagrund laugardag fyrir aðventu og skemmtir sér við að ganga í kringum jólatré sem Fjarðabyggð kemur þar fyrir. Á þessu varð engin breyting í ár, mætt voru bæði börn og fullorðnir, auk þess sem á staðn- um voru jólasveinar. Eins og vænta mátti höfðu börnin gaman af að sjá að jólasveinarnir eru farnir að koma í nóvember alveg eins og jólavarningurinn í búðirnar. Veðrið var gott og snjór yfir öllu, svo allt var eins gott og hugsast gat. Morgunblaðið/Albert Kemp Búðagrund Börn og fullorðnir höfðu gaman af að ganga í kringum jólatré. Kveikt á jólatré Fáskrúðsfirðinga  Jólasveinarnir komnir í bæinn - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Almenna bóka- félagið og RSE, Rannsókn- arstofnun í sam- félags- og efna- hagsmálum, efna til fundar í Þjóð- menningarhús- inu mánudaginn 28. nóvember klukkan 17. Þar flytur dr. Tom Pal- mer frá Cato Institute í Washington DC fyrirlestur um „Einstaklings- hyggju 21. aldarinnar“. Fundurinn er í tilefni þess að Almenna bóka- félagið hefur gefið út skáldsöguna Uppsprettuna (The Fountainhead) eftir bandarísku skáldkonuna Ayn Rand í þýðingu Þorsteins Siglaugs- sonar. Í tilkynningu segir að Ayn Rand sé einn kunnasti og vinsælasti skáldsagnahöfundur heims og hef- ur Uppsprettan selst í hátt í sjö milljónum eintaka um heim allan. Fundurinn er öllum opinn og að- gangur ókeypis. Fyrirlestur um ein- staklingshyggju og Uppsprettuna Vinsæl, ekki vinsælust Skilja mátti á grein um Leikfélag Ak- ureyrar í blaðinu á laugardag að fleiri hefðu séð Rocky Horror en nokkra aðra sýningu félagsins. Rétt er að Rocky er í einu af efstu sætunum, en fleiri sáu þó Fló á skinni, Fullkomið brúðkaup og Litlu hryllingsbúðina. LEIÐRÉTT Karl Sigur- björnsson, bisk- up Íslands, gagn- rýndi borgar- yfirvöld í Reykjavík í pre- dikun sinni í Hallgrímskirkju í gærmorgun. „Hið pólitíska vald er að seilast býsna langt í for- ræðishyggju og inn í sjálfan helgi- dóminn. Má ekki lengur benda börnunum á að þessa hátíð gefur okkur guð, guð hann gefur allan lífsfögnuð,“ sagði biskup. Þá sagði biskup að sér virtist sem borgaryfirvöld væru með pólitísk- um aðgerðum að vinna ötullega að því að skera á þá þræði sem mynd- að hefðu uppistöðu samfélags og menningar. Ekki mætti fara með bæn í kirkjum þegar skólabörn kæmu fyrir jólin því borgarráð bannaði það. Biskup sagði að þessir tilburðir í Reykjavík minntu óhugnanlega á Sovétið sáluga. Seilist langt til forræðis  Biskup gagnrýndi borgaryfirvöld Séra Karl Sigurbjörnsson Jón Gnarr borg- arstjóri kynnti nú rétt fyrir helgi verkefnið Jólaborgin Reykjavík. Um er að ræða ný- stárlega leið til að kynna sér- stöðu Reykjavík- urborgar, jafnt fyrir innlendum sem erlendum gestum hennar. Markmið verkefnisins er að skapa áhrifaríka og skemmtilega jólaupp- lifun í miðborginni, þar sem heima- menn og gestir taka þátt, að því er segir í tilkynningu borgarinnar. Verkefnið Jólaborg- in Reykjavík kynnt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.