Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 10
fasteignir Danski hönnuðurinn Verner Pan- ton hannaði þennan skemmtilega stól árið 1960. Hann nefnist S Chair, fæst í mörgum litum og var fyrsti stóllinn smíðaður úr einu stykki af mótuðu plasti. F asteignakaup eru flókið ferli þar sem kaupendur leggja aleiguna undir og ráðstafa sjálfsaflafé sínu til margra ára. Því er mikilvægt að fólk sem er að fjárfesta í fasteignum kynni sér vel öll þau gögn, spyrji réttu spurningana og þekki þær grundvall- arreglur sem gilda í fasteignakaupum. Getur það sparað marvísleg leiðindi og þrætur seinna meir, því dæmin sanna að alltof oft lenda kaupendur í vandræðum eftir kaupin vegna atriða sem ekki var hugað að áður en eignin var keypt,“ segir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir hdl. Fasteignakaupandi er þjónusta á veg- um Fasteignamáls - lögmannsstofu. Byggt er þar á áralangri reynslu og þekk- ingu á þeim atriðum sem sérstaklega þarf að huga að við kaupin. Og þau eru í stuttu máli þau að spyrja réttu spurning- anna því söluyfirlitið sjálft segir oft lítið nema þú kunnir að lesa út úr því. Það er nefnilega ekki nóg að eldhúsinnréttingin sé falleg, stofan björt, barnaherbergin rúmgóð og húsið fallega málað. Duldir gallar geta komið í ljós um síðir og oft geta eftirmál þess kallað á strögl og í versta tilviki málaferli. Betur sjá augu en auga „Síðustu árin hef ég alltof oft fengið inn á borð til mín mál sem hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir hefði kaup- andinn þekkt ákveðnar grundvallarreglur áður en kaupsamningur var gerður eða hefði kunnað að spyrja réttu spurning- anna. Skv. lögum eiga fasteignasalar að gæta hagsmuna beggja aðila og auðvitað er það reynt eins og kostur er,“ segir Guðfinna. „En betur sjá augu en auga. Flestir fasteignasalar sem ég hef rætt við fagna því að til staðar sé þjónusta þangað sem kaupendur eða seljendur geta leitað og þannig haft sér við hlið sérfræðing sem þekkir öll þessi mál í botn. Ég hef aldrei skilið hvernig það á að geta gengið upp að fasteignasalar eigi að gæta hagsmuna beggja eins og lögin gera ráð fyrir. Fólk sem er í fasteignakaupahugleiðingum getur leitað til okkar fyrir kaupin. Við för- um með viðkomandi yfir helstu grund- vallarreglurnar í fasteignakaupum, hvers hann þarf að gæta, hvaða spurninga hann þarf að spyrja og hvaða gögn hann þarf að skoða. Við bjóðum líka upp á þá þjónustu að aðstoða kaupendur við til- boðsgerð og mætum með honum við undirritun kaupsamnings og afsals. Þjón- ustan er í raun forvarnarstarf.“ Gallamálum hefur fjölgað Mikill hraði var á öllum bygginga- framkvæmdum síðustu árin fyrir hrun. Það er að sögn kunnugra meðal orsaka þess að síðustu árin hefur gallamálum vegna fasteigna fjölgað verulega. Fæst þessara mála hafa farið fyrir dóm heldur er reynt utan réttar eftir fremsta megni að semja um niðurstöðu sem aðilar máls geta sætt sig við. „Sum málin eru þannig vaxin að kaup- andinn hefur ekki við neinn annan að sakast en sjálfan sig. Hefði að öllum lík- indum valið aðra eign ef hann hefði spurt réttu spurninganna fyrir kaupin, þekkt rétt sinn í upphafi og vitað hvers vænta mátti,“ segir Guðfinna sem í starfi sem héraðsdómslögmaður hefur sérhæft sig í fasteignamálum ýmiss konar. sbs@mbl.is Gott að hafa lögfræðing með í ráðum við fasteignakaup, segir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir hdl. Þjónustan er forvarnarstarf Morgunblaðið/Sigurgeir S. Sum mál þannig vaxin að kaupandi hefði að öllum líkindum valið aðra eign hefði hann hefði spurt réttra spurninga, segir Guðfinna sem í lögfræðinni er sérhæfð á sviði fasteignamála. Kaupandinn hefur ekki við neinn annan að sakast en sjálfan sig. Hefði að öllum lík- indum valið aðra eign ef hann hefði spurt réttu spurning- anna fyrir kaupin, þekkt rétt sinn í upphafi. Luktir og vasar festar á stein á frábæru tilboði fram að jólum | | |Síðan 1953

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.