Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 28
28 finnur.is 24. nóvember 2011
Þ
að eru ekki margir bílar
sem hafa verið fram-
leiddir í yfir 25 milljón
eintökum en það á við
um Volkswagen Golf. Hann hefur
verið í framleiðslu frá árinu 1974
og er nú af sjöttu kynslóð. Hver
einasta kynslóð hans hefur verið
í fyrsta eða öðru sæti í vali á bíl
ársins í Evrópu (European Car of
the Year), svo það er ekki nema
von að talsvert sé í bílinn spunn-
ið.
Eyðslugrennsta útgáfa hans
var tekin til kostanna um
helgina, þ.e. Volkswagen Golf
Blue Motion. Sá bíll er einn
aleyðslugrennsti bíll sem völ er á
og uppgefin eyðsla hans er 3,8
lítrar í blönduðum akstri. Það
virðist vera leikur einn að ná
þeirri tölu því í sparakstri fyrr á
þessu ári reyndist hann með 2,8
l. eyðslu. Aðeins Toyota Yaris
náði lægri tölu, en þar er sýnu
minni bíll á ferð.
Vitni um vandaða smíði
Volkswagen Golf er snotur bíll
að utan og nokkuð látlaus. Hefur
í raun lítið breyst frá fimmtu kyn-
slóðinni sem fyrst kom á markað
árið 2003. Allar línur eru mjúkar
og hafa þær verið það á Golf all-
ar götur frá því þriðja kynslóð
hans leysti af hólmi kantaðar lín-
ur fyrstu tveggja kynslóðanna.
Innrétting bílsins fellur undir
sömu skilgreiningu, þ.e. látlaus
en með mikið notagildi, fögur en
ekki framúrstefnuleg. Hún ber
vitni um vandaða smíði sem
ávallt hefur gert Golf að eiguleg-
um bíl sem endist og hefur hátt
endursöluverð. Bíllinn er ótrú-
lega rúmur að innan, með gott
farangursrými og pláss fyrir
hvern farþega kemur á óvart.
Til að draga úr eyðslu
Hvað Volkswagen Golf Blue
Motion áhrærir hefur allt verið
gert til að ná niður eldsneyt-
iseyðslu og sést það strax utan á
honum. Hann er talsvert lægri á
vegi og með hinar ýmsu vind-
skeiðar sem lækka loftmótstöðu.
Hann er á viðnámsminni dekkj-
um, er með Stop/Start-tækni og
5 gíra beinskiptur gírkassi er
með lengra hlutfall á milli gíra.
Í mælaborði ráðleggur akst-
urstölvan ökumanni hvenær á að
skipta upp í næsta gír til að aka
sem sparneytnast. Allt er þetta
gert til að ná tilætluðum árangri
og það virkar. Enginn af litla
bróður Golf, Polo er með lægri
uppgefna eyslu en þessi bíll,
enda er Polo ekki framleiddur í
Blue Motion-útfærslu.
Lægri og með sportfjöðrun
Aksturseiginleikar Golf eru al-
gerlega til fyrirmyndar og gefa
bíl ársins í ár VW Passat lítið eft-
ir. Reyndar er það svo að eig-
inleikar Golf Blue Motion-bílsins
Finnur Orri Thorlacius reynsluekur Volkswagen Golf Blue Motion
Morgunblaðið/RAX
Volkswagen Golf Blue Motion svín-
liggur á vegi og þrátt fyrir hve lágur
hann er rakst hann í reynsluakstri
aldrei niður þó að rösklega væri far-
ið yfir hraðahindranir.
Volkswagen Golf Blue Motion Árgerð 2012
• Farangursrými
350/1.350 l.
• 15“ álfelgur
• Eigin þyngd: 1.129 kg
• Burðargeta: 511 kg
• Verð: 3.390.000 kr.
• 3,8 l/100 í bl. akstri
Umboð: Hekla
• 0-100: 11,3 sek.
• Hámark: 190 km/klst
• Framhjóladrif
•Mengunargildi:
99 g CO2/km
• 1,6 l. díselvél
• 105 hestöfl/250 Nm
• 5 gíra beinskipting
Hringveginn
á tankinum
„Hagkvæmnin er stærsti kostur þessa bíls. Allt er gert svo hann
eyði sem minnstu eldsneyti og að mengun frá honum verði í
lágmarki. Bíllinn er með vindskeiðar sem draga úr loftmótstöðu
og felgurnar eru úr léttmálmi. Allt er gert til að þyngja hann
ekki um of. Þessi bíll fer í lægsta tollflokk þar sem útblásturinn
er lítill, enda teljum við verð hagstætt eða um 3,4 milljónir kr,“
segir Marinó Björnsson, sölustjóri Heklu, um Golf Blue Motion.
„Ef bíllinn er tekinn úr gír drepur vélin á sér, það er að segja ef
hún er orðin heit. Þetta er t.d. hægt að gera á gatnamótum þeg-
ar bíða þarf á rauðu ljósi. Vélin ræsist sjálfkrafa þegar bíllinn er
settur í gír. Þannig sparast eldsneyti og minnkar magn í CO2 út-
blæstri.“
Marinó býst við að bíllinn verði vinsæll hér á landi. „Já, ég geri
fastlega ráð fyrir því, enda hefur Golfinn notið mikilla vinsælda
á Íslandi í mörg ár. Bíllinn er aðeins til í einni útfærslu og ekki er
gert ráð fyrir sömu möguleikum á aukahlutum og í hefð-
bundnum Golf, þá þyngist hann. Ég tel að Volkswagen hafi tek-
ist vel til með framleiðslu á Golf Blue Motion. Þetta er bíll sem
fellur örugglega vel í kramið hjá íslenskum kaupendum.“
karlesp@simnet.is
Léttur og mengunin er í lágmarki, segir Marinó í Heklu
Bíll sem örugglega
fellur í kramið
Marinó Björnsson