Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 18
18 finnur.is 24. nóvember 2011 S att að segja tók aðeins fáa mánuði að mynda samfélag í þessari götu. Auðvitað hafði þar áhrif að flestir frumbyggja hér voru fólk á líkum aldri sem átti rætur í bænum og þekktist fyrir. En frá þessum frumbýlisárum eru liðin bráðum þrátíu ár og nú telst mér svo til að aðeins þrjár fjölskyldur af þeim sem fyrstar fluttu inn í húsin hér búi enn í Lóurima,“ segir Hafdís Kristjánsdóttir á Sel- fossi. Eftir efnum og ástæðum Lóurimi er gróin gata á Sel- fossi. Um tuttugu hús eru við götuna og framkvæmdir við þau fyrstu hófust um 1980. Reyndar var allt Rimahverfið byggt á þeim árum, en inn í það er ekið til austurs af Tryggvagötu sem lengi hefur verið talin einskonar markalína milli austur- og vest- urbæjar á Selfossi. „Við hófum hér framkvæmdir árið 1981. Tókum þetta í nokkr- um skrefum; fyrsta árið tókum við grunn og steyptum plötuna og svo var húsið reist árið eftir, innréttað það næsta og svo frá- gengið 1984. Við tókum þetta bara eftir því sem aðstæður og efni á hverjum tíma leyfðu,“ segir Hafdís sem er þriggja barna móðir, gift Bergsteini Einarssyni. Taktföst slög Lóurimi er syðst gatna í Rima- hverfinu og sú var tíðin að þar sunnan við væri óbyggðin ein. „Ég man svo oft eftir því á kvöld- in að við sátum í stofunni og horfðum á ljósin á Eyrarbakka og Stokkseyri. Mitt á milli þorpanna var svo fangelsið á Litla-Hrauni sem upplýst virkisborg og aust- ast sló Knarrarósviti sínum takt- föstu ljósslögum sem bárust út yfir hafið og upp í sveitina,“ segir Hafdís. Sum húsanna í Lóurima voru mörg ár í byggingu. Flest eru þau með líku lagi byggð; timburhús með lágu risi. Eitt húsanna sting- ur þó í stúf; tveggja hæða stein- hús hjónanna Gunnars Egils- sonar og Sæunnar Lúðvíksdóttur. „Þetta hús er öðruvísi og byggt í sérstæðum arkitektúr. Það kom líka stundum fyrir þegar krakkar úr öðrum hverfum komu hingað að þau spyrðu í forundran hví væri verið að byggja kirkju í hverfi. Það er gaman að hafa upplifað þessi frumbýlisár en ég get þó ekki hugsað mér að flytja aftur í nýtt hverfi. Finnst alveg nóg að hafa ræktað upp einn garð þótt ég bæti nú ekki öðrum við,“ segir Hafdís og hlær. Krakkar og kökur sveitafólks Fólk kemur og fer og eins og Hafdís nefnir hér að framan hafa flestir þeir sem byggðu Lóurim- ann nú róið á önnur mið. Og sumir eru raunar horfnir yfir móðuna miklu. „Það hefur alltaf verið talsvert um það hér á Selfossi að hingað flytji fólk úr sveitunum sem hefur brugðið búi. Þarna gæti ég nefnt til dæmis þau Ara Þorleifsson og Guðnýju Bjarnadóttur frá Klaust- urhólum í Grímsnesi og Jónas Ólafsson og Sigríði Gústafsdóttur frá Kjóastöðum í Biskups- tungum. Hin síðarnefndu höfðu raunar komið sextán börnum á legg og þrátt fyrir það var alltaf opið hús hjá þeim. Krakkarnir í hverfinu gátu alltaf til þessa góða fólks leitað ef þau langaði að spjalla eða vildu mjólkursopa og pönnukökur. Það er gott að minnast þessara nágranna enda áttu þeir þátt í því að skapa hér virkilega hlýlegt og mann- eskjulegt samfélag.“ sbs@mbl.is Gatan mín Lóurimi á Selfossi Kirkja í hverfi og ljós frá Litla-Hrauni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hafdís Kristjánsdóttir sem býr í Lóurima á Selfossi segir eldra fólk sem flutti úr sveitunum í þessa snotru íbúð- argötu hafa átt sinn stóra þátt í því að skapa þar manneskjulegt samfélag auk þess að vera krökkunum athvarf. Selfoss Fjölbrautaskóli Suðurlands Lóurimi Tr yg gv ag at a Fossheiði Langholt Norðurhólar Norðurhólar Gauksrimi Álftarimi Háengi Starengi Dælengi Miðengi Lágengi Suðurengi Óskaiðjan? „Það skemmtilegasta sem ég veit þessa dagana er að spila golf og aftur golf. Ég er svo heppin að hafa getað spilað hina ýmsu velli um víða veröld og dreymir um að spila enn fleiri og þá einna helst St. Andrews, sem er mekka golfáhugamanna.“ Óskamaturinn? „Ég fæ aldrei nóg af tapas- réttum og hráskinkan og kindaosturinn á Spáni er lostæti. Ítalskur matur er í miklu uppáhaldi, góðar þunnbotna pítsur, pastaréttir o.fl. Einnig er ég mikið fyrir fisk og fór t.d. á Fiskmarkaðinn um daginn og ég hef bara sjaldan fengið eins góðan mat. Rjúpan var á mínu jóla- borði frá því ég var krakki en hvarf um stund en er nú aftur að koma sterk inn þar sem öll fjölskyldan kann að meta þann mat.“ Draumabíllinn? „Vinkon- ur mínar vilja meina að ég sé með bíladellu en ég veit nú ekki hvort það er rétt. Drauma- bíllinn er nýjasti Ford Focusinn, sem er æð- islegur, bæði að keyra og svo er hann ótrú- lega fallegur bíll. Ég mun eignast hann í náinni framtíð, það er nokkuð ljóst. Ég er frekar hagsýn kona og vil ekki eiga bíla sem eyða of miklu bensíni og vel því ekki stærri tegundir bíla en þó kitlar það alltaf að eiga góðan jeppa.“ Hvað vantar á heimilið? „Í rauninni vantar mig ekki neitt inn á heimilið nema kannski stærri geymslu undir það sem ég á nú þegar. En mig dreymir um að eignast lítið raðhús einhvern tím- ann og þá væri nú gaman að hafa pall með góð- um potti. Einnig mætti vera bílskúr og þó – ég hef aldrei verið með slíkan lúxus og spurning hvort bílskúrinn myndi ekki bara fyllast af alls konar óþarfa.“ Hvað langar þig í? „Mig vantar bara ekki neitt, og þó jú: nýtt Soda-Stream-tæki. Líka nýtt golf- sett frá Ping, en mitt er búið að skila mér 15,4 í forgjöf og nú langar mig neðar í forgjöf. En máltækið segir „veldur hver á heldur“ þannig að kannski væri bara best að æfa sig meira.“ Hvað er best heima? „Þegar ég er heima hjá mér finnst mér best að slaka á í sjónvarpssófanum mínum. Horfa á sjónvarpið, lesa góða bók, vafra um veraldarvef- inn í tölvunni og undirbúa næsta dag í dagbókinni. Eins finnst mér gaman að prjóna og tek tarnir í þeirri iðju, aðallega þó á veturna. Þá kemur sjónvarpssófinn eða sjónvarpsstóllinn góði að góðum notum. Ég á besta rúm í heimi og eyði þar dágóðum tíma af ævinni og skammast mín ekkert fyrir það. Að kúra og vera á náttföt- unum fram á miðjan dag er al- gjörlega nauðsynlegt vegna þeirrar óreglulegu vinnu sem ég er í.“ ai@mbl.is Óskalisti Helgu Möller Kúrir í náttfötunum fram á miðjan dag Helga Möller hefur starfað sem söng- kona í 40 ár og geri aðrir betur. Vita- skuld hefur hún fyrir löngu sungið sig inn í hjörtu landsmanna með jólalög- um sínum, og er von á fjölda gesta á árlega jólatónleika Helgu í Laugarnes- kirkju, og raunar þegar uppselt á fyrri tónleikana af tvenn- um. Helga er líka annar helmingur dúettsins Þú og ég sem nú gefur út nýtt jólalag, „Ljós út um allt“, en dúettinn hefur ekki sent frá sér jólalag síðan smellurinn „Í há- tíðarskapi“ kom út ár- ið 1980. Finnur sló á þráðinn til Helgu og fékk hana til að deila óskalistanum sínum með lesendum: Morgunblaðið/Sigurgeir S. Ástandsskoðanir Pendo.is Leiguskoðanir Pendo.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.