Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 26
bílar Nýr BMW 3 Series fær góða dóma í bílablaðinu WhatsCar? Er sagður kröftugur, rúmgóður, vel tækjum búinn og góður sem forstjórabíll. Þá sé hann góður á sveitavegum og líði vel á hraðbrautum. Stöðugar verðhækkanir á bensíni munu leiða til breyttra neysluhátta og minni bíla, að því er rannsókn fyrir breska bílauppboðsfyrirtækið British Car Auctions (BCA) hefur leitt í ljós. Þar segir að af rúmlega 4.000 manns sem svöruðu sagði rúmlega helmingur þeirra að vaxandi eldsneytiskostnaður myndi knýja þá til að skipta yfir í minni og sparneytnari bíla, eða til breyttrar – og minnkandi – bílnotkunar. Um fimmtungur aðspurðra segist hafa þurft að takast á við það þegar lítrinn komst í 1,30 pund og þegar verðið fer í 1,50 pund verður hópurinn enn stærri sem annars vegar þarf þá að kaupa sér minni bíl eða aka minna. Í breska þinginu hefur verið tekist á um skattlagningu á eldsneyti og útlit er fyrir að niðurstaðan verði enn frekari verðhækkun. Því þykir stefna í að samsetning breska einkabílaflotans taki talsverðum breytingum á næstu misserum; stærri bílar og bensínhákar víki fyrir minni og hag- kvæmari bílum. Könnun BCA leiddi í ljós, að fjölskyldum með tvo heimilisbíla hefur fækkað um 5% undanfarna 12 mánuði. Niðurstöður þessar eru svipaðar og raunin er hér á landi. Þannig reyndist umferð í október sl. vera 7% minni en í sama mánuði í fyrra skv. sextán teljurum Vegagerð- arinnar á fjölförnum stöðum víða á landinu. Mest dróst umferð saman á Holtavörðuheiði, eða um 12%. Þá er sala eyðslugrennri bíla að aukast, það lítið sem bílar seljast. agas@mbl.is Bensínverðið bítur, skv. breskri rannsókn Kaupa smábíla og aka minna F jármálafyrirtæki hafa á síð- ustu mánuðum end- urreiknað 57 þúsund samninga vegna bílalána og fært þá niður um alls 38,5 ma. kr. Þetta kemur fram í pistli Grein- ingar Íslandsbanka sem birtur er á vefsetri bankans. Í kjölfar niður- stöðu dómstóla um að svokölluð gengislán væru óheimil urðu bankar og fjármögnunarfyrirtæki að stokka spilin upp og færa þessi lán niður til samræmis við ákvæði laga. Lunginn af niðurfærslum fjármálakerfisins er vegna endur- útreiknings lánanna ólögmætu – alls 96 ma. kr. eða 55% af því sem útistandandi var. Barátta við vindmyllur „Niðurfærsla lánanna í sam- ræmi við dómsniðurstöðu þýðir að fólk er komið í miklu betri stöðu en áður. Við fengum stund- um hingað inn á borð til okkar mál fólks sem hafði slegið kannski 90 til 100% erlend lán til kaupa á heldur dýrari bílum og gengisfall krónunnar 2008 leiddi til þess að höfuðstóll í verðmæti bílsins varð neikvæður. Nú hefur dæmið aftur snúist við,“ segir Runólfur. Til viðmiðunar þessu nefnir Runólfur samning um myntkörfu- lán sem gerður var um mitt ár 2007. Á haustdögum 2010 voru undir skv. samningi þessum 3,6 millj. Þegar lánið var hins vegar endurreiknað í kjölfar dóms Hæstaréttar fór það niður í 700 þúsund krónur. Hrapa ekki að niðurstöðum „Þarna munar 2,9 milljónum króna og það má segja að eftir hrun hafi allar afborganir af bíl með þessum ólögmætum lánum verið eins og barátta við vindmyll- ur því mánaðarlegar greiðslur hækkuðu um tugi þúsunda.“ Runólfur segir nú búið að dæma um lögmæti hefðbundinna geng- islána og samninga um fjármögnunarleigu. Þó þurfi að bíða enn um hríð eftir dómum um hvort svonefndir rekstrarleigu- samningar hafi verið lögum sam- kvæmt. Sjálfur segist hann að óreyndu telja samningana ekki hafa verið í samræmi við bókstaf- inn og bendir þar á að orðalag slíkra samninga sé um margt líkt því sem gerist í samningum um hefðbundin lán. Mikilvægt sé þó að hrapa ekki að niðurstöðum strax. Sif Björk Birgisdóttir lögg. bíla- sali hjá Bílaprís segir niðurfærslu bílalána greiða mjög fyrir við- skiptum enda séu þau nú orðin talsverð. Oft séu síðustu mánuðir árs frekar slakir í sölu og minna að gera á bílasölum. Nú sé raunin önnur. Til skamms tíma hafi verið nokkuð um að á skrá hafi komið bílar sem metnir voru á kannski 1,5 millj. kr. en áhvílandi á þeim voru 2,5 millj. kr. Nú sé að mestu búið að jafna þessi dæmi og leysa úr öðrum flækjumálum. „Það voru í nokkrum mæli þess- ir dæmigerðu fjölskyldubílar sem voru yfirveðsettir og nú er með skuldbreytingum hægt að selja þá aftur; bíla sem kosta um tvær milljónir en eftir slíkum er alltaf talsverð eftirspurn,“ segir Sif. sbs@mbl.is Maðurinn á myntkörfubílnum í miklu betri stöðu, segir framkvæmdastjóri FÍB Nú hefur dæmið snúist við Morgunblaðið/Kristinn Bílasala er aftur komin á skrið og umferðin er í eina átt. Ólögleg myntkörfulán niðurfærð og flækjumál leyst. Runólfur Ólafsson Sif Björk Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.