Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 21
24. nóvember 2011 finnur.is 21 FORSTJÓRI Stjórn Bankasýslu ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf forstjóra Bankasýslu ríkisins. Forstjóri skal uppfylla hæfisskilyrði 2. og 3. mgr. 6 gr. laga nr. 88/2009. Starfs- og ábyrgðarsvið: • Stjórnun og rekstur • Stefnumótun og vinna vegna sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum • Samskipti við fjármálafyrirtæki sem ríkið á eignarhlut í • Samningagerð • Eftirlit með framkvæmd eigandastefnu ríkisins • Samskipti við fjölmiðla Kjararáð ákvarðar starfskjör forstjóra. Nánari upplýsingar um hlutverk forstjóra er að finna í starfsreglum stjórnar, þær má finna á heimasíðu stofnunarinnar www.bankasysla.is, en auk þess veitir Guðrún Ragnarsdóttir, stjórnarformaður Bankasýslunnar (gudrun@bankasysla.is) frekari upplýsingar um starfið. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að senda ítarlega ferilskrá, ásamt kynningarbréfi þar sem hæfni umsækjanda er rökstudd, á netfangið umsoknir@bankasysla.is. Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember nk. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi • Sérþekking á banka- og fjármálum • Stjórnunarreynsla • Leiðtogahæfileikar • Framúrskarandi samskiptahæfileikar • Frumkvæði • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku Bankasýsla ríkisins er ríkisstofnun með sjálfstæða stjórn sem heyrir undir fjármálaráðherra. Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, stofnuninni er í starfsemi sinni ætlað að leggja áherslu á endurreisn og uppbyggingu öflugs innlends fjármálamarkaðar og stuðla að virkri og eðlilegri samkeppni á þeim markaði, tryggja gagnsæi í ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og tryggja virka upplýsingamiðlun til almennings. Stofnunin starfar á grundvelli laga nr. 88/2009. Bankasýslan skal hafa lokið störfum eigi síðar en 5 árum eftir að hún er sett á fót. Nánari upplýsingar má finna á vef Bankasýslunnar www.bankasysla.is Borgartún 3 105 Reykjavík Sími 550 1700 www.bankasysla.is Ím yn d u n ar af l/ B R / FB R 11 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.