Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 22
22 finnur.is 24. nóvember 2011 Umboðsmann vantar á Húsavík Upplýsingar veitir Ólöf Engilbertsdóttir í síma 569-1376 eða 669-1376 Eftirlitsmaður Heilbrigðiseftirlit Suðurlands auglýsir eftir eftirlitsmanni til starfa. Viðkomandi þarf að: • hafa framhaldsmenntun sem nýtist í starfi • vera mjög fær í mannlegum samskiptum • hafa góða þekkingu á opinberri stjórnsýslu • ástunda vönduð vinnubrögð og hafa getu til að starfa sjálfstætt • vera með góða almenna tölvukunnáttu Í starfinu felst eftirlit með fyrirtækjum undir umsjón framkvæmdastjóra/heilbrigðisfulltrúa. Starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands er Suðurlandsfjórðungurinn að meðtöldum Vestmannaeyjum. Viðkomandi starfsmaður mun hafa aðsetur á Selfossi en jafnframt vera tilbúinn til að sinna eftirliti á öllu starfssvæði embættisins. Um er að ræða reynsluráðningu með möguleika á framtíðarstarfi. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Austurvegi 56, Selfossi eða á netfangið elsa@sudurland.is. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2011. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um áramót. Nánari upplýsingar um starfið veitir Elsa Ingjaldsdóttir í síma 480 8220 eða elsa@sudurland.is. Frekari upplýsingar um heilbrigðiseftirlitið má finna á heimasíðunni www.heilbrigdiseftirlitid.is. Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur auglýsir stöðu yfirverkfræðings hjá embætti byggingarfulltrúa lausa til umsóknar. Við leitum að metnaðarfullum og vandvirkum einstaklingi með leiðtogahæfileika til að hafa yfirumsjón með tækni- og tölulegum verkefnum embættis byggingarfulltrúa. Yfirverkfræðingur hefur mikil samskipti við verktaka, hönnuði, umsækjendur og aðra starfsmenn. Næsti yfirmaður er byggingarfulltrúinn í Reykjavík. Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynjanna í störfum og því að vinnustaðir borgarinnar endurspegli fjölbreytileika reykvísks samfélags. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar í síma 4 11 11 11 eru veittar allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og símasamband við starfsmenn einstakra sviða og deilda. Helstu verkefni og ábyrgð • Tæknileg atriði varðandi undirbúning og ferli byggingarframkvæmda ásamt eftirliti með þeim. • Verkfræðilegir þættir í burðarþoli og lögnum. • Byggingarfrágangur, sérhluta- og séruppdrættir. • Útreikningur gjalda tilheyrandi byggingarleyfum. • Framsetning tölfræðilegra upplýsinga. • Mat á byggingaraðstæðum, t.d. varðandi hættur, ásamt hugsanlegum aðgerðum. • Svörun fyrirspurna og þjónusta við sérfræðinga og aðra viðskiptavini sviðsins. Hæfniskröfur • M.Sc. í byggingarverkfræði eða sambærilegt próf. • Reynsla í hönnun burðarþols og/eða lögnum. • Almenn þekking varðandi vistvæna hönnun í gerð mannvirkja. • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og hópstarfi. • Nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. • Góð tölvukunnátta, ásamt þekkingu á almennum forritum og tölvuskráningarkerfum. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, ensku og einu norrænu tungumáli. • Góð þekkingu á lögum varðandi skipulag og byggingar, ásamt tilheyrandi reglugerðum og stöðlum. • Góð þekking á gagnagrunnum og reynsla af notkun þeirra ásamt þekkingu á SQL (fyrirspurnum) Um laun og starfskjör yfirverkfræðings fer samkvæmt kjarasamningi Stéttarfélags verkfræðinga við Reykjavíkurborg. Fyrirspurnum um starfið skal beina til Björns Stefáns Hallssonar, byggingarfulltrúa í Reykjavík í síma 411 1111 eða með því að senda fyrirspurnir á bjorn.stefan. hallsson@reykjavik.is Yfirverkfræðingur Umsóknarfrestur er til 5. desember nk. Sótt er um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is undir „ Störf í boði”. http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-2901. Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins en lýtur sérstakri stjórn. Seðlabankinn fer með stjórn peningamála á Íslandi og er meginmarkmið hennar stöðugleiki í verðlagsmálum. Seðla- bankinn skal enn fremur sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd. Laust starf hjá Seðlabanka Íslands Helstu verkefni lögfræðinga á skrifstofu gjaldeyriseftir- lits eru að framfylgja lögum um gjaldeyrismál. Í því felst meðal annars að afgreiða beiðnir um undanþágur frá gjald­ eyrislögum, svara fyrirspurnum er lúta að túlkun laga um gjaldeyrismál, annast eftirlit með framkvæmd laga um gjaldeyrismál auk rannsókna á meintum brotum á lögunum og reglum settum á grundvelli þerra. Starfi þeirra fylgir einnig samskipti við innlenda og erlenda aðila og stofnanir. Menntunar- og hæfniskröfur: • Embættis­ eða meistarapróf í lögfræði frá háskóla sem viðurkenndur er samkvæmt lögum um háskóla nr. 63/2006 • Þekking og reynsla af stjórnsýslumeðferð mála æskileg • Þekking og reynsla á fjármálamarkaði æskileg • Þekking og reynsla af rannsókn mála kostur • Framúrskarandi ritfærni, bæði á íslensku og ensku • Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi • Færni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi Nánari upplýsingar um störfin veitir Ingibjörg Guðbjartsdóttir, forstöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, í síma 569-9600. Sótt skal um störfin á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is, í síðasta lagi 4. desember næstkomandi. Umsóknir gilda í sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Gjaldeyriseftirlit - lögfræðingar Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða lögfræðinga til starfa í gjaldeyriseftirliti bankans. Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Ertu í harðfiskþurrkun? Getur þú bætt við þig verkefnum til langframa? Áhugasamir sendi upplýsingar á box@mbl.is merkt: ,,H - 24790”. Sölumaður óskast Ein öflugasta fasteignasala landsins óskar eftir því að ráða vanan sölumann til starfa. Menntun sem löggiltur fasteignasali er góður kostur. Á RE/MAX Lind vinnur hæfileikaríkt fólk sem myndar samheldin hóp sem leggur sig fram um að veita viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu. Við leggjum áherslu á fagleg vinnubrögð og trausta þjónustu. Í boði er skemmtilegur vinnustaður og góð vinnuaðstaða. Vinsamlegast hafið samband við Þórarinn Jónsson thorarinn@remax.is eða Hannes Steindórsson hannes@remax.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.