Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 8
Jónína Leósdóttir, rithöfundur og eiginkona Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur verið græn- metisæta til margra ára. Hún er með of- næmi fyrir fiski og segist ekki geta hugsað sér að borða dýr. J ónína var að senda frá sér unglingabókina Upp á líf og dauða þar sem hún tekur á viðkvæmu málefni. Hún segist hafa geng- ið með hugmyndina lengi en það tók tíma að finna rétta flöt- inn. Ekki hefur áður verið fjallað um þunglyndi og sjálfsvígs- hugleiðingar í unglingabókum. „Það er vandmeðfarið að fjalla um þetta efni Ég prófaði mörg uppköst áður en ég fann réttu að- ferðina,“ segir hún. „Ég vildi hafa bókina þannig að skilaboðin kæmust alla leið,“ segir Jónína ennfremur en þetta er fimmta unglingabókin hennar en hún hefur gefið út tíu bæk- ur. Þessa dagana er nóg að gera hjá Jónínu í upplestri úr bókinni. „Ég las fyrir níu hundruð skólabörn í sl.viku. Þetta er því nokkurs konar vertíð.“ Innkaup fyrir heimilið eru alfarið í höndum Jónínu. „Jóhanna er ekki grænmet- isæta en hún er afskaplega sátt við að borða grænmetisrétti, meira að segja á að- fangadagskvöld. Ég kaupi oft fisk handa henni en mér finnst erfiðara að kaupa kjöt þótt ég geri það af og til. Matreiðsla þessara fæðuteg- unda er hins vegar ekki á minni könnu. Mér finnst nógu erf- itt að meðhöndla egg,“ segir Jónína. „Í gærkvöldi borðaði ég bara gul- rætur og hummus. Oft er ég svo spennt í því sem ég er að skrifa eða lesa að ég vil ekki eyða tíma í elda- mennsku. Jóhanna hefur líka gott af því að slappa aðeins af við matseldina og hugsa um eitthvað annað en póli- tík. Systir mín ræktar kartöflur og hef- ur verið dugleg að færa okkur afraksturinn. Tómatar eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst allir tómatar góðir, hvort sem þeir koma beint af plöntunni eða eru í sósum eða heitum réttum. Núna held ég mest upp á litlu plómukon- fekttómatana frá Akri og fer létt með að klára eina öskju á dag, alein. Ekki er verra að fá basilíku með tómötunum. Síðastliðið sumar fékk ég basilíkuræktunaræði, var á tímabili með yfir 40 basilíkupotta í stof- unni og borðstofunni. Enda var mikið gert af pestói. Besta lykt sem ég get hugsað mér er af basilíku og mig dreymir um að fá að koma inn í gróðurhús fullt af slíkum plöntum. Held það hljóti að vera eins og að ganga inn í himnaríki,“ segir Jónína sem ræktar graslauk, mintu, kórí- ander og hvítlauk á svölunum. „Hvítlauksuppskeran var um 15 litlir laukar en ég stefni á aukna ræktun næsta sumar.“ Óstjórnlega gott te Jónína segist helst versla í Krónunni en fiskinn kaupir hún á Vega- mótum. „Ég fer í Hagkaup til að fá ferskt grænmeti. Því miður finnst mér grænmetið ekki nægilega ferskt í búðum og hef rekið mig á skemmda vöru í grænmetisborði. Spergilkál er oft orðið gult á litinn, kúrbítur myglaður og eplin skemmd. Þetta er ekki nægilega gott þar sem alltaf er verið að brýna fyrir fólki að borða meira af ávöxtum og grænmeti,“ segir Jón- ína. Hún segist drekka mikið af vatni og er alltaf með könnu af kranavatni í ísskápnum. „Ég er síður hrifin af sódavatni og drekk ekki gos. Var þó eitt sinn háð Diet-Coke og fékk fráhvarfseinkenni þegar ég hætti að drekka það í lítravís. Þegar te- og kaffidrykkja er annars vegar nær sérviskan hæstu hæðum og þessir drykkir eru mér eiginlega mikilvægari en matur. Te finnst mér svo óstjórnlega gott að þeg- ar ég sofna er ég farin að hlakka til fyrstu tek- rúsarinnar morguninn eftir,“ segir Jónína. „Ég laga alltaf te í katli og nota svart laufte, helst Assam, Ceylon eða Kenya. Því miður fæst Kenya-te ekki á Íslandi svo ættingjar og vinir skyggnast um eftir því fyrir mig í útlöndum. Ég panta það líka stundum frá dásam- legri tebúð í Brussel, Univers du Thé. Svo þetta er algjört sparite.“ Heimasíða tebúðarinnar er http://www.universduthe.be. Jónína hefur borðað sama morgunmatinn í mörg ár; skál léttri AB-mjólk og Cheerios. „Hádegismatur er hafra- grautur með trönuberjum og/ eða goji-berjum og léttmjólk út á. Það sem eftir er dagsins borða ég mest grænmeti og ávexti. Þykkar grænmetissúpur eru með því besta sem ég fæ. Þá sýð ég bara tilfallandi grænmeti í grænmetissoði, krydda vel og mauka með töfrasprota. Ég fer líka reglulega á græn- metisveitingastaðinn Garðinn við Klapp- arstíg til að fá mér súpuskál og verð aldrei fyrir vonbrigðum,“ segir Jónína sem gefur lesendum uppskrift að baunasúpu með mintu. elal@simnet.is Jónína Leósdóttir rithöfundur er sérvitur varðandi mat og drykk Með fjörutíu potta af basil í stofunni Morgunblaðið/Kristinn 8 finnur.is 24. nóvember 2011 Græn baunasúpa með mintu Ólífuolía rauðlaukur, niðurskorinn hvítlauksrif, skorin smátt grænmetissoð (t.d. bara grænmetisteningur leystur upp í vatni) frosnar grænar baunir fersk mintulauf sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar matargerðarrjómi (magn hvers hráefnis fer eft- ir smekk, m.a. á því hversu þykk súpan á að vera) Laukur og hvítlaukur mýkt- ur í olíu í potti með þykkum botni. Grænmetissoðinu hellt út í pottinn og suðan látin koma upp. Þá er baununum bætt út í, ásamt sjávarsalti og vænum skammti af ný- möluðum svörtum pipar. Þetta er látið malla í smá- stund og rifnum mintulaufum bætt út í. Potturinn tekinn af hellunni og súpan maukuð með töfra- sprota. Einnig má mauka hana í matvinnsluvél og hella henni svo aftur í pottinn. Síð- an er súpan hituð örlítið á nýjan leik og matargerð- arjóma bætt við eftir smekk. Húmmus 1 dós kjúklingabaunir (hella vökvanum af og geyma hann) 2-5 hvítlauksrif 1 msk. ólífuolía (helst dökk- græn, extra virgin) 1-2 msk. tahini-mauk (ljóst) sítrónusafi, salt og pipar (eftir smekk) Allt sett í matvinnsluvél og blandað saman. Gott að nota vökvann af kjúklingabaun- unum til að þynna húmmus- maukið þar til æskilegri áferð er náð. Kælt í a.m.k. 1 klst í ísskáp. Má t.d. nota ofan á brauð, sem ídýfu eða með salati. Gera má grænt húmmus með því að bæta basil- íkulaufum við þessa upp- skrift. Einnig má bæta sól- þurrkuðum tómötum (úr krukku) við uppskriftina en þá er best að sleppa ólífu- olíunni þar sem tómatarnir eru í olíulegi. Sífellt fjölgar þeim sem hafa mikið dálæti á sushi. Ef fólk vill gera vel við sig heima og sleppa við að elda er upplagt að fá sér sushi. Í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði er boðið upp á sushi-bakka frá veitingahúsinu Osushi á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum. Hægt er að velja um bakka með 8, 12 eða 20 bitum. Átta bitar kosta 990 krónur, tólf bitar 1490 krónur og 20 bitar 2850 kr. sem eru góð kaup. elal@simnet.is Flott tilboð í Fjarðarkaupum Sushi-veisla heima Biscotti eru vinsælar smákökur á Ítalíu. Þær eru tvíbakaðar og ákaflega bragðgóðar. Sumir hafa súkkulaði í uppskriftinni eða þurrkuð trönuber en það er hægt að breyta henni eftir smekk hvers og eins. Þessi uppskrift er auð- veld. 120 g möndlur 100 g heslihnetur 150 g smjör 250 g sykur 400 g hveiti 2 tsk. lyftiduft rifinn börkur af 1 appelsínu 3 stór egg Setjið möndlur og hnetur í ofn- skúffu og bakið við 200°C í 15 mínútur. Kælið. Blandið saman smjöri, sykri, hveiti, appelsínuberki og lyftidufti í hrærivélarskál. Hærið eitt egg í einu með blöndunni. Að lokum er möndlum og hnetum blandað saman við. Mótið tvær rúllur úr deiginu, um það bil 2 cm þykkar. Geymið í kæliskáp í 30 mínútur. Leggið deigrúllurnar á bök- unarpappír og þrýstið aðeins á þær með lófunum. Penslið með eggjahvítu. Bakið við 180°C í um það bil 25 mínútur. Takið úr ofninum og skerið kök- urnar niður í 1½ cm sneiðar á ská á meðan þær eru enn heitar. Leggið sneiðarnar á bökunarplötu og bakið þær áfram í 10 mínútur. Kælið. elal@simnet.is Vinsælar smákökur sem bragðast vel Ítalskt biscotti Chorizo er spænsk pylsa sem er sérlega ljúf- feng til að bragðbæta pasta, kjúklingarétti, súpur eða pottrétti. Chorizo er til sem álegg ofan á brauð en einnig sem mjó kryddpylsa. Slík pylsa fæst hjá Pylsumeistaranum við Laugalæk og er einstaklega bragðgóð. Papp- írinn er tekinn utan af pylsunni og síðan er hún söxuð smátt og sett á pönnu, t.d. með lauk og hvítlauk. Þegar laukurinn er farinn að brúnast og rauð olía úr pylsunni lekur um pönnuna má skella soðnu spagettí saman við og þá er dýr- indis, ódýr pastaréttur tilbúinn. Ef menn vilja gera vel við sig má bæta rjóma á pönnuna, kirsuberjatómötum og jafnvel bita af gráðosti en það er þá gert áður en pastað er sett út í. Pylsan kostar 3900 kr. kílóið en það þarf að- eins 80-100 grömm í pastaveislu. elal@simnet.is Spænsk pylsa og sérlega ljúffeng Chorizo bætir bragðið Innkaupa- karfan Létt AB-mjólk léttmjólk hafrar trönuber rúsínur goji-ber fiskur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.