Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 31
24. nóvember 2011 finnur.is 31 U m miðjan nóvember voru 238.148 bílar skráðir hér á landi, þar af voru vist- vænir bílar 816, eða að- eins 0,35% bílaflotans. Vistvæn ökutæki teljast þau ökutæki sem ganga að öllu eða mestu leyti fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Með innleiðingu tilskipunar Evr- ópusambandsins um aukinn hlut endurnýjanlegra orkugjafa mun Ís- land setja sér markmið um 10% endurnýjanlega orku í samgöngum árið 2020, þannig að greinilegt er að langur vegur er að þessu mark- miði, að minnsta kosti hvað bíla- flotann varðar. Efnahagsástand hjálpar ekki Eftir að þungaskattinum var af- létt og dísilolía skattlögð á svip- aðan hátt og bensín fór hlutur dísil- olíunnar að aukast og er það sama þróun og erlendis. Í dag er staðan þannig að um 60% af eldsneyt- issölu til bíla eru bensín og um 40% af eldsneytisolíunni eru dísil- olía. Verkefnisstjórn Grænu orkunnar – vistorka í samgöngum – sem iðnaðarráðherra setti á laggirnar í fyrra skilaði ítarlegri skýrslu í vik- unni. Þar er sett fram aðgerða- áætlun í tengslum við orkuskipti í samgöngumálum á komandi árum. Í skýrslunni segir meðal annars að erfitt efnahagsástand nú um stundir og hæg endurnýjun bíla- flotans hjálpi ekki við að ná fyrr- greindu 10% markmiði. Skattaívilnanir „Verkefnisstjórnin gerir tillögu um að virðisaukaskattur af svoköll- uðum hreinorkubílum verði end- urgreiddur að fullu frá og með næstu áramótum og að þessar reglur verði ekki endurskoðaðar fyrr en í fyrsta lagi árið 2020,“ seg- ir Sverrir Viðar Hauksson, formað- ur verkefnisstjórnar. „Með öðrum orðum að ívilnanir vegna orkuskipta í samgöngum fái örugglega að standa óhreyfðar, þeim verði ekki breytt. Hreinorku- bílar teljast þeir bílar sem menga ekkert, svo sem rafmagns- eða vetnisbílar. Við gerum líka tillögu um 2⁄3 endurgreiðslu virð- isaukaskatts næstu þrjú árin af vistvænum bílum sem losa minna en 50 grömm af CO2/km. Vistvæn ökutæki teljast öll þau ökutæki sem ganga að öllu eða mestu leyti fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Slíkir bílar eru að koma á mark- aðinn, en eru nokkuð dýrir í inn- kaupum. Með þessari skattaívilnun ætti verðið að lækka umtalsvert og gera þessa bíla samkeppnishæf- ari.“ Bifvélavirkjar í rafmagni Í skýrslunni er sérstaklega vikið að menntamálum. Ljóst sé að skólakerfið þurfi að huga að ýms- um breytingum til að uppfylla þarf- ir markaðarins í framtíðinni. „Bregðast þarf við tækniþróun- inni með menntun bifvélavirkja framtíðarinnar sem í æ ríkara mæli mun fela í sér rafmagnsfræði frek- ar en viðgerðir á hefðbundnum sprengihreyflum. Þessi þróun mun þó taka allnokkurn tíma, þar sem endurnýjun bílaflotans er fremur hæg,“ segir í skýrslunni. Og verkefnisstjórnin segir að stórauka þurfi fræðslu fyrir sjúkra- flutninga- og slökkviliðsmenn. „ Þeir koma að alvarlegum slys- um þar sem jafnvel þarf að klippa fólk úr bílum. Mikil spenna getur verið á rafbílum og getur það valdið alvarlegum slysum sé réttum verk- lagsreglum ekki fylgt. Einnig er mikilvægt að koma á einhvers kon- ar merkingum á bíla þannig að þeir sem fyrstir koma á slysstað geri sér strax grein fyrir gerð bílsins og sé ljóst hvaða hætta geti stafað af því að bjarga fólki við þær kring- umstæður. Nú þegar hafa orðið al- varleg slys í heiminum vegna van- kunnáttu og vegna þess að björgunaraðilar voru ekki búnir réttum tækjum.“ Breyttar aðstæður „Mikilvægt að kennslubækur í grunn- og framhaldsskólum verði uppfærðar eftir því sem ný tækni ryður sér braut. Mikilvægt er að kennarar geri sér grein fyrir breytt- um aðstæðum og átti sig á þeim mun sem er á mismunandi tækni. Einnig er nauðsynlegt að sam- ræma notkun hugtaka í skólakerf- inu, hugtaka eins og tvinnbíls, ten- gitvinnbíls, rafbíls, vetnisbíls og svo framvegis,“ segir í skýrslu verkefn- ishópsins. Hægt er að nálgast skýrsluna á www.graenaorkan.is karlesp@simnet.is Leggja til gagngerar breytingar vegna grænvæðingar bílaflotans Vaskur af vist- vænum bílum verði endurgreiddur Morgunblaðið/Árni Sæberg „Með þessari skattaívilnun ætti verðið að lækka umtalsvert og gera þessa bíla samkeppnishæfari,“ segir Sverr- ir Viðar Hauksson. Mikilvægt er talið að auka hlut vistvænna bíla í umferðinn enda er slíkt markmið stjórnvalda. Hlutfallsleg skipting orkugjafa í samgöngum á landi 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 19 82 19 84 19 86 19 88 19 90 19 92 19 94 19 96 19 98 20 00 20 02 20 04 20 06 20 08 20 10 Bensín Dísilolía Steinolía Þeir koma að alvar- legum slysum þar sem jafnvel þarf að klippa til að ná fólki úr bílum. Mikil spenna getur verið á rafbílum „Þetta er upphafið að skemmti- legri langferð sem ég og sam- starfsfólk erum að leggja upp í saman til að byggja upp gott fyrirtæki á næstu árum,“ segir Erna Gísladóttir. Gengið var í fyrri viku frá samningum um kaup félags hennar á BLIH sem er móðurfélag Ingvars Helga- sonar ehf. (IH) og Bifreiða og landbúnaðarvéla ehf. (B&L). Seljendur voru Miðengi ehf., dótturfélag Íslandsbanka, SP Fjármögnun hf. og Lýsing hf. Söluferlið var opið öllum sem uppfylltu skilyrði þess að geta talist fagfjárfestar eða búa yfir fullnægjandi þekkingu og reynslu ásamt því að geta sýnt fram á ákveðna eiginfjárstöðu. Eftir viðræður við fimm fjár- festa var ákveðið að hefja form- legar við- ræður við Ernu Gísla- dóttur. Þeim við- ræðum er nú lokið með undirskrift kaupsamnings. Samningar eru gerðir með fyrirvara um end- anlegt samþykki Samkeppn- iseftirlitsins og erlendra bif- reiðaframleiðenda sem BLIH er með umboð fyrir; það er Niss- an, Subaru, Hyundai, BMW, LandRover, Renault, Opel, Isuzu og Irisbus. sbs@mbl.is Erna Gísladóttir kaupir BLIH Upphaf að skemmtilegri vegferð Erna Gísladóttir Styrjöld milli Suzuki og Volkswagen Trúlofun hugsanlega slitið Brotist hefur út styrjöld milli japanska bílafyrirtækisins Su- zuki og þýska bílrisans Volkswa- gen. Hið fyrrnefnda vill slíta trú- lofun fyrirtækjanna sem snerist um tveggja ára samstarf um bíl- smíði sem enn hefur engri afurð af sér skilað. VW hafnar slitum og hótar að vísa deilunni til gerðardóms. Su- zuki hefur auk þess að lýsa samstarfinu einhliða lokið kraf- ist þess að VW selji því eða þriðja aðila, sem Suzuki til- nefnir, aftur 19,9% hlut í jap- anska fyrirtækinu. Hefur það veitt þýska fyrirtækinu frest til þess til næstu mánaðamóta. Osamu Suzuki forstjóri sagði þessa niðurstöðu leiða en Su- zuki hefði ekki átt annarra kosta völ vegna gjörða VW, sem ekki hafi heiðrað ákvæði samstarfs- samningsins frá 2009. Suzuki sóttist eftir samstarfi við Volkswagen um þróun og smíði tvinnbíla og annarra vist- vænna bíla. Af samstarfinu vænti VW aftur á móti samvinnu um þróun og smíði smábíla – einkum fyrir svonefnda nýja markaði – á grundvelli þekk- ingar og reynslu Suzuki á því sviði. Miðaði samstarfinu mjög hægt og að því kom að sam- starfsverkefnin voru lögð til hlið- ar. agas@mbl.is Flóðin í Taílandi hafa haft veruleg áhrif á framleiðslu Toyota og 150 þúsund færri bílar voru fram- leiddir vegna afleiðinga þeirra. Toyota minnkaði eða hætti fram- leiðslu í þremur verksmiðjum í landinu meðan flóðin stóðu yfir. Nú eru þær verksmiðjur komnar í fulla framleiðslu. Hagnaður Toyota frá júlí til september minnkaði um 18,5% sökum flóðanna. Flóðin í Taílandi komu einmitt þegar Toyota hafði sett framleiðslu sína á fullt skrið til að vega upp eitthvað af tapaðri framleiðslu vegna jarðskjálftans í Japans. finnurorri@gmail.com Toyota að jafna sig eftir flóðin Framleiðslan aftur á fullt skrið Citroën með smábíl í framleiðslu Lítil mengun en langt nafn Citroën hefur hafið smíði á dísilútgáfu af smábílnum Citroën C3 og er hann nýtnari á eldsneyti og mengar minna en nokkur forveri hans. Og til viðbótar ber þessi ofur-mini lengra nafn en nokkur annar bíll úr smiðju franska framleiðandans, eða Citroën e-HDI 70 Airdream EGS VTR+. Bíllinn losar aðeins 87 grömm af gróðurhúsalofti á kílómetra og hann fer með aðeins 2,8 lítra af eldsneyti í 100 km akstri. Hann er bú- inn svonefndri e-Hdi-míkrótvinntækni, þar á meðal stopp/start- búnaði á hinni 68 hestafla 1,4 lítra dísilvél sem tengd er sex hraða handskiptum og kúplingarlausum gírkassa. agas@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.