Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 11
24. nóvember 2011 finnur.is 11 Húsgagnatískan tekur hægum breytingum en þó eru nýjar áherslur áberandi. Úlfar Finsen hjá versluninni Módern er nýkominn heim af sýningu í Nagold í Þýska- landi þar sem hágæðamerki eins og Rolf Benz sýndi það nýjasta. Hann segir að línurnar í hús- gagnatískunni séu mýkri en oft áð- ur og fólk sækist eftir persónulegri stíl. Á sýningunni úti voru flestöll rými teppalögð sem segir bara eitt, teppin eru að koma inn aftur. „Í okkar gæðaflokki eru hús- gögnin sjálf kannski ekki að breyt- ast svo mikið milli ára. Nýju sóf- arnir og stólarnir státa af mýkri línum en oft áður. Í þessum gæða- og verðflokki vill fólk kaupa eitt- hvað varanlegt, bæði gæðalega og eitthvað sem verður ennþá í „tísku“ eftir 5-20 ár“ segir Úlfar. Hann segir að tískustraumar dagsins í dag kalli á lifandi textíl og svolitlar andstæður. „Það er mikið verið að blanda saman misjafnlega grófum efnum og það er sköpuð meiri dýpt í rými. „Það er verið að blanda saman gömlu og nýju þannig að samsetn- ingar verða einstakar og ólíkar hver á sinn hátt. Þetta gerir allt per- sónulegra og skemmtilegra sem við finnum líka hér heima. Ekki allt klippt og skorið eins og áður. Meira casual.“ Úlfar segir að aukahlutirnir séu í forgrunni í dag. „Sófar eru oftast fullir af púðum í misjöfnum stærð- um og áferðum. Púðar með munstri eða tvítóna/marglitir eru inni. Náttúruleg hráefni og handa- vinna eru mikils metin. Í dag er mikil áhersla lögð á sögu fram- leiðsluaðferða og bakgrunn hvers hlutar. Teppi eru í öllum rýmum og endurunnin persnesk teppi eru ríkjandi,“ segir hann. Spurður um litapallettuna segir hann að hún sé náttúruleg í bland við brúna tóna og föla liti. „Í Mílanó í ár voru sandlitað, leðjugrár og fílagrár ekki ólíkt árinu á undan. Í litunum voru djúpbláir tónar ásamt fölum grænum eða hermannagrænum,“ segir Úlfar. Mjúkt gólfteppi myndar mótvægi við stílhrein húsgögn. Hlýlegir litir og gólfteppi eru það sem koma skal. Mjúkar línur og gólf- teppi inn á heimilin Sjáið umfjöllun og fleiri myndir á mbl.is Verðmöt Pendo.is TILBOÐSDAGAR Gerið gæða- og verðsamanburð Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 - Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00 12 mánaðavaxtalausargreiðslur Sjá nánar verð og ný tilboð á www.svefn.is 20% AFSLÁTTUR Lök, hlífðardýnur, sængurver og valdar vörur. VALHÖLL, dýnur, á tilboði, 80 og 90 cm með botni og fótum, áður á 69.900, nú aðeins 59.900. 10.000 kr. vörukaup fylgja öllum heilsurúmum. (Gildir ekki með öðrum tilboðum) ÚRVAL STILLANLEGRA HEILSURÚMA 2x90x200 Nú aðeins 399.900 með okkar bestu IQ-CARE heilsudýnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.