Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 23
24. nóvember 2011 finnur.is 23 SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Starfsmaður á sölusviði Upplýsingar um starfið verða eingöngu veittar hjá Hagvangi. Upplýsingar veitir: Inga Steinunn Arnardóttir inga@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Við leitum að kraftmiklum starfsmanni til að vera sölumönnum innan handar við ýmis verkefni, s.s. gagnaöflun og samskipti við birgja og erlenda kaupendur. Hvort sem þú ert nýútskrifaður háskólanemi eða hefur reynslu af sambærilegu starfi þá er þetta spennandi tækifæri hjá öflugu alþjóðlegu fyrirtæki. Hæfniskröfur • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi • Brennandi áhugi á sjávarútvegi • Góð almenn tölvukunnátta • Góð kunnátta á Excel og Navision er kostur • Góð enskukunnátta Iceland Seafood er alþjóðlegt sölu- og markaðsfyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á sjávarafurðum. Síðan 1932 höfum við verið leiðandi afl í sölu- og markaðssetningu íslenskra sjávarafurða um allan heim. Á hverju ári dreifum við íslenskum afurðum til yfir 50 landa í gegnum þétt dreifinet okkar. Höfuðstöðvar ISI eru í Reykjavík og í dag starfa hjá okkur 270 manns í 8 löndum víða um heim. Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins en lýtur sérstakri stjórn. Seðlabankinn fer með stjórn peningamála á Íslandi og er meginmarkmið hennar stöðugleiki í verðlagsmálum. Seðla- bankinn skal enn fremur sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd. Laust starf hjá Seðlabanka Íslands Helstu verkefni: • Viðkomandi annast og ber ábyrgð á innri endurskoðun bankans og tryggir að hún sé í samræmi við góða endurskoðunarvenju • Hann framkvæmir innra eftirlit með starfsemi bankans og gætir þess að hún sé í samræmi við reglur og fyrirmæli • Hann framkvæmir og hefur umsjón með úttektum á eftirlitsskyldum þáttum í rekstri bankans og fjárhagsendurskoðun hans • Hann veitir ráðgjöf um áhættu, áhættumat, stjórnarhætti, eftirlitsumhverfi og eftirlitskerfi bankans • Hann gefur bankaráði skýrslur um einstaka þætti í starfsemi bankans Hæfniskröfur: • Háskólapróf í viðskiptafræði, hagfræði eða sambærilegum greinum • Umsækjandi þarf að hafa víðtæka reynslu af innri endurskoðun • Umsækjandi þarf að hafa mikla greiningarhæfileika, hafa tileinkað sér sjálfstæð og öguð vinnubrögð, geta sýnt frumkvæði og fagmennsku í starfi og hafa hæfni í mannlegum samskiptum • Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið framhaldsnámi í endurskoðun • Æskilegt er að umsækjandi búi yfir haldgóðri þekkingu á fjármálakerfinu og bankastarfsemi, hafi reynslu af störfum innan banka eða fjármálafyrirtækis Upplýsingar um starfið veitir Jón Þ. Sigurgeirsson, ritari bankaráðs í síma 569 9600, en umsóknir skulu sendar Láru V. Júlíusdóttur formanni bankaráðs Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík eigi síðar en 4. desember nk. Innri endurskoðandi Seðlabanki Íslands auglýsir eftir aðalendurskoðanda. Aðalendurskoðandi heyrir undir bankaráð og er ráðinn af því samkvæmt lögum nr. 36, 22 maí 2001. Aðalendurskoðandi annast innri endurskoðun bankans og innra eftirlit með starfsemi hans. Raðauglýsingar Til sölu Leikfangaverslun og netverslun Til sölu rekstur leikfangaverslunar og netversl- unar, hvoru tveggja í rekstri. Eigin innflutningur að stórum hluta. Góður tími framundan. Lysthafendur sendi tölvupóst í netfangið jbutgafa@simnet.is, merkt: ,,Leikfangaverslun - 5246”. Ýmislegt ØNSKER DERE FORANDRING I LIVET? Da er dere velkommen til Nordfjorden i Gildeskål kommune i Nordland, Norge. Ta kontakt med oss! Johan Martin 0047 970 68 091. Runar 0047 975 83 766. Monika 0047 936 92 248. www.nordfjorden.no Félagslíf Landsst. 6011112419 VII I.O.O.F. 11  192112408  E.T.2. 0*. Í september sl. efndi Nike til skó- uppboðs á eBay. Býsna merkilegir skór voru þar í boði en Nike fram- leiddi 1.500 pör sérstaklega fyrir uppboðið og eru skórnir nákvæm eftirlíking á Nike-skónum sem leikarinn Michael J. Fox skartaði í myndinni Back To The Future 2, sem gerð var 1989. Allur ágóði af uppboðinu rann til rannsókna á Parkinson-sjúkdómnum, en Fox þjáist af sjúkdómnum sem kunn- ugt er. Óhætt er að segja að áhugi hafi verið fyrir skópörunum sem boðin voru upp, en alls söfnuðust 5,7 milljónir dala á uppboðinu, sem svara til þess að hvert skópar hafi selst að jafnaði á um 450.000 íslenskra króna. Myndin á að gerast árið 2015 svo kannski má vona að skórnir fari þá í almenna framleiðslu. jonagnar@mbl.is 2015 árgerðin af Nike-skóm Uppboð á skóm framtíðarinnar Fox reimar á sig furðuskóna árið 1989 Veglegir skór og verðmiðinn eftir því. Parið kostaði um 3.800 dali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.