Morgunblaðið - 01.12.2011, Page 2

Morgunblaðið - 01.12.2011, Page 2
FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Á annan tug manna voru færðir til yf- irheyrslna í gær vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á meintri mark- aðsmisnotkun og auðgunarbrotum í tengslum við viðskipti Glitnis. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum og voru þrír úrskurðaðir í vikulangt gæslu- varðhald, þeirra á meðal Lárus Welding, fyrrver- andi forstjóri Glitnis. „Við yfirheyrð- um á milli tíu og tuttugu í dag,“ sagði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Ólafur vildi ekki gefa upp hvort fólkið hefði verið handtekið á vinnustöðum eða á heimilum sínum. „En þetta fór allt saman vel fram, hvorki handjárnum né annarri vald- beitingu var beitt,“ sagði Ólafur. Hann sagði að fréttaflutningur þess efnis að fólkið hefði vitað fyrirfram af handtökunum ætti ekki við rök að styðjast. „Við látum yfirleitt ekki vita af svona aðgerðum fyrirfram. Þeir sem voru handteknir verða að svara fyrir þetta sjálfir.“ Lárus Welding, fyrrverandi for- stjóri Glitnis, var í héraðsdómi Reykjavíkur í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. „Hann var úrskurðaður í varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna; þannig að hann geti ekki haft áhrif á aðra í mál- inu eða skotið undan gögnum,“ sagði Ólafur. „Þetta helgast af því að um er að ræða mál sem verið er að opna rannsókn á.“ Hinir tveir eru Jóhannes Baldurs- son, fyrrverandi yfirmaður markaðs- viðskipta hjá Glitni, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem starfaði sem verð- bréfamiðlari hjá bankanum. Gæslu- varðhaldskröfu yfir Elmari Svavars- syni, sem einnig starfaði sem verðbréfamiðlari hjá Glitni, var hafn- að. Hugsanlega fleiri í varðhald Alls tóku um 60 starfsmenn emb- ættis sérstaks saksóknara þátt í að- gerðunum í gær og ekki er útilokað að fleiri verði úrskurðaðir í gæslu- varðhald vegna rannsóknarinnar sem beinist að lánveitingum og hluta- bréfaviðskiptum Glitnis í viðskiptum tengdum FL Group og Stími. Ólafur Þór segir rannsóknina og yfirheyrsl- urnar í gær hafa gengið vel og yfir- heyrslum verði haldið áfram í dag. „Það hefur verið góður gangur í rannsókninni,“ segir Ólafur. Hann segir engar húsleitir hafa farið fram vegna rannsóknarinnar og áfram verði unnið í málinu næstu daga. „Við erum fyrst og fremst að skoða mál sem snúa að starfseminni í Glitni,“ sagði Ólafur, spurður að því hvort málið tengdist öðrum bönkum eða fjármálastofnunum. En hvers vegna er verið að yfir- heyra fólk fyrst núna vegna vinnu- bragða í banka sem var þjóðnýttur fyrir meira en þremur árum? Hefði ekki átt að gera þetta fyrir löngu? „Þetta eru náttúrlega fjölmörg mál og þau lágu nú ekki fyrir þegar hrun- ið varð. Okkur eru ennþá að berast mál, til dæmis barst mál til okkar fyr- ir nokkrum vikum. Ein af afleiðing- um hrunsins er þessi eftirleikur og hann tekur einfaldlega tíma. Sér- staklega þegar um er að ræða stór og viðamikil sakamál.“ 37 milljarða lán Í tilkynningu sem embætti sér- staks saksóknara sendi frá sér í gær segir að rannsóknin snúi að kaupum eigin viðskipta Glitnis á hlutabréfum útgefnum af bankanum á verðbréfa- markaðinum. Einnig sé verið að rannsaka kaup bankans og ráðstöfun hans á hlutabréfum útgefnum af FL Group og lánveitingar til ýmissa fé- laga vegna kaupa á hlutabréfum út- gefnum af bankanum 2007 og 2008. Upphaflegur höfuðstóll þessara lán- veitinga er talinn nema samtals tæp- um 37 milljörðum króna. Ólafur Þór segir að lánin hafi eingöngu verið til fyrirtækja, ekki sé um að ræða lán til einstaklinga. Að auki eru til skoðunar viðskipti með framvirka samninga í hlutabréf- um útgefnum af bankanum og sölu- trygging Glitnis á 15 milljarða hluta- fjárútboði FL Group áramótin 2007 og 2008. Ólafur Þór segir að þarna sé um háar fjárhæðir að ræða. Málunum var vísað til embættis sérstaks saksóknara annars vegar með kærum frá Fjármálaeftirlitinu og hins vegar með tilkynningum frá slitastjórn Glitnis. Á meðal þeirra mála sem heyra undir rannsóknina er Stím-málið svo- kallaða. Félagið Stím, sem upphaf- lega hét FS37, var búið til árið 2007 kringum fjárfestingar í bankanum sjálfum og FL Group. Viðskipta- hættir félagsins þóttu ógagnsæir og leynd hvíldi yfir eignarhaldi þess, en síðar kom í ljós að Stím var í eigu Fons, félags í eigu Pálma Haralds- sonar og Jóhannesar Kristinssonar og Glitnir átti þriðjung í félaginu. Fé- lagið eignaðist 4,3% hlut í Glitni og 4,1% í FL Group í nóvember 2007. Yfirheyrður í fyrra Stím seldi síðan hluta bréfa sinna í FL Group í desember 2007 og þá hafði virði þeirra rýrnað um 900 milljónir frá kaupunum mánuði fyrr. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem mál- efni Stíms koma til kasta sérstaks saksóknara, en fyrir rúmu ári, í nóv- ember í fyrra, var Lárus Welding yfirheyrður af sérstökum saksókn- ara vegna málsins, auk nokkurra fyrrverandi og þáverandi starfs- manna Glitnis, FL Group og Saga Fjárfestingarbanka. Glitnisforstjóri í gæsluvarðhald  Sérstakur saksóknari fær þrjá úrskurðaða í gæsluvarðhald  Aftur yfirheyrt vegna Stím-málsins  Umfangsmiklar yfirheyrslur frá morgni til kvölds  37 milljarða króna hlutabréfalán til rannsóknar 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Með þessari niðurstöðu ríkisstjórn- arinnar er með formlegum hætti bú- ið að taka stjórn sjávarútvegsmál- anna að þessu leyti frá sjávarútvegs- ráðherranum og hann kemur þar hvergi nærri,“ segir Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið. Ólöf spurði Jóhönnu Sigurðardótt- ur forsætisráðherra að því á Alþingi í gær í óundirbúnum fyrirspurnum hvert fyrirkomulag ráðherranefndar um endurskoðun á stjórn fiskveiða væri en nefndin var nýverið skipuð og sitja í henni Guðbjartur Hannes- son velferðarráðherra og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Sagði Ólöf að fyrir vikið væri Jón að- eins eins og „vinnuhjú“ nefndarinn- ar. Ráðherrann upplýstur Jóhanna svaraði því til að alvana- legt væri að ráðherranefndir væru skipaðar af ríkisstjórnum, ekki síst í stærri málum. Slíkt væri heimilt samkvæmt nýjum stjórnarráðslög- um. „Þessar ráðherranefndir voru reyndar til áður en stjórnarráðslögin voru samþykkt en fengu ákveðna formfestu með þessum stjórnarráðs- lögum.“ Jóhanna sagði ennfremur að ráðherranefndin hefði fundað tvisv- ar, annars vegar með sjávarútvegs- ráðherra og hins vegar starfsmönn- um ráðuneytis hans. Ólöf spurði Jóhönnu þá að því hvort það væri alvanalegt að ráð- herranefndir væru skipaðar án að- komu fagráðherra og fékk þau svör að ekkert í stjórnarráðslögunum segði að þannig þyrfti að standa að málum. Nefndin myndi þó „hafa fullt samráð við sjávarútvegsráðherra og upplýsa hann um gang mála“. Sjávarútvegsráðherra formlegt „vinnuhjú“ ráðherranefndar Morgunblaðið/Ómar Umræður Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á Alþingi. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, er stutt í að ákært verði í málum sem tengjast hruninu og föllnu bönkunum. Hann sagðist ekki geta gefið upp um hvaða mál væri að ræða. „Við höfðum áður lýst því yfir að við ætluðum að klára ákveðnar rannsóknir á þessu ári og það lítur allt út fyrir að það gangi eftir. Þá fara málin í hend- urnar á saksóknara. Það fer eft- ir því hvernig það vinnst hvenær niðurstöður liggja síðan fyrir.“ Segir vera stutt í ákærur SÉRSTAKUR SAKSÓKNARI Lagt var fram á Alþingi í gær frum- varp til laga um frávik frá lögum um skatta og gjöld vegna svo- nefndra IPA-styrkja frá Evrópu- sambandinu vegna umsóknar Ís- lands um inngöngu í sambandið. Fram kemur í umsögn fjármála- ráðuneytisins um frumvarpið að það feli í sér „víðtæka undanþágu ESB-verktaka frá skattskyldu“ í samræmi við rammasamning rík- isstjórnar Íslands og framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins sem undirritaður hafi verið 7. júlí sl. sumar. Ennfremur segir að samkvæmt samningnum eigi IPA-styrkir að renna óskiptir til þeirra verkefna sem þeir eru hugsaðir til en ekki til greiðslu skatta, tolla eða annarra opinberra gjalda. hjorturjg@mbl.is „Víðtæk undanþága ESB-verktaka“ Morgunblaðið/Ómar Varðhald Ingi Rafnar Júlíusson er einn þeirra þriggja Glitnisstarfsmanna sem eru í varðhaldi. Morgunblaðið/Ernir Úrskurður Jóhannes Baldursson, fyrrv. yfirmaður markaðsviðskipta hjá Glitni, er í gæsluvarðhaldi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sérstakur saksóknari Komið var með pítsur í húsnæði sérstaks saksókn- ara í gærkvöldi. Yfirheyrslur höfðu staðið yfir frá því árla morguns. Lárus Welding

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.