Morgunblaðið - 01.12.2011, Page 8

Morgunblaðið - 01.12.2011, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 Össur Skarphéðinsson utanrík-isráðherra var í gær spurður um afstöðu sína til Jóns Bjarnason- ar sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra og lét færið ekki ónotað til að grafa undan þessum kollega sín- um. Og eins og jafn- an fylgdi sögunni að Össur væri óskap- lega mikill vinur Jóns.    En um leið ogÖssur lagði til Jóns ákvað hann að senda kveðjur víðar.    Össur sagði: „Égtel það bara sjálfsagt að menn sem eru búnir að vera lengi í pólitík séu stundum hvíldir á bekknum.“    Jón Bjarnason hefur ekki setiðóskaplega lengi á þingi og mun skemur en Össur. Jón tók þar sæti árið 1999 og hefur verið ráðherra frá 2009. Össur getur því ekki hafa verið að tala um Jón.    Aðrir hafa hins vegar setið flest-um öðrum lengur. Stein- grímur J. Sigfússon hefur til dæmis setið á þingi í 28 ár.    Enn lengur hefur setið á þingiJóhanna Sigurðardóttir, for- maður Össurar og forsætisráð- herra, sem tók sæti á Alþingi árið 1978 og hefur því setið þar í rúma þrjá áratugi og verið ráðherra í meira en áratug.    Össur veit að ríkisstjórnin og þarmeð forsætisráðherra hefur sjaldan staðið veikar en nú og ein- mitt þá vekur hann athygli á að þeir „sem eru búnir að vera lengi í pólitík“ skuli „hvíldir á bekknum“. Össur Skarphéðinsson Össur býður bekkinn STAKSTEINAR Jóhanna Sigurðardóttir Veður víða um heim 30.11., kl. 18.00 Reykjavík -9 heiðskírt Bolungarvík -3 skýjað Akureyri -11 léttskýjað Kirkjubæjarkl. -3 alskýjað Vestmannaeyjar -2 heiðskírt Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 1 skýjað Ósló 5 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 skýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 7 léttskýjað Lúxemborg 7 léttskýjað Brussel 6 heiðskírt Dublin 8 skýjað Glasgow 10 skúrir London 12 léttskýjað París 10 heiðskírt Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 6 heiðskírt Vín 2 þoka Moskva -2 skýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 17 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Róm 13 heiðskírt Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -3 alskýjað Montreal 7 skúrir New York 8 léttskýjað Chicago 0 léttskýjað Orlando 13 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:45 15:49 ÍSAFJÖRÐUR 11:20 15:24 SIGLUFJÖRÐUR 11:05 15:06 DJÚPIVOGUR 10:22 15:11 Stuðning vantar við Hólmsheiði  Formaður fjárlaganefndar svarar gagnrýni vegna nýs fangelsis og SpKef Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það vantar pólitískan stuðning við þá stefnumótun sem þessi fangelsisbygging felur í sér, þó vilji sé til að samþykkja heimildina með skilyrðum,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaga- nefndar, spurð af hverju ekki hafi verið gert ráð fyr- ir kostnaði vegna nýs fangelsis á Hólmsheiði í breytingartillögum fjárlaganefndar fyrir 2. um- ræðu um fjárlögin. Haft var eftir Ögmundi Jónassyni innanríkisráð- herra í Morgunblaðinu í gær að hann vænti þess að þessi fjárveiting yrði samþykkt og málið kæmi inn í 2. eða 3. umræðu um fjárlögin. Í áliti til fjárlaganefndar lýsir meirihluti allsherj- ar- og menntamálanefnda miklum efasemdum um fyrirætlan og hagkvæmni nýs fangelsis á Hólms- heiði. Var því beint til ríkisstjórnarinnar að endur- skoða þessi áform og að í staðinn yrði byggt komu- og gæsluvarðhaldsrými í Reykjavík í stað fangels- isins á Skólavörðustíg og Kvennafangelsisins í Kópavogi. Fjárlaganefnd fékk fulltrúa innanríkisráðuneyt- isins og forstjóra Fangelsismálastofnunar á sinn fund. Sigríður segir alla gera sér grein fyrir því að samþykkja þurfi heimild fyrir hönnun á nýju fang- elsi. En málið snúi að stefnumótun í fangelsismál- um, t.d. hvort ráðlegt sé að byggja upp annað vist- unarfangelsi. „Þarf ekki komu-, gæsluvarðhalds- og kvennafangelsi fyrst og fremst? Það er mjög brýnt að leysa úr fangelsismálum kvenna,“ segir Sigríður og vonar að málið klárist fyrir 3. umræðu um fjár- lögin sem fram eiga að fara nk. þriðjudag. Einskiptisgreiðsla vegna SpKef Í Morgunblaðinu í gær var einnig greint frá gagnrýni Ríkisendurskoðunar í umsögn um fjár- lagafrumvarpið, þess efnis að ekki væri gert ráð fyrir kostnaði ríkisins vegna yfirtöku Landsbank- ans á SpKef. Sigríður segir þetta mál talsvert hafa verið rætt í fjárlaganefnd, en beðið sé eftir nið- urstöðu sérstakrar úrskurðarnefndar sem fengin var til að meta kostnað ríkisins vegna innistæðna í SpKef. Skuldbindingin sé á grundvelli yfirlýsingar um ríkisábyrgð á innistæðum, ekki lagastoðar, og ekki sé heldur verið að setja varúðarfærslu í fjár- lögin útaf t.d. Icesave og Íbúðalánasjóði. „Aðalat- riðið með SpKef er að það er einskiptisgreiðsla fyrir ríkið og ekki hluti af rekstrargrunni ríkissjóðs.“ Málið með nýtt fang- elsi á Hólmsheiði snýr að stefnumótun í fang- elsismálum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir SMÁRALIND FACEBOOK.COM/SELECTEDICELAND Jakki 22.900 Skyrta 9.900 Leðurbuxur 24.900 Jakki 12.900 Kjóll 12.900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.