Morgunblaðið - 01.12.2011, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
M
ér finnst virkilega
gaman að endur-
nýja Dimmalimm og
finna henni aftur
leið inn í hjörtu
fólks. Koma henni áfram til nýrra
kynslóða. Það er alltaf pláss fyrir
ævintýri í hjörtum fólks, og boðskap-
urinn í sögunni af Dimmalimm, um
góðmennskuna og vináttuna, á alltaf
erindi við okkur,“ segir myndlistar-
konan Helga Egilson sem er nýkom-
in til landsins með barnamatarstell
sem hún hefur hannað en það er með
myndum úr ævintýrinu um Dimmal-
imm sem flestir þekkja og Muggur
teiknaði eftirminnilega fallegar
myndir við. „Muggur var ömmu-
bróðir minn og litla Dimmalimm var
alnafna mín og systir pabba. Þetta
stendur mér því nærri. Ein vinkona
mín, hún Svava, krafðist þess eigin-
lega af mér að ég gerði eitthvað með
hana Dimmalimm. Henni fannst að
Muggs-myndirnar ættu að lifa áfram
í nýju samhengi. Af því ævintýri eru
svo falleg. Og öllum þykir vænt um
Dimmalimm. Mér fannst þetta fyrst
eins og hálfgerð helgispjöll að hreyfa
eitthvað við myndunum hans Muggs,
og ég vissi ekki hvernig væri hægt
að gera þeim nógu góð skil.“
Bjó og teiknaði í Bretlandi
Helga segist hafa verið mjög
lengi að dunda við fyrstu Dimma-
limm-myndina og lagði hana frá sér í
heilt ár. „En síðan dró ég hana fram
aftur þegar ég flutti í sveitina í Sví-
þjóð, þar sem var ró og næði. Þar
gerði ég svo hinar tvær myndirnar,
en í stellinu eru þrjár útgáfur af
myndum, þrír mismunandi diskar og
þrír mismunandi bollar. Auk þess er
ástartré á hverjum bolla. Bolli og
skál koma saman í pakkningu en
hnífapörin eru í sérpakkningum og
þau fást með þremur mismunandi
myndum á skaftinu, með svani,
prinsi og Dimmalimm,“ segir Helga
sem vann við teiknimyndagerð í
mörg ár, þegar hún bjó í Bretlandi.
„En svo breyttist teiknibransinn
mikið þegar tölvutæknin kom og ég
tók mér smá frí, vildi skoða hvað
kæmi upp hjá mér. Ég skrifaði
vísnabók en síðan fór ég að vinna í
fyrstu Dimmalimm-myndinni og
þetta hefur verið að þróast í nokkuð
langan tíma.“
Dimmalimm stend-
ur fyrir það góða
Allir þekkja Dimmalimm og dásamlegu myndirnar hans Muggs. Litla Dimma-
limm var frænka og alnafna myndlistarkonunnar Helgu Egilson en hún hefur
hannað barnamatarstell með nokkrum myndum úr ævintýrinu góða.
Morgunblaðið/Golli
Listakona Helga hefur verið lengi að þróa stellið góða.
Það er gaman að skoða fallega
matarblogg og fylgjast með skrifum
mataráhugafólks víða um heim. Höf-
undurinn á bak við vefsíðuna lond-
onfoodieny heitir Anna Helm-Baxter.
Hún er hálfbresk og hálfbandarísk og
segir skrif sín vera til þess ætluð að
brjóta hefðbundnar „matarreglur“ og
bjarga orðspori breskrar matar-
gerðar vestra en Anna býr í New York.
Anna stundaði nám við Leiths
School of Food and Wine in London
og starfar í dag sem matarstílisti og
lausapenni í stóra eplinu. Á vefsíð-
unni telur Anna upp það sem henni
finnst gott í lífinu en þess á meðal er
að borða Marmite með hnetusmjöri
og restarnar af lasagna sem hefur
brunnið og fest við mótið. Skemmti-
legt blogg með fallegum myndum,
góðum uppskriftum og fróðlegum
pitstlum.
Vefsíðan www.londonfoodieny.com
Morgunblaðið/Heiddi
Girnilegt Lasagna er í uppáhaldi hjá matarbloggaranum Önnu Helm-Baxter.
Til bjargar breskri matargerð
Endilega …
… eigið jólalegt hádegi
Jólastemning mun ríkja á hádeg-
isfyrirlestri Félags þjóðfræðinga á
Íslandi í dag en fyrirlesturinn
verður í tryggum höndum
þeirra Kristínar Einarsdóttur,
aðjúnkts í þjóðfræði, og
Önnu Kristínar Ólafsdóttur,
MA-nema í hagnýtri menn-
ingarmiðlun.
Þær Kristín og
Anna Kristín eru
þekktar fyrir
áhuga sinn og
umfjöllun um
Grýlu og und-
irbúning jólanna en
hvert erindið verður að
þessu sinni „veit nú enginn“
líkt og segir í söngtextanum
góða. Að venju er fyrirlesturinn í
samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands
og er öllum hjartanlega velkomið að
mæta en aðgangur er frír.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Ófrýnileg Teikning Brians Pilkingtons.