Morgunblaðið - 01.12.2011, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.12.2011, Qupperneq 12
Morgunblaðið/Þorkell Fátækt FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Í samanburði við önnur lönd stendur Ísland þó nokkuð vel, en við vitum að það er hér hópur sem stendur óskaplega illa og við þurfum að finna leiðir til að nálgast þann hóp því þessi al- mennu úrræði, þau duga ekki til,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og formaður EAPN á Íslandi, evr- ópskra samtaka gegn fátækt. Kreppan hefur nú varað í rúm þrjú ár og ljóst að margir búa við mjög kröpp kjör. Þegar líður að jólum bítur fátæktin jafnvel enn sárar en alla jafna enda má fjárhagurinn varla við þeim auka- útgjöldum sem felast í því að gera sér glaðan dag, hjá þeim sem minnst hafa milli handanna og eiga ekki upp á varasjóð að hlaupa. Undirliggjandi skekkja í samfélaginu Samkvæmt tölum sem OECD birti í október búa um 8,3% barna á Íslandi við fátækt, en und- anfarin ár hefur barnafátækt mælst meiri en heildarfátækt hér á landi. Þeim sem eru á bið- lista eftir félagslegu húsnæði hefur fjölgað mjög frá hruni og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til ein- staklinga hefur aukist um 62% frá 2006. Á sama tíma fer þó ekki á milli mála að marg- ir hafa það mjög gott þrátt fyrir kreppu, að minnsta kosti ef marka má aukna neyslu og jólagjafaverslunarferðir til útlanda sem dæmi. Aðspurð vill Vilborg ekki segja til um hvort gjá- in í lífsgæðum almennings sé að breikka. „Mín tilfinning er sú að það sé þarna hópur, sem var illa settur fyrir kreppu, og hann er verr settur í dag. Sumir hafa búið mjög lengi við kröpp kjör og stjórnvöld þurfa að beina úrræð- um sérstaklega til þessa hóps.“ Bjarni Karls- son, sóknarprestur í Laugarneskirkju og fulltrúi í velferðarráði Reykjavíkur, er á sama máli. „Eftir hrunið hefur dregið svolítið saman með hópum á vissan máta, þannig að öfgarnar eru minni. En það sem er athyglisvert er að þetta er um það bil sami hópurinn fyrir hrun og eftir hrun sem við höfum einhvern veginn fastan í fátækt. Ég hallast að því að það sé einhver undirliggjandi skekkja í okkar samfélagi sem gerir það að verkum að í rauninni sé fátækt skipulögð, í þeim skilningi að við virðumst una því ágætlega sem þjóð að hafa lítinn hóp fátæk- an.“ Bjarni segir að þetta verði hins vegar að breytast. „Og við getum breytt þessu, vegna þess að við erum svo lánsöm að lifa í ríku sam- félagi sem er yfirsjáanlegt. Við þekkjum hvert annað og fólkið sem lifir við skort á Íslandi er það fátt, nokkur þúsund manneskjur, að það er nánast hægt að banka upp á hjá þeim. Svo hvers vegna breytum við þessu ekki?“ Oktavía Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Félagi einstæðra foreldra, segir það árvissan atburð í desember að einstæðir foreldrar leiti til þeirra með áhyggjur af jólahaldinu. Það hafi aukist eftir hrun og fari síst minnkandi. „Þetta er raunverulegur kvíði sem sækir að fólki og það er mjög erfitt því það getur smitast yfir á börnin. Ég held að núna hafi það verið strax í fyrri hluta október sem fór að bera á þessu, sem er óvenjusnemmt og sýnir bara að þetta hvílir þungt og lengi á fólki.“ Oktavía segir viðkvæmastan þann hóp sem búi við lágar tekjur og geti ekki sótt stuðning til ættingja. Samfélagið vakir betur yfir þeim fátæku Hjá sumum fari yfir helmingur teknanna í að hafa þak yfir höfuðið og þá sé lítið eftir til að mæta auknum útgjöldum. „Þó að einstæðir for- eldrar fái húsaleigubætur þá er húsnæði samt svo dýrt. Það fæst engin þriggja herbergja íbúð á undir 150 þúsund kr. í dag og það er mjög erf- itt fyrir fólk sem er með lægstu launin, á at- vinnuleysisbótum eða framfærslu sveitarfélaga og þarf að sjá fyrir börnum.“ Þótt fátækt hafi dýpkað virðist kreppan þó hafa haft þær jákvæðu afleiðingar að opna á umræðuna og auka meðvitund fólks um fátækt, ef marka má reynsluna hjá Hjálparstarfi kirkj- unar. Eftir að kreppan skall á held ég að sam- félagið sé meira vakandi,“ segir Vilborg. „Núna má ræða þetta og það eru fleiri en áður sem vísa fólki til okkar, hringja fyrir fólk eða koma jafn- vel með því. Ég held að það séu færri núna en áður sem við náum ekki til.“ Hafa búið lengi við mjög kröpp kjör  Þeir fátækustu á Íslandi standa mjög illa  Sérstök úrræði nauðsynleg til að ná til þeirra verst settu  Einstæðir foreldrar kvíða jólahaldinu allt haustið  Samfélagið meira vakandi fyrir fátækt en áður 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is vi lb or ga @ ce nt ru m .is Einföld og falleg ENA Micro 9 frá Jura er minnsta sjálfvirka kaffivél heimsins í dag. Með einni snertingu fæst nýmalað og ilmandi kaffi beint í bollann. Hægt er að velja um kaffi, espesso, latte macchiato, cappuccino eða heitt vatn í te með því að þrýsta á einn hnapp. Vélin er stílhrein, einföld í notkun og einstaklega hljóðlát. ENA MICRO 9 ONE TOUCH Líttu við hjá Eirvík og við bjóðum þér í kaffi Kynningarverð kr. 149.000 Mjólkurkanna að andvirði kr. 9.420 fylgir sem kaupauki með hverri vél. Hvað er fátækt? Engin ein skilgreining er til á fátækt en í nútímasamfélagi er gjarnan talað um að fá- tækt felist í því að upplifa skort í saman- burði við aðra. Fátækt stafi því ekki endi- lega af því að eitthvað vanti, heldur af því að samfélagslegum gæðum sé misskipt. Við hvað er miðað? Á Íslandi hafa ekki verið gerðar kerfis- bundnar mælingar á fátækt, en Hagstofa Íslands notast við hugtakið lágtekjumörk og byggir á skilgreiningu Evrópusambands- ins. Evrópusambandið reiknar fátækt þann- ig að einstaklingur skuli teljast fátækur ef tekjur hans eru lægri en 60% af miðgildi ráðstöfunartekna landa hans. OECD miðar við 50%. Hagstofan áætlaði að árið 2010 lifðu 29.700 einstaklingar, eða 9,8% Ís- lendinga, undir lágtekjumörkum. Spurt&svarað Um fimmtán börn af serbneskum uppruna sækja nú nám í móður- málsskóla sem hefur verið starf- ræktur um nokkurt skeið en gekk í endurnýjun lífdaga í september síð- astliðnum. Börnin eru á aldrinum 5-13 ára og fer kennslan fram í Hagaskóla á laugardögum en Irena Guðrún Kojic, kennari og einn að- standenda skólans, segir markmið hans vera að kenna börnunum bæði móðurmálið og um serbneska menningu. „Markmiðið er að börnin geti lesið sér til gagns þegar þau koma til Serbíu en meirihlutinn af rituðu efni er gefinn út á kýrillíska letr- inu,“ útskýrir Irena. „Til þess að börnin geti lært íslensku almenni- lega þurfa þau að læra hvað hug- takið heitir á þeirra eigin tungu- máli. Þannig að þetta er mjög mikilvægt,“ segir hún. Draumurinn sé að geta opnað hér lítið bókasafn einn daginn. Á milli 700 og 800 einstaklingar af serbneskum uppruna eru búsett- ir á Íslandi en í Serbíu er starf- rækt sérstakt ráðuneyti um málefni brottfluttra Serba. Irena er nýkom- in heim frá Serbíu þar sem hún hitti viðkomandi ráðherra. „Við fengum alveg rosalega fínt efni hjá þessu ráðuneyti en þeir hafa gefið út alveg virkilega flott kennslu- efni,“ segir hún. Kennslan, segir Irena, er fjöl- breytt; auk þess að læra málfræði og skrift með hefðbundnum hætti, læra börnin einnig um menninguna með því m.a. að læra þjóðdansa og ljóð, auk þess sem þau setja upp sérstaka sýningu undir leiðsögn kennara. Kýrillískt letur og þjóðdansar  Móðurmálsskóli fyrir serbnesk börn Í Morgunblaðinu á morgun verður áfram fjallað um ójöfnuð á Íslandi og stöðu þeirra sem búa við kröppustu kjörin. Ójöfnuður á Íslandi Félagsstofnun stúdenta hyggst endurvekja Stúdentakjallarann í við- byggingu sem byggð verður við Há- skólatorg á næsta ári. Torgið sjálft verður einnig stækkað. Stúdentakjallarinn var opnaður árið 1975 og var rekinn í rúm 30 ár í tengibyggingu á milli Stúdentaheim- ilisins við Hringbraut og Gamla Garðs. Þegar Háskólatorg var tekið í notkun, árið 2007, var Stúdentakjall- aranum lokað og húsnæðinu breytt í kennsluhúsnæði. Rætt hefur verið að undanförnu um hvort og hvar væri hægt að endurvekja Kjallarann, og hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands unnið ásamt FS í því að finna heppilega staðsetningu. Félagsstofnun stúdenta hefur nú ákveðið að byggja nýjan Stúdenta- kjallara. Verður hann í um 400 fer- metra húsnæði og er stefnt að því að staðurinn verði opinn frá morgni til kvölds alla daga vikunnar og þar verði aðstaða fyrir tónleika, fundi og annað félagslíf stúdenta, en staður- inn verður jafnframt veitingastaður og kaffihús á daginn. Gert er ráð fyr- ir að byggingarframkvæmdir hefjist snemma vors 2012 og hefur FS alla umsjón með framkvæmdinni. Stefnt er að því að nýi Stúdentakjallarinn verði opnaður 1. desember 2012. Morgunblaðið/Kristinn Háskólatorg Gert er ráð fyrir að byggingaframkvæmdir hefjist snemma vors 2012 og hefur Félagsstofnun stúdenta umsjón með framkvæmdum. Nýr Stúdenta- kjallari byggður  Háskólatorgið verður stækkað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.