Morgunblaðið - 01.12.2011, Side 16

Morgunblaðið - 01.12.2011, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 P IP A R \T B W A - S ÍA - 10 29 21 stoppa í það stóra gat var að vel tæk- ist til við verkefnaval. Það tókst ekki. Einnig reyndust ákvarðanir, sem leikhússtjóri tók þrátt fyrir varnarorð mín og annarra hjá félag- inu, um að fara með leikverk til Reykjavíkur og enduruppsetningu á Rocky Horror félaginu alltof kostn- aðarsamar,“ segir Egill Arnar.    Hann segir leikhússtjóra og bók- ara hafa haft aðgang að öllum gögn- um um fjárhagslega stöðu LA og tal um leynd standist ekki.    Egill segir bæði fv. leikhússtjóra og formann halda því fram að ófarir LA séu hans sök en þeirra ábyrgð lítil sem engin. Í úttektinni sé hann borinn þungum sökum og hafa blandað saman eigin fjárhag og LA. „Vart verður þetta orðalag skilið með öðrum hætti en að ég hafi dreg- ið mér fé, slíkt er algjör fásinna.    Staðreynd málsins er að ég greiddi af eigin reikningi til þess að hægt væri að standa skil á reikn- ingum félagsins sem ógreiddir hefðu valdið ómældu tjóni. Ég get ekki annað en skoðað réttarstöðu mína gagnvart þessum ærumeiðandi að- dróttunum skýrsluhöfundar.“    Rétt er að taka fram að höfundar úttektarinnar, Karl Guðmundsson og Jón Bragi Gunnarsson, hafa síðan sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segjast ekki hafa ásakað Egil um að draga sér fé. Hann hafi hins vegar lánað LA fjármuni og tekið út fjár- muni af reikningi félagsins.    Egill Arnar segir Sigmund Erni hafa „fundið skáldlega, en algjörlega órökstudda, lausn á ábyrgð sinni, sem sagt þá að „þetta [sé] sorglegt mál og í raun mannlegur harmleikur en erfitt sé að taka réttar ákvarðanir þegar maður hefur rangar upplýs- ingar í höndunum“. Það hefði verið vænlegra til árangurs ef allir sem að rekstrinum komu hefðu sest niður og skoðað málin af heiðarleika og í raun það eina sem hefði getað skilað vitrænni útkomu úr þessu máli. Það má vel vera að fólki sem er sjóað í ölduróti stjórnmálanna þyki ekki til- tökumál að fórna mannorði annarra til að bjarga eigin skinni. Viðkom- andi verða ekki meiri menn fyrir vik- ið,“ segir Egill Arnar. Brettabræður á flugi og enn deilt um fjármál LA Morgunblaðið/Skapti Tilþrif Einn félagi bræðranna býr sig undir stökk úr Þórsstúkunni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hátt á lofti Bræðurnir og félagar þeirra renndu sér niður úr áhorfenda- stúkunni á íþróttasvæði Þórs, eftir handriðinu og stukku þaðan niður! ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Bræðurnir Eiríkur og Halldór Helgasynir eru þekktir í snjó- brettaheiminum. Aðdáendur þeirra mega eiga von á nýjum upptökum á síðunni helgasons.com því bræð- urnir voru á Akureyri og mynd- bandsvélin var aldrei langt undan.    Drengirnir frá Sílastöðum í Hörgárbyggð eru á ferð og flugi um heiminn, stundum við keppni en sýna aðallega listir sínar við upp- tökur fyrir snjóbrettamyndir.    Þriðji norðanpilturinn, Gunnar Konráðsson kvikmyndagerð- armaður, vinnur að heimildamynd um bræðurna og eltir þá á röndum.    Fyrrverandi framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar, Egill Arnar Sigurþórsson, er hvorki sáttur við úttekt sem unnin var fyrir Akureyr- arbæ vegna fjárhagserfiðleika LA né ummæli Sigmundar Ernis Rún- arssonar, fv. formanns.    Egill segir fjárhagsáætlanir hafa verið þannig unnar að fyrirsjáan- legur kostnaður var tilgreindur og aðeins gert ráð fyrir öruggum tekjum; framlögum ríkis og bæjar, og framlögum styrktaraðila.    „Þessi aðferð olli því að í upphafi hvers leikárs var gert ráð fyrir tapi upp á tugi milljóna. Eina leiðin til að Andri Karl andri@mbl.is Karlmaður á þrítugsaldri var í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur til að greiða konu 300 þúsund krón- ur í miskabætur vegna ummæla sem hann lét falla á bloggsvæði sínu í júlí á síðasta ári. Málið er eitt af sjö sem höfðuð voru en fjölskylda konunnar komst í hámæli eftir um- fjöllun DV um málefni hennar. Í síð- asta mánuði var blaðamaður DV dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur vegna umjöllunar- innar. Fleiri mál hafa þegar verið flutt fyrir héraðsdómi og stendur til að flytja eitt í næstu viku. Dóms er að vænta í öllum fyrir jól. Tiltekin ummæli bloggarans og blaðamannsins voru og dæmd dauð og ómerk, en þau lutu meðal annars að því að fjölskyldan væri upp til hópa ofbeldisfólk. Hæstaréttarlög- maðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálms- son gætir hagsmuna konunnar – og fjölskyldunnar – í málunum sjö. Hann segir niðurstöðu málanna tveggja gefa ágæta vísbendingu um framhaldið, enda séu ummælin svip- uð þeim sem búið er að dæma dauð og ómerk. „Þetta eru auðvitað ekki ný vísindi en skýr dómvenja, að þegar fólk er ásakað um refsiverða háttsemi sem ekki er fótur fyrir leiðir það í flestum tilvikum til ómerkingar ummælanna.“ Einnig krafa á hendur DV Málin sem enn á eftir að kveða upp dóm í eru þó aðeins frábrugðin. Í þeim er DV nefnilega einnig stefnt, en fólkið lét ummæli sín falla í athugasemdakerfi vefmiðils DV, dv.is. Því er stefnt fyrir ærumeið- ingar en DV ehf., sem eiganda léns- ins, fyrir að birta og bera þær út opinberlega. Krafan á hendur DV er því afleidd og forsenda þess að hún gangi eftir, að ummæli fólksins verði metin ærumeiðandi. Þar er um að ræða prófmálsatriði því efnis- veitu á netinu hefur ekki áður verið stefnt fyrir að breiða út ærumeið- ingar þeirra sem skrifa undir fullu nafni. Annað mál gegn blaðamanni Þá er Vilhjálmur með enn eitt málið í bígerð sem tengist fjölskyld- unni og umfjöllun um hana. Til stendur að stefna blaðamanni DV fyrir umfjöllun sína um sama mál en á vefmiðlinum dv.is, og DV ehf. einnig sem eiganda lénsins. Vil- hjálmur segir málið annað, þó um sé að ræða endurbirtingu þess efnis sem birtist í prentmiðli DV. „Hún er á einhverjum stöðum önnur og meðal annars önnur ummæli. Þá verða stefndu einnig aðrir. DV verð- ur stefnt og er stefnan tvíþætt; bæði að DV beri ábyrgð á umfjöll- uninni á grundvelli vinnuveitenda- ábyrgðar en að einnig sé um sjálf- stætt brot að ræða vegna birtingar og útbreiðslu ummælanna.“ Spurður hvort þar sé einnig um prófmál að ræða segir Vilhjálmur það einna helst réttarsögulegt, því með fjölmiðlalögunum nýju sé tekið á málum sem tengjast fréttamiðlum á netinu. Fleiri meiðyrða- mál í uppsiglingu  Bloggari dæmdur til greiðslu bóta „Þegar fólk er ásakað um refsi- verða háttsemi sem ekki er fótur fyrir leiðir það í flestum tilvikum til ómerkingar ummælanna.“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.