Morgunblaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 ✝ Olga MaríaKarvelsdóttir fæddist 16. ágúst 1928 á Hellissandi. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 19. nóv- ember 2011. Foreldrar henn- ar voru Karvel Ög- mundsson, f. 1903, d. 2005, og Anna Margrét Olgeirs- dóttir, f. 1904, d. 1959. Alsystk- ini Olgu Maríu: Guðlaug Svan- fríður, f. 1929, Þórunn Líneik, f. 1932, Ester, f. 1933, d. 1989, Ög- mundur, f. 1936, Sólveig, f. 1940, d. 2011, Eggert, f. 1943, d. 1962. Hálfbróðir Olgu Maríu samfeðra er Eggert, f. 1964. Fyrri maður Olgu Maríu var Friðrik Steindórsson, f. 1921, d. 2002. Seinni maður hennar var Hreiðar Bjarnason, f. 1934, d. 2002. Börn Olgu Maríu eru: 1) Anna Karen Friðriksdóttir, f. 1947, sonur hennar er Friðrik Ingi Rúnarsson, f. 1968, kona hans er Anna Þórunn Sigurjóns- dóttir, f. 1967, börn þeirra eru Karen Elísabet og Sigurjón Gauti. Fyrir átti Friðrik Ingi 1981, unnusti hennar er Stefán Ragnarsson; Sveinbjörn, f. 1984, unnusta hans er Berglind Júlía Valsdóttir, sonur hennar og stjúpsonur Sveinbjarnar er Snævar Orri. 5) Sonja María Hreiðarsdóttir, f. 1963, maður hennar er Þorvaldur Þor- steinsson, f. 1963, börn þeirra eru Þorbjörg, f. 1990, unnusta hennar er Silja Ýr S. Leifsdóttir; Freyr, f. 1995. 6) Hreiðar Hreið- arsson, f. 1966, kona hans er Oddrún Sigurðardóttir, f. 1969, synir þeirra eru Sigurður Ágúst, f. 1996, og Viktor Atli, f. 2006. Olga María fluttist til Innri- Njarðvíkur með foreldrum sín- um og yngri systrum þegar hún var fimm ára gömul. Seinna byggði faðir hennar húsið Bjarg í Ytri-Njarðvík og flutti fjöl- skyldan sig um set þegar það var tilbúið. Olga María hóf sína skólagöngu í Barnaskóla Kefla- víkur og seinna stundaði hún nám í Flensborgarskóla í Hafn- arfirði. Olga María vann á starfsævi sinni ýmsa vinnu, s.s. við fiskvinnslu- og versl- unarstörf, en lengst af sinnti hún húsmóðurstörfum. Hún bjó nokkur ár í Reykjavík og á Hús- vík en stærstan hluta ævinnar bjó hún í Ytri-Njarðvík. Olga María verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 1. desember 2011, og hefst at- höfnin kl. 14. soninn Steinar Bjarka, unnusta hans er Sunna Sig- marsdóttir, dóttir þeirra er Harpa Dís, fyrir átti Stein- ar Bjarki Aldísi Berglindi. 2) Krist- jana Hafdís Hreið- arsdóttir, f. 1956, maður hennar er Ingólfur Jónsson, f. 1966, dóttir þeirra er Þóra, f. 1993. Börn Hafdísar eru: Maríanna, f.1976, synir hennar eru Hreiðar Ingi og Hjörtur Sölvi; Ágúst Hilmar, f. 1982, unnusta hans er Margrét Lára Harðardóttir, sonur þeirra er Ægir Aron; Ægir Ingi, f. 1988, d. 1990. 3) Pétur Ægir Hreiðarsson, f. 1958, kona hans er Sigrún Ósk Björnsdóttir, f. 1959. Synir þeirra eru: Hreiðar, f. 1984, unnusta hans er Þórdís Erna Kristinsdóttir, dóttir þeirra er Elva Rut; Elfar, f. 1988, unnusti hans er Tobias Biedermann; Oddur Birnir, f. 1993. 4) Karvel Brualla Hreið- arsson, f. 1961, kona hans er Yvonne Brualla Salinas, f. 1966. Börn Karvels eru Árný Lára, f. Ástkær móðir mín, Olga María Karvelsdóttir, er látin eftir erfið veikindi. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgrímur Pétursson.) Þegar ég lít yfir farinn veg þá er af mörgu að taka, enda er leiðin okkar mæðgna saman orðin löng, eða yfir sextíu ár. Það sem mér finnst hinsvegar standa upp úr er hve mömmu var annt um okkur börnin sín, tengdabörnin, og ömmu- og langömmubörnin, en velferð okkar og hamingja skipti hana öllu máli. Hún bað alltaf fyr- ir okkur á hverjum einasta degi, enda var hún einstaklega trúuð kona. Hún gleymdi heldur ekki að biðja fyrir öðru fólki sem henni fannst hjálparþurfi. En nú skiljast leiðir um sinn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku mamma mín, ég þakka þér af öllu hjarta fyrir allt og ég kveð þig með orðunum sem þú sagðir alltaf við okkur fólkið þitt, Guð geymi þig. Þín Anna Karen. Ég sé fyrir mér glæsilega og góða konu þegar ég hugsa um tengdamömmu mína, Olgu Maríu Karvelsdóttur, eða Marý eins og ég kallaði hana. Þegar ég flutti suður þekkti ég eiginlega engan og var því næstum daglegur gest- ur hjá henni, en hún tók mér opn- um örmum strax frá fyrsta degi. Og í gegnum árin hef ég sótt mik- ið til hennar. Það var alltaf svo gott að koma til hennar með strákana litla, hún sagði þeim sög- ur sem hún samdi sjálf og var allt- af svo umhyggjusöm við okkur öll. Seinna áttu strákarnir alltaf at- hvarf hjá ömmu sinni, ef þeim fannst ég eitthvað leiðinleg fóru þeir gjarnan til ömmu og voru hjá henni þar til þeir voru tilbúnir að fara aftur heim. Og seinna þegar þeir stækkuðu og voru komnir í skóla var ekkert betra en vera hjá ömmu þegar þeir voru að lesa undir próf, alltaf friður og ró og mjólk og brauð á eldhúsborðinu ef þeir yrðu svangir. Ég á eftir að sakna þessarar yndislegu og hlýju konu sem var mér og mínum svo góð. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Mér þótti mjög vænt um þig, elsku Marý, og takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Sigrún. Það er skrítið að hugsa til þess að amma mín, María Karvelsdótt- ir, sé farin frá okkur. Hún er ein þeirra manneskja í lífinu sem mér hafa alltaf virst eilífar. Því þótt fráfall hennar hafi kannski ekki komið á óvart, þá skilur það okkur sem fengum að kynnast henni eft- ir með sorg og tómleikatilfinningu í hjartanu. Mér eru minnisstæð þau skipti sem ég fékk að gista hjá ömmu í Njarðvík þegar ég var yngri. Þar var stjanað við mig og þar mátti ég vaka eins lengi og ég vildi sjálf. Það eina sem var stranglega bannað var að mér yrði kalt – oftar en ekki var ég komin í slopp yfir fötin, ullarsokka og með teppi yfir mig í sófanum um hásumar. Einfaldir hlutir eins og að spila landaparís, skrifa nið- ur falleg nöfn úr blöðunum, kaupa postulínsdúkkur og að fara í göngutúra á kvöldin með ömmu eru með gleðilegustu minningum barnæsku minnar. Þegar ég varð eldri og trúlof- aðist annarri stúlku fékk ég ekk- ert nema stórt faðmlag frá ömmu Marí. Þannig var amma, hún sá um sitt fólk og studdi í öllu því sem það tók sér fyrir hendur. Það má vera að amma sé horfin okkur héðan af þessari jörð, en ég veit að hún mun alltaf fylgjast með og gæta fjölskyldunnar sem best hún getur. Það er heiður að hafa feng- ið að kynnast jafn yndislegri konu og ömmu Marí. Ég mun ávallt hugsa til hennar með mikilli hlýju og þakklæti í hjarta. Við Silja sendum öllum ástvinum samúðar- kveðjur héðan frá Laos. Ég vildi óska þess að ég gæti verið með ykkur á þessari stundu. Þorbjörg. Elsku fallega amma mín, ég bara trúi því ekki að þú sért farin. Finnst þetta svo óraunverulegt og alltof skrítið. Þú hefur verið mér svo góð og svo kær og nú ertu bara farin. Ég á svo góðar og dýr- mætar minningar um þig. Borgarvegurinn hefur alltaf verið eins og annað heimili mitt, sem og allra barna og barnabarna þinna. Þegar ég bjó í Reykjavík leyfðir þú mér að koma eins oft og ég vildi til þín, bara af því ég vildi það og aldrei var það neitt mál. Þú varst góð við alla og trúðir að allir ættu skilið annað tækifæri. Þú sýndir mér að betra væri að vera í sátt frekar en að vera sár. Nú þegar þú ert farin frá okkur fyllist ég miklum söknuði en stend eftir með minningar um stórkostlega konu, sem vildi allt fyrir alla gera. Ég er ótrúlega stolt að hafa átt þig fyrir ömmu og á eftir að minn- ast þín á hverjum degi sem eftir er. Ég veit að nú ertu komin aftur til afa Hreiðars og passar vel upp á alla eins og alltaf. Ég man þegar ég kom á spítalann til þín fyrir um það bil tveimur mánuðum til að segja þér að þú ættir von á lang- ömmubarni, þú varðst svo glöð og ánægð fyrir mína hönd, þó svo að þú hefðir miklar áhyggjur af því að ég er svona ung. Þú sagðir við mig að þetta yrði ekkert mál, ég væri svo dugleg og trúði ég því heitt því það kom frá þér. Ég mun sýna litla ófædda krílinu mínu myndir af þér og vera dugleg að segja því hversu stórkostleg kona þú varst og hve þú skiptir mig miklu máli. Ég elska þig meira en orð fá lýst, ég sit eftir með stórt ör á sálinni sem verður erfitt að fylla. Nú kveð ég þig með laginu okkar, laginu sem við sungum svo oft saman. Elsku fallega amma mín, við hittumst aftur einn daginn. Með sól í hjarta og söng á vörum við setjumst niður í grænni laut, í lágu kjarri við kveikjum eldinn, kakó hitum og eldum graut. Enn logar sólin á Súlnatindi, og senn fer nóttin um dalsins kinn, og skuggar lengjast og skátinn þreytist, hann skríður sæll í pokann sinn. Og skáta dreymir í værðarvoðum um varðeld, kakó og nýjan dag. Af háum hrotum þá titra tjöldin, í takti, einmitt við þetta lag. (Ragnar Jóhannesson.) Þitt barnabarn, Þóra Möller Ingólfsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín Hafdís. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. (Páll Jónsson.) Elsku hjartans amma mín. Með þessum fyrsta sálmi sem þú kenndir mér vil ég kveðja þig og þakka þér allan þinn kærleika og umhyggju sem þú sýndir mér alla tíð. Þín Maríanna. Elsku amma mín. Það er erfitt að minnast þín í aðeins örfáum orðum því að ég á svo óskaplega margar fallegar og skemmtilegar minningar um okk- ar stundir saman. Það var alltaf svo gott að koma til þín, það streymdi svo mikil hlýja og vænt- umþykja frá þér og mér leið alltaf eins og ég gæti sigrað heiminn þegar ég var búin að eyða tíma með þér. Þú varst óspör á hrósin og stuðninginn við allt sem ég hef tekist á við í lífinu. Þegar ég kom til þín, hvort sem það var stutt eða löng heimsókn, þá töluðum við um allt milli himins og jarðar og hlóg- um saman og því gerðum við svo sannarlega mikið af amma mín. Við hlógum til dæmis hjartanlega að því einhvern tímann að þú sagðist bara vel geta hugsað þér að fá þér mótorhjól og leðurgalla í stíl þegar þú yrðir gömul því að við sáum fyrir okkur upplitið á fólki þegar þú þeyttist um göturn- ar í múnderingunni. Svo hlógum við okkur máttlausar eftir ein jól- in þegar þú hafðir fengið inniskó í jólagjöf og þeir voru svo vel fóðr- aðir að þér fannst þú alltaf ganga á loftpúðum eða gormum jafnvel. Já, það þurfti ekki meira til hjá okkur, amma mín. Þó að stund- unum okkar hafi fækkað á síðustu árum áttu alltaf stað í hjartanu mínu. Þú kallaðir mig alltaf eng- ilinn þinn en núna ert þú engillinn minn. Árný Lára. Olga María Karvelsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma okkar, Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Guð geymi þig. Friðrik Ingi, Anna Þór- unn, börn og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HAFSTEINN SIGURJÓNSSON, Túngötu 15, Seyðisfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað fimmtudaginn 24. nóvember. Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 3. desember kl. 14.00. Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir, Sigurjón Þ. Hafsteinsson, Valgerður Pálsdóttir, Sigrún Harpa Hafsteinsdóttir, Skúli U. Sveinsson, Gunnlaugur J. Hafsteinsson, Margrét S. Halldórsdóttir, Kristín Hafsteinsdóttir, Marco Vroomen og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR Þ. THEODÓRSSON fv. verslunarmaður, lést á Landspítalanum Hringbraut mánu- daginn 28. nóvember. Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni í Reykja- vík mánudaginn 12. desember kl. 13.00. Guðjón Haraldsson, Sigríður Siemsen, Þórir Haraldsson, Mjöll Flosadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og frændi, ÞORSTEINN EINARSSON bóndi, Ytri-Sólheimum II, Mýrdal, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 24. nóvember. Jarðsungið verður frá Sólheimakapellu laugardaginn 3. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð Óskars Sigurðar Þorsteinssonar, sem er til stuðnings æskulýðsstarfi hjá Hestamannafélaginu Sindra. Kristín Þorsteinsdóttir, Jens Andrésson, Einar Guðni Þorsteinsson, Petra Kristín Kristinsdóttir, Guðlaugur J. Þorsteinsson, Laufey Guðmundsdóttir, Ólöf Ósk Þorsteinsdóttir, Ragnar Sævar Þorsteinsson, Kjartan Hreinsson, Sigríður Árný Sævaldsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, RÓBERT EINAR ÞÓRÐARSON, Háengi 23, Selfossi, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljós- heimum laugardaginn 26. nóvember, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 2. desember kl. 14.00. Magdalena B. Jóhannesdóttir, Sólveig Róbertsdóttir, Grímur Bjarndal, Jóhanna Róbertsdóttir, Björn B. Jónsson, Matthildur Róbertsdóttir, Jens Pétur Jóhannsson, Unnur Fjóla Róbertsdóttir, Anders Köhler, Guðrún Schiöth, Inger Schiöth, Sveinn Þórðarson, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN ÁSTRÓS SIGURÐARDÓTTIR, Höfðabrekku 23, Húsavík, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 3. desember kl. 11.00. Ólafur Ármann Sigurðsson, Sandra Kristín Ólafsdóttir, Einar Víðir Einarsson, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, Hrafn Malmquist, Ólafur Ármann Sigurðsson, Ásta Björk Aðalgeirsdóttir, Atli, Bogi og Lísa Bríet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.