Morgunblaðið - 01.12.2011, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 01.12.2011, Qupperneq 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Snoop-Around, á íslensku Snuðra, nefnist ljósmynda- og viðtalavefsíða sem fór í loftið í mars sl. og hlaut andlitslyftingu föstudaginn sl., fékk nýtt útlit og var því fagnað með vænni teiti. Á vefnum eru við- töl tekin við lista- menn og hönn- uði, hljómsveitir og annað skap- andi fólk og þá sum í mynd- bandsformi. Mik- il áhersla er lögð á ljósmyndir og eru þær stórar og glæsilegar á vefnum. Umsjónarmaður síðunnar og stofnandi er Nanna Dís Jónsdóttir en hún segist hafa fengið hugmynd- ina að síðunni þegar hana hafi vant- að eitthvað að gera. „Ég hef gaman af því að ljósmynda og forvitnast um fólk,“ segir hún. Hópur listamanna, listnema og hönnuða sér um síðuna með Nönnu, býr til efni á hana og setur inn, og þá m.a. Guðni Rúnar Jónasson sem hefur séð um síðuna með henni frá upphafi sem greinahöfundur. Aðrir í hópnum eru Valdís Thor, Hallur Örn Árnason, Elín Bríta, Björgvin Sigurðarson og Ása Baldursdóttir. Einsleit umfjöllun Nanna segir umsjón síðunnar vera fullt starf hjá sér, hún sé að reyna að breyta Snoop-Around í fyrirtæki. Það gerist hægt og rólega. – Fannst þér vanta svona vefsíðu íslenska? „Já, algjörlega, mér fannst um- fjöllunin svolítið einsleit, um vissa einstaklinga í samfélaginu, ekkert á slæman hátt en það eru svo margir þarna úti sem eru að gera frábæra hluti sem maður þarf líka að tala um,“ svarar Nanna. Um 21 viðtal hafi verið tekið, ekki öll komin á netið en föstudaginn síðastliðinn voru þrjú ný viðtöl birt. – Hvernig er aðsóknin að síð- unni? „Hún hefur bara verið fín og hef- ur verið að aukast, það kom nátt- úrlega ágætis sprenging núna um helgina. Hún er mjög góð frá út- löndum miðað við að við höfum ekk- ert auglýst okkur, núna stefnum við á að gera það. Þannig að kraftur netsins er mikill.“ – Útlendingar sem forvitnir eru um íslenska list og hönnun og ann- að menningartengt ramba inn á hana … „Mjög svo. Ég hef fengið pósta og svona, fólk er mjög ánægt með þetta. Svo erum við komin í sam- starf við bloggsíðu Hönnunarmið- stöðvarinnar og þeir eru komnir í samstarf við finnskar og sænskar menningarsíður sem birta bloggsíð- una þeirra þannig að þau ætla að fara að birta bloggin okkar. Þar af leiðandi birtast greinarnar hér og þar. Þetta hjálpar allt,“ segir Nanna. Það sé gaman að gera út síðuna. David Lynch-þema Hvað framtíð síðunnar varðar segir Nanna að allt sé opið. „Eins og er stefnum við á að hafa tvenns konar viðtöl, stutt og löng. Það er ekki enn komið stutt viðtal, við komumst alltaf á flug þegar við erum að tala við fólk. Síðan eru það vídeóviðtölin, þetta fyrsta er með þema, innblásið af David Lynch leikstjóra. Þetta var hugmynd Halls (Arnar Árnasonar, leikstjóra) að gera vídeóin svolítið sérstök en við ættum samt að hafa venjuleg mynd- bönd, svona kynningu og smá myndir af vinnustofum fólks, ekk- ert mikið í lagt. Síðan langar mig að bæta við pistlum, fá fólk til að skrifa um eitthvað áhugavert og svo kem- ur inn fréttasíða, við fjöllum um við- burði,“ segir Nanna. Síðan verði sem sagt í stöðugri þróun. – Þetta er skemmtilegt nafn, Snoop-Around, hvaðan kom það? „Þetta kom frá orðinu „snuðra“, útlendingar geta ekki sagt „snuðra“ þannig að við ákváðum að nota þetta. Þetta lén var laust og við bara keyptum það,“ segir Nanna. Hvað innlit á vinnustofur varðar segir Nanna að tónlistarfólk hafi gaman af því að líta inn í hljóð- ver til annarra tónlistarmanna; listamenn séu almennt forvitnir um aðra listamenn og þeirra starfsum- hverfi. Það sé því um að gera að snuðra svolítið, stinga inn nefi hér og þar. Nefjum stungið inn  Vefsíðan Snoop-Around, Snuðra, er helguð ljósmyndum og viðtölum við skapandi fólk  „Ég hef gaman af því að ljósmynda og forvitnast um fólk,“ segir ritstjóri síðunnar, Nanna Dís Ljósmynd/Nanna Dís Stuð Hljómsveitin Nóra er ein þeirra sem tekin er fyrir á vefsíðunni Snoop-Around, eða Snuðru. Hér sjást meðlimir í loftköstunum. Nanna Dís Jónsdóttir snoop-around.com arhljómurinn sem hefur einkennt spilamennsku The Edge, gítarleik- ara U2, mjög áberandi á Tree of Life. Alls eru 12 lög á hljómplötunni. 10 þeirra eru sungin á ensku en tvö á ís- lensku, eða lögin „Vestfjarðaóður“ og „Andi“. Herbert og Svanur semja níu lög í sameiningu á meðan tvö þeirra eru alfarið skrifuð á Herbert, „My Love“ og „Vestfjarðaóður“, og er lagið „Long Live the King“ alfar- ið eftir Svan. Hann kemur jafnframt að útsetningu flestra laganna. Allt er þetta unnið af fagmennsku og er hljómurinn til fyrirmyndar. Enda ekki við öðru að búast þar sem þeir feðgar hafa fengið til liðs við sig einvalalið tónlistarmanna. Gunn- laugur Briem leikur á trommur og Haraldur Þorsteinsson spilar á bassa á meðan þeir Stefán Magn- ússon og Tryggvi Hübner leika á gít- ara. Þá sjá þeir Magnús Þór Sig- mundsson og Jóhann Helgason um bakraddir. Í feðgunum mætast nútíminn og fortíðin. Á meðan Herbert kann Bítlapoppið frá a til ö er Svanur vel inni í því sem er að gerast í poppinu í dag. Feðgarnir eru góðir söngvarar en stíllinn er ólíkur. Svanur er hrjúf- ari og það er meiri töffaraskapur í gangi þar á bæ. Þess má geta að Svanur var valinn söngvari Músíktil- rauna árið 2010. Lagasmíðarnar á plötunni eru hins vegar ekki mjög frumlegar og er það helsti akkilesarhæll hennar. Maður þekkir lögin og melódíurnar og fátt sem kemur manni á óvart. Í stuttu máli sagt fer Herbertson ekki með mann í músíkalskt safarí. Þetta er hins vegar gert af einlægni og metnaði. Tónlistin flæðir þægilega áfram og er skólabókardæmi um einfaldar og aðgengilegar popp- smíðar. Feðgarnir Herbert Guð-mundsson og Svanur Her-bertsson hafa sent frá sérhljómplötuna Tree of Life. Þetta er fyrsta breiðskífan sem þeir senda frá sér í sameiningu en samstarfið nefna þeir Herbertson. Herbert er mikill reynslubolti sem er búinn að koma víða við í poppi og rokki undanfarna þrjá ára- tugi. Tónlistarfer- ill Svans er aftur á móti rétt að hefj- ast, enda aðeins 21 árs gamall. Á Tree of Life er svokallað mið- brautarpopp (e. middle of the road) allsráðandi. Tónlistin er útvarpsvæn en hún gerir ekki miklar kröfur til hlustandans, sem er fljótur að átta sig á ferðalagi tónanna. Samstarfið kristallast í melód- ískum popplögum og verður hlust- andinn áþreifanlega var við áhrif frá bresku og bandarísku vinsælda- popprokki, sérstaklega frá hljóm- sveitum á borð við U2 og Coldplay. Gott dæmi er lagið „Time“ sem Her- bertson gaf út í fyrra. Létt og gríp- andi popplag og gott dæmi um það sem er að finna á skífunni. Þá er gít- Lífið á miðbrautinni Geisladiskur Herbertson – Tree of life bbbnn JÓN PÉTUR JÓNSSON TÓNLIST Feðgarnir Herbert Guðmundsson og sonur hans Svanur. bbbmn Ragnheiður Gröndal hefur um nokkurra ára skeið verið ein af fram- bærilegustu söngkonum okkar, átt vinsæl lög og gert plötur sem hafa hreyft við landanum, síðast með Bella and her black coffee. Hér held- ur hún svo að segja áfram þar sem frá var horf- ið, syngur á ensku og andinn yfir tónlistinni er ekki ósvipaður. Því fer þó fjarri að um einhvers konar stöðnun sé að ræða því útsetningar á plötunni eru vel heppnaðar og áhugaverðar. Sér til halds og trausts við vinnslu plöt- unnar hafði Ragnheiður Guðmund Pétursson, gítarleikara og upptöku- stjóra, ásamt Birgi Baldurssyni trommuleikara, sem virðist hafa ver- ið mikið gæfuspor. Lagasmíðarnar eru flestar frekar lágstemmdar og titillagið, sem fellur í þann flokk, er eitt sterkasta lag plötunnar, þar sem Sigríður Thorlacius kemur við sögu. Helsti styrkur Ragnheiðar hefur í gegnum tíðina verið rödd hennar en á Astrocat Lullaby næst að færa sköpunina upp á næsta stig. Sér- staklega ber að nefna vel útfærðar útsetningar þar sem öll smáatriði rata áreynslulaust á réttan stað, skemmtilega og smitandi takta sem skapa á köflum flotta frumskóg- arstemningu og vel heppnaðan radd- heim sem er frumlegur og færir tón- list Ragnheiðar inn í nýjar og víðáttumeiri víddir. Eins og alltaf eru lögin á plötunni þó misjafnlega góð, sérstaklega passa tvö seinustu lögin illa inn í heildina. Þau sem eru þó best heppnuð jafnast fyllilega á við það besta sem maður hefur heyrt af íslenskri tónlist á árinu. Þroskuð Ragnheiði hefur tekist að róa á ný mið með góðum árangri. Ljúfar og áreynslu- lausar vögguvísur Ragnheiður Gröndal Astrocat Lullaby HALLUR MÁR TÓNLIST

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.